Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1992, Side 9

Læknablaðið - 15.08.1992, Side 9
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 213-9 217 UMRÆÐA Algengi hjartavöðvasjúkdóms er ekki vel þekkt. Framingham-rannsóknin sýndi að ýmis ómtákn þessa sjúkdóms, til dæmis þykknaða sleglaskipt mátti greina hjá 1,7% roskinna einstaklinga, en meðalaldur þeirra var 74 ár, og hjá 0,3% yngra fólks, meðalaldur 47 ár (2). Framhreyfingu míturloku í slagbili var unnt að sýna fram á hjá 0,8% fyrra hópsins. Flestir hinir eldri höfðu sjúkdómseinkenni, til dæmis hjartaöng og mæði, en flestir hinir yngri voru einkennalausir og töldust þannig ekki hafa merki hjartasjúkdóms. Sumar rannsóknir sem ekki byggjast á slembiúrtaki hafa bent til minna algengis. í japanskri rannsókn sem beindist að starfsmönnum fyrirtækja virtist algengi hjartavöðvaþykknunar 0,17%, en í þeirri rannsókn voru notuð önnur skilmerki en að framan greinir (11). Enn lægri algengistölur voru birtar í rannsókn frá Minnesota, en hún beindist að sjúklingum sem höfðu leitað að eigin frumkvæði til lækna og var afturskyggn (21). Rannsókn okkar bendir til að algengi hjartavöðvaþykknunar meðal miðaldra karla með afbrigðilegt hjartarit sé um 3,6% eða 3600 af 100.000 körlum og 95% óvissumörk séu 2100-6100. Meðal karla með eðlilegt hjartarit benda ómskoðun og dánarskýrslur til þess að algengi hjartavöðvaþykknunar sé 0,8% en nú með mun víðari 95% óvissumörkum eða 100-2800. Heildaralgengi er þá 1,1% eða 1100 af 100.000 með 95% óvissumörkum 300-3200. Hafi svo ólíklega viljað til að okkur hafi tekist að finna alla karlana í upphaflega hópnum með hjartavöðvasjúkdóm er algengið 0,44%. Sú niðurstaða okkar að algengi hjartavöðvasjúkdóms meðal miðaldra karla sé 1,1% kemur allvel heim við niðurstöðu Framingham-rannsóknarinnar, 1,7%, sem þó beindist að heldur eldri körlum (2). Hins vegar eru tölur okkar talsvert hærri en niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Minnesota (21). Sú rannsókn benti til þess að algengi hjartavöðvaþykknunar væri 28,5 af 100.000 manna þýði og 95% óvissumörk 8,8-42,8. Að vísu var algengið hærra, eða 0,1%, meðal karla 55-74 ára. Minnesota- rannsóknin var grundvölluð á sjúklingum sem þegar höfðu hlotið sjúkdómsgreiningu en ekki á skipulagðri leit sjúkdómsins hjá óvöldum hópi manna líkt og gert var í rannsókn okkar og Framingham-rannsókninni. Hið lága algengi er því líklega auðskýranlegt vegna einkennalausra einstaklinga og sjúklinga með væg einkenni sem ekki greindust í Minnesota- rannsókninni. Sömu sögu er að segja um rannsókn sem gerð var í vesturhluta Danmerkur og höfundar þeirrar rannsóknar töldu að hið reiknaða nýgengi sjúkdómsins 0,4/100.000 væri næstum örugglega vanmat (22). Rannsókn sem gerð var á starfsmönnum fyrirtækja í Japan og benti til algengis 170/100.000 er af ýmsum ástæðum ekki sambærileg rannsókn okkar (11). Ýmsar rannsóknir benda til að 73-98% sjúklinga með hjartavöðvaþykknun hafi afbrigðilegt hjartarit (2,3-6). í okkar hópi höfðu 14 af 16 afbrigðilegt hjartarit (87%), sem er því innan væntanlegra marka. I samræmi við fyrrgreinda útreikninga má búast við 25 körlum með hjartavöðvasjúkdóm af 3155 með eðlilegt hjartarit og 16 karlar með afbrigðilegt hjartarit höfðu hjartavöðvasjúkdóm eða samtals 41 karl. Þetta gæti bent til þess að aðeins 40% karla með hjartavöðvaþykknun hafi afbrigðilegt hjartarit. Hins vegar koma hin víðu óvissumörk í veg fyrir nákvæmt mat á þessu hlutfalli. Tveir af þeim fjórum sem greindust við krufningu höfðu eðlilegt hjartarit. Það er athyglisvert að í hópi ungra einstaklinga í Framingham hafði aðeins einn af níu körlum með hjartavöðvaþykknun (11%) afbrigðilegt hjartarit (2). Árleg dánartíðni karla með afbrigðilegt hjartarit og hjartavöðvaþykknun var 1,6%. Heildardánartala karla með afbrigðilegt hjartarit á sama átta ára tímabili var 1,7%. Til samanburðar var dánartíðni karla með eðlilegt hjartarit 130 af 3155 körlum á sama tímabili eða 0,5% árlega (p>0,01). Ýmsar rannsóknir hafa bent til þess að árleg dánartíðni sjúklinga með hjartavöðvaþykknun sé 2-5,9% (23-25), en þessar rannsóknir hafa beinst að sjúklingum sem flestir hafa haft umtalsverð sjúkdómseinkenni. í nýlegri rannsókn á 25 göngudeildarsjúklingum með hjartavöðvaþykknun hafði enginn látist þótt þeim hefði verið fylgt eftir að meðaltali 4,4 ár (9). Þetta bendir enn til betri horfa sjúklinga

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.