Læknablaðið - 15.10.1991, Side 16
298
LÆKNABLAÐIÐ
Hjartaómun. Við skoðunina var notað
Hewlett Packard (HP) Sonos 500 ómtæki.
Aður en hjartaómun um vélinda fór fram var
sjúklingur skoðaður á hefðbundinn hátt með
hjartaómun um brjóst ýmist með 2.5 eða 3.5
mHz ómbreytum. Notast var við tvívíddar- og
M-tækni ómun, ásamt síbylgju-, púlsandi-, og
lita-Doppler. Hjartaómun um vélinda var gerð
með HP 5MHz ómbreyti staðsettum á enda
umbreytts magaspeglunartækis (mynd 1). Þótt
flest tæki á markaðnum noti 5MHz ómbreyti,
eru þeir til frá 3.5 til 7.5 MHz.
Með HP tækjabúnaði er mögulegt að beita
tvívíddar og M-tækni ómun ásamt lita- og
púlsandi-Doppler. Einnar leiðslu hjartarit
var skráð samtímis. Hægt er að klæða
ómslönguna einnota hlífðarslíðri úr gúmmíi
er ver hana skemmdum og óhreinindum.
Má með notkun slíks slíðurs skoða hvem
sjúklinginn á eftir öðrum án þess að tími fari
til spillis. Ef ómslangan er notuð hlífðarlaust
þarf að sótthreinsa hana milli skoðana á líkan
hátt og magaspeglunartæki. Einnig er mælt
með slíkri hreinsun með jöfnu millibili þótt
hlífðarslíður sé að jafnaði notað.
Vndirbúningur. Fyrir rannsóknina þarf
sjúklingur að vera fastandi í minnst fjóra
tíma. Rannsóknin var vandlega útskýrð
fyrir sjúklingi ef klínískt ástand leyfði.
Sett var venflonnál í bláæð á hendi. Flestir
inniliggjandi sjúklingar fengu 5.0-7.5 mg
diazepam í æð sem forlyfjagjöf. Hjá einstaka
sjúklingi utan spítala reyndist þess þó
ekki þörf. Munnhol og kok var staðdeyft
með lidókaín úðalyfi og falskar tennur
fjarlægðar. Endi ómbreytislöngunnar var
roðinn lidókaín hlaupi og munnstykki þrætt
upp á slönguna til að verja hana tönnum
sjúklings. Sjúklingur var yfirleitt hafður í
vinstri hliðarlegu og ómslangan færð blint
niður í vélinda þar til ómmynd af hjartanu
birtist á skjá ómtækisins, venjulega um 30
cm frá tanngarði. Myndbandsupptaka var
gerð allan tímann meðan á skoðun stóð, sem
í mesta lagi tók 10-15 mínútur. Að lokinni
rannsókn var sjúklingur hafður fastandi í
klukkutíma þar til hann hafði aftur fengið
tilfinningu í munnhol og kok. Hjá sjúklingum
þar sem hjartaómun um vélinda var gerð
meðan á aðgerð stóð, var ómslangan færð
niður í vélinda í samvinnu við svæfingarlækni
eftir að sjúkiingur hafði verið svæfður og á
annan hátt undirbúinn fyrir aðgerð.
Mynd I. Úlbúnaður lil hjartaómunar um vélinda.
Mynd 2. Ómmynd hjartans við venjulega einása
hjartaómun um vélinda.
Ómmynd hjartans. Við ómun um vélinda er
hjartað skoðað aftanfrá og oftast í þversniði
(skammás). Nýleg tæki á markaðnum eru þó
með tvo ómbreyta á slönguendanum er leyfir
skoðun í tveimur homréttum plönum. Vegna
hárrar tíðni ómbreytisins og nálægðar hans
við hjartað, án þess að loftfyllt lungu séu fyrir
ómgeislanum, fást mjög skýrar myndir af gerð