Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1992, Qupperneq 23

Læknablaðið - 15.08.1992, Qupperneq 23
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 229-32 231 Mynd 1. Efst: Slanga t lifrarporti. Nálin hefur verið fjarlœgð. Miðja: Slönguendi í stœrri portœðargrein. Leiðari færður inn í portœðargrein. Neðst: Slangan fœrð yfir leiðara í portœðarstofn. Mynd 2. Bláœðakerf umhverfis bris. Sýnatökustaðir og niðurstöður insúlínmœlinga (mpll) erufœrð inn. þangað til endinn var kominn út í miltisbláæð, allt að miltisporti (mynd 1). Þegar seinni slangan er komin á réttan stað er nauðsynlegt að taka myndrunu til nákvæmrar greiningar á bláæðum frá umhverfi briss. Hjá okkar sjúklingi var 40 ml Ultravist dælt inn með hraðanum 8 ml/sek. og ein mynd tekin á sekúndu í 15 sekúndur. Blóðsýnataka hófst að lokinni myndatöku og voru sýnin tekin úr miltisbláæð og hengisbláæðum eins og sést er á mynd 2. Blóðið, sem notað er til hormónmælingar, má ekki vera skuggaefnisblandað og því er nauðsynlegt að henda alltaf fyrstu millilítrum úr slöngunni eftir að hún hefur verið færð til, ef skuggaefni er gefið til staðfestingar á legunni. NIÐURSTAÐA Mynd 2 sýnir niðurstöður insúlínmælinganna. Þar kemur fram að blóðsýni frá miltisporti innihélt 41 m/r/1. Næsta sýni, sem tekið var lengst úti í miltisbláæð en þó eftir að brisbláæðar hafa tæmt sig í miltisbláæð, sýndi hins vegar meir en tvöfalt gildi og sania á við um öll önnur sýni sem tekin voru í miltisbláæð. Blóðsýni frá hengisbláæðum og vinstri magabláæð höfðu hins vegar sömu þéttni insúlíns og blóð sem kom beint frá miltanu. Bláæðablóð frá brishöfði og hluta brisbúks rennur til hengisbláæða. Því var ályktað að hormónframleiðandi æxlið sæti lengst úti í brisskotti. Staðsetning æxlisins er merkt með röndóttum hring á skýringarmynd. Niðurstaða mælinganna benti til æxlisvaxtar í brisskottinu. Um miðjan febrúar var brisskott og milta fjarlægt með skurðaðgerð. I brisskottinu fannst 1,3 cm insúlínæxli og mátti grilla í það með berum augum við aðgerðina. Sjúklingi heilsaðist vel eftir aðgerð og útskrifaðist á tíunda degi. Blóðsykur hefur verið eðlilegur síðan. UMRÆÐA Insúlínmælingar eftir PTP-rannsókn bentu til staðsetningar á insúlínframleiðandi æxli í brisskottinu og var það fjarlægt með skurðaðgerð. Sjúklingur var þar með læknaður, því ekki var neinn grunur um illkynja breytingar við meinafræðirannsókn. Reynsla annarra er að ekki takist alltaf að staðsetja nákvæmlega insúlínframleiðandi

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.