Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1992, Side 21

Læknablaðið - 15.08.1992, Side 21
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 229-32 229 Birna Jónsdóttir 1), Jónas Magnússon 2), Gunnar Sigurösson 3) PORTÆÐARÁSTUNGA OG ÞRÆÐING Á MILTISBLÁÆÐ: Greining og staðsetning á insúlínframleiðandi brisæxli ÁGRIP I þessari grein er lýst sérstaklega þeirri aðferð að stinga á portæðargrein og þræða miltisbláæð til þess að ná blóðsýni frá brisi í þeim tilgangi að staðsetja insúlínæxli. Aðferðina þarf sjaldan að nota enda er hún tæknilega erfið og tengd vissri áhættu. Mæling á insúlínmagni í bláæðablóði frá brisi sýndi fram á staðsetningu æxlisins í kirtlinum, en aðrar staðsetningaraðferðir höfðu reynst árangurslausar. Við skurðaðgerð staðfestist greiningin og staðsetning. Sjúklingurinn hefur verið frískur eftir aðgerð. Við ályktum að hugleiða beri notkun þessarar aðferðar ef ekki tekst að staðsetja æxlið með öðrum aðferðum. INNGANGUR Æxli í briskirtli eru langoftast illkynja krabbamein (carcinoma). Nýgengið var 10,7/100.000 karla og 9,8/100.000 konur á íslandi árin 1974 til 1985 (1). Einkenni sjúklinga með krabbameinsæxli í brisi fara að verulegu leyti eftir staðsetningu æxlisins í kirtlinum. Æxli í brishöfði gera hraðast vart við sig vegna stíflu á gallpípu (choledochus) og stíflugulu. Þau eru greind með aðferðum sem beinast að gallgöngum svo sem ómskoðun eða ERCP (endoscopic retrograde cholangio-pancreatography). Illkynja æxli í brishöfði eru stundum skurðtæk, ef þau gefa fljótt einkenni. Þar sem æxlisvöxturinn er í miðhluta briss eða í brisskotti koma einkenni síðar fram og eru þá æxlin oftast greind með ómskoðun eða tölvusneiðmyndarannsókn. Þessi æxli eru nær undantekningarlaust ólæknandi. Um hormónframleiðandi æxli í brisi gegnir öðru máli. Einkenni þessara sjúklinga eru Frá 1) röntgendeild, 2) skurðdeild og 3) lyflækningadeild Bor- garspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Birna Jónsdóttir, rönt- gendeild Landakotsspítala, 101 Reykjavík. allt önnur, fyrst og fremst vegna þeirra áhrifa sem hormónin hafa. Æxlin geta verið mjög virk í hormónframleiðslu þó þau séu einungis nokkrir millimetrar að stærð. Nákvæm staðsetning æxlisins er því oft mikið vandaverk með myndgreiningu. Hormónframleiðandi æxli eru í um 90% tilfella góðkynja. Ekki er til örugg skrá um góðkynja æxli greind á íslandi, en af heildarfjölda illkynja brisæxla hérlendis reyndust 3,1% hormónæxli (1). Þar sem hormónframleiðandi æxli eru yfirleitt góðkynja, en einkenni sjúklings mjög svæsin oft á tíðum, er til mikils vinnandi að fjarlægja þau. Algengasta myndgreiningaraðferð við greiningu brissjúkdóma er ómskoðun og er henni yfirleitt beitt fyrst, vegna þess að rannsóknin er óþægindalítil fyrir sjúklinginn, krefst lítils undirbúnings og er tiltölulega ódýr. Nokkuð mismunandi er hve vel gengur að greina lítil hormónframleiðandi brisæxli með ómskoðunum. Samkvæmt niðurstöðum, sem birst hafa, greinast allt frá 20 til 60% af insúlínframleiðandi æxlum með ómskoðun, en þar sem 55-70% af þessum æxlum eru undir einum cm í þvermál er árangurinn ekki betri en raun ber vitni (2). Næstalgengasta myndgreiningaraðferð við brissjúkdóma er tölvusneiðmyndarannsókn (TS) en TS-rannsóknir gefa ekki betri greiningarárangur þegar æxlið er minna en einn cm. (2). Dæmigert fyrir hormónframleiðandi æxli er að vera æðarík og því tekst stundum að greina þau með skuggaefnisgjöf í slagæðar til briss (coeliacoangiofraphy), en sú rannsókn er nú að mestu aflögð við greiningu á öðrum brisæxlum. Fleiri sjaldgæfari rannsóknir eru til og er ein þeirra portæðarástunga, PTP (Percutan

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.