Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1992, Qupperneq 14

Læknablaðið - 15.08.1992, Qupperneq 14
222 LÆKNABLAÐIÐ fyrir að hver leggur/holpípa endist í tvo til þrjá mánuði (7). Holsjártækni er notuð til greiningar á endurteknum briskirtilbólgum af óþekktum orsökum og hefur meira næmi og sérhæfni en tölvusneiðmyndun eða ómskoðun (8). Algengustu aukakvillar holsjárskoðunar eru briskirtilbólga, gallgangasýking og blæðing og er þeim lýst í 2-5% tilfella (9,10). Ef aðgerð er framkvæmd í kjölfar rannsóknarinnar eru aukakvillar algengari og koma fyrir í 8-20% tilfella (11,12). Tilgangur þessarar rannsóknar var að afla upplýsinga unt helstu ábendingar fyrir holsjárröntgenmyndun af gallgöngum og brispípu (HRGB), athuga helstu niðurstöður og kanna aukakvilla og tíðni þeirra í kjölfar þessara rannsókna og aðgerða á Borgarspítalanum. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Athugaðar voru sjúkraskrár 388 sjúklinga, sem gengist höfðu undir 535 HRGB og aðgerðir á árunum 1981-1990 (10 ár). Farið var yfir rannsóknir, aðgerðarlýsingar og niðurstöður röntgenmynda. Flestir sjúklinganna dvöldu á tveimur sjúkrahúsum, Borgarspítala og St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Einnig var leitað upplýsinga í gögnum sjúklinganna á Landspítala, Landakotsspítala og Læknastöðinni í Glæsibæ. Langflestar rannsóknir og aðgerðir voru gerðar af einum höfunda (AT). A Borgarspítalanum fjölgaði HRGB á árunum 1981-1985 en eftir það hefur fjöldi þeirra verið svipaður (mynd 1). Meðalaldur sjúklinganna var um 60,5 ár, aldursdreifing 14-95 ára. Flestar rannsóknir og aðgerðir voru gerðar á sjúklingum á aldursbilinu 60-80 ára (mynd 2). Af 388 sjúklingum voru 255 (65,7%) konur en 133 (34,3%) karlar. Briskirtilbólga var skilgreind sem verkir í ofanverðu kviðarholi ásamt hækkun á amylasa. Gallgangasýking var talin aukakvilli, ef sjúkraskrá eða læknabréf leiddu til gruns um gallgangasýkingu. Blæðing var talin aukakvilli, ef lækkun varð á blóðrauða og blóðgjöf var nauðsynleg eftir rannsókn eða aðgerð. Framkvæmdar voru ræktanir á bakteríum frá holsjá og skolvökva af handahófi fyrir og eftir 20 rannsóknir og aðgerðir. Þykkni (Viscous Xylocain) var notað til staðdeyfingar á koki. Sjúklingar fengu lyfjaforgjöf sem í langflestum tilvikum var Number of procedures 120 i 1981 82 83 84 85 86 87 88 89 1990 Year Fig. 1. Number of procedures 1981-1990. Number of patients 11-20 31-40 51-60 71-80 91-100 21-30 41-50 61-70 81-90 Years Fig. 2. Palienrs' age at first ERCP 1981-1990. inj. Diazemuls 5 mg og inj. Pethidine 75 mg, gefið í bláæð skömmu fyrir rannsókn. Skeifugamarspeglunartæki af gerðinni Olympus JF-IT var notað við allar rannsóknir og aðgerðir. Þræðingarleggur (cannula) og hringvöðvahnífur (papillotome) af Olympus gerð voru notaðir til að þræða papilla Vateri og gera hringvöðvaskurð. »Dormia« karfa (Olympus) og belgleggir (balloon catheters - Microvasive®) voru notaðir við steinatöku. Steinmyljara (mechanical lithotriptor - Microvasive®) var beitt til að mylja stóra steina. Allar rannsóknir og aðgerðir voru framkvæmdar á röntgendeild Borgarspítalans. Læknirinn (AT), sem framkvæmdi rannsóknina, gat stjómað skyggningunni sjálfur, en til aðstoðar voru einn eða tveir hjúkrunarfræðingar og einn röntgentæknir. Rannsóknin var talin hafa tekist fullkomlega,

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.