Læknablaðið - 15.10.1991, Qupperneq 37
LÆKNABLAÐIÐ
315
veitt af hjúkrunarfræðingi eða sjúkraliða. Hér
getur verið um mjög margvíslega sjúkdóma
að ræða hjá mismunandi einstaklingum, t.d.
eftirlit með lífsmörkum hjá lokastigs-, hjarta-
eða lungnasjúklingi, eða sárameðferð, t.d. á
legusári eða skurðsári.
Lyfjagjöf er metin sérstaklega, þar sem
meðferð og inntaka lyfja er veigamikill
þáttur í meðferð aldraðra og fer oft úrskeiðis.
Lykillinn að mati á lyfjagjöf er mjög einfaldur
og auðskiljanlegur og byggir á því hversu oft
þarf að taka til lyf eða gefa þau.
Þátturinn »heilabilun« á við vitglöp
hverskonar, og tekur það til fleiri þátta en
minnistruflunar. Þyngdarkvarðinn tekur
mið af því hver áhrif heilabilunarinnar eru
á athafnir daglegs lífs. Með »óróleika«
eða »afbrigðilegri hegðun« er átt við
ýmiss konar vandamál. Oft er um að ræða
afleiðingar heilabilunar, en einkennin eru svo
afgerandi og leiða það oft til vistunar, að rétt
þykir að meta þau sérstaklega. Með »andlegri
líðan« er átt við vanlíðan og þjáningar af
margvíslegum toga, svo sem þunglyndi,
öryggisleysi, kvíða, ranghugmyndir, svefnleysi
eða einsemd. Loks eru metnir fæmiþættimir
fjórir, hreyfigeta, hæfni til að matast, hæfni
til að klæðast og annast persónuleg þrif
og stjórnun á hægðum og þvaglátum.
Svo dæmi sé tekið getur einstaklingur með
alvarlega heilabilun fengið mörg stig af
hverjum og einum fæmiþætti fyrir sig, og
þar með undirstrikað þörfina fyrir vistun.
Lykillinn að vistunarmatinu skýrir hvem þátt
fyrir sig.
FRAMKVÆMD
í tengslum við lög um málefni aldraðra hefur
verið gefin út reglugerð um vistunarmat.
I reglugerðinni er lýst framkvæmd
vistunarmatsins og hvaða aðilar skuli hafa
það með höndum. Ekki skal framkvæma
vistunarmat nema fyrir liggi skrifleg beiðni
einstaklingsins sem meta á. Sé sótt um
vistunarmat frá vandamönnum, skal ganga úr
skugga um að hinn aldraði sé því samþykkur
eða ófær um að taka sjálfstæðar ákvarðanir.
Víðast er það þjónustuhópur aldraðra
sem skal annast vistunarmat, þó að á því
séu undantekningar. í Reykjavík eiga að
starfa þjónustuhópar við hverja félags- og
þjónustumiðstöð aldraðra. Þeim er ætlað
að fylgjast með heilsufari og félagslegri
velferð aldraðra á starfssvæðinu og semja
í samvinnu við hinn aldraða samþætta
þjónustuáætlun byggða á samræmdu,
faglegu mati og tryggja að skjólstæðingar
á starfssvæðinu fái alla þjónustu sem þeir
þarfnast. Þjónustuhópamir eiga hinsvegar ekki
að annast vistunarmat í Reykjavík, heldur er
það á hendi fjögurra manna matshóps sem í
sitja öldrunarlæknir, hjúkrunarfræðingur og
tveir starfsmenn félagslegrar þjónustu, þar af
einn félagsráðgjafi. Þessum hópi er ætlað að
starfa í nánum tengslum við þjónustuhópa
aldraðra í borginni og hafa aðsetur hjá
öldrunarþjónustudeild Félagsmálastofnunar.
Þjónustuhópar úti á landi og matshópur í
Reykjavík skulu halda sérstaka vistunarskrá
yfir alla aldraða einstaklinga í þörf fyrir
stofnanavistun á starfssvæði sínu. Skal skráin
vera tvískipt, annars vegar yfir þá sem þurfa
á þjónustuhúsnæði að halda, hinsvegar yfir
þá sem þurfa á hjúkrunarrými að halda. Auk
sérstaks matshóps í Reykjavík má framkvæma
vistunarmat fyrir aldraða á þeim sjúkrahúsum
þar sem öldrunarlækningadeildir eru starfandi,
enda annist öldrunarlækningadeildin matið.
A blandaðri viststofnun, þar sem er bæði
þjónustu- og hjúkrunarrými, skal mat fara
fram innan stofnunarinnar sjálfrar þegar talin
er þörf á flutningi frá þjónusturými yfir á
hjúkrunarrými. Þar sem þjónustuhúsnæði
er ekki hluti af blandaðri stofnun, er gert
ráð fyrir að þjónustuhópur aldraðra utan
Reykjavíkur eða matshópurinn í Reykjavík
annist vistunarmatið.
Tvö eyðublöð eru notuð við matið, yfirlits-
og matsblað. Hverju eyðublaði fylgir kápa
og er lykillinn að vistunarmatinu á innra
borði hennar. Yfirlitsblaðið er í þríriti, en
matsblaðið í fjórriti, sem virðist flókið,
en afritin gegna mikilvægu hlutverki. Ef
horfur eru óljósar skal getið um endurmat.
Yfirlits- og matsblöðin hafa mislit afrit.
Frumrit yfirlitsblaðs ásamt frumriti og gulu
afriti matsblaðins sendir matsaðili til þeirrar
stofnunar, sem hinn aldraði vill helst sækja
um vist á. Vilji hann sækja um vistun á fleiri
stofnunum skal matsaðili senda ljósrit af
yfirlits- og matsblaði til þeirrar stofnunar.
Ef stofnun annast matið, varðveitir hún
græn afrit beggja eyðublaðanna ásamt
fjórblöðungnum (kápunni), en sendir bleiku