Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 36
244 LÆKNABLAÐIÐ og ónæmisfræðilegum atriðum rauðra úlfa og fjölkerfa herslismeins og mun því einnig verða gerð skil í Læknablaðinu. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Efniviður rannsóknarinnar var fenginn með tölvuleit í skýrslum allra sjúkrahúsa landsins að sjúklingum með rauða úlfa, fjölkerfa- herslismein, fjölvöðvabólgu/húð-vöðvabólgu og blandaðan bandvefssjúkdóm. Einnig var sendur út spurningalisti til lækna með fyrirspum um þessar sjúkdómsgreiningar. Sjúkraskrár allra þeirra sem voru skráðir með einhvem ofantalinna sjúkdóma á 10 ára tímabili, frá 1. janúar 1975 til 31. desember 1984, voru grandskoðaðar með tilliti til framangreindra sjúkdómsgreininga og sjúklingar kallaðir til skoðunar. Við sjúkdómsflokkun var stuðst við viðurkennd skilmerki: Fyrir rauba úlfa skilmerki bandarísku gigtarsamtakanna (ARA criteria) frá 1982 (17) (tafla I). Til ákveðinnar greiningar rauðra úlfa er þess krafist, að að minnsta kosti fjórum skilmerkjum af 11 sé fullnægt. Fyrir fjölkerfaherslismein skilmerki ARAfrá 1980 (18) (tafla II). Þar eru ekki meðtaldir sjúklingar með staðbundnar húðbreytingar (morphea). Fyrir fjölvöðvabólgu/húð-vöðvabólgu skilmerki Bohan og Petersfrá 1975 (19) (tafla III). Fyrir blandaðan bandvefssjúkdóm skilmerki Alarcon Segovia frá 1976 og 1989 (20,21) (tafla IV). Er aflað var upplýsinga um sjúkdómseinkenni og rannsóknarniðurstöður var stuðst við fyrirfram ákveðna aðferðarlýsingu til þess að uppfylla skilmerki fyrir sjúkdómana. Nýgengi (incidence) sjúkdómanna var reiknað út frá fjölda nýgreindra tilfella á ofangreindu 10 ára tímabili. Algengi (prevalence) var miðað við fjölda sjúklinga á lífi 31. desember 1984. Nýgengi og algengitölur voru staðlaðar (age standardized incidence and prevalence) með tilliti til heimsúrtaks samkvæmt Segi (22). Aldursdreifing íslensku þjóðarinnar er lík því úrtaki. Greiningarár var talið þegar læknir greinir sjúkling fyrst. Greinigartöf var skilgreind sem sá tími er líður frá upphafi fyrstu einkenna til Table I. The 1982 revised criteria for classification of syslemic Ittpus erythematosus (17). 1. Malar rash 2. Discoid rash 3. Photosensitivity 4. Oral ulcers 5. Arthritis 6. Serositis 7. Renal disorder 8. Neurologic disorder 9. Hematologic disorder 10. Immunologic disorder 11. Antinuclear antibody Diagnosis: 4 or more of the 11 criteria. Table II. Preliminary criteria fior the classification of systemic sclerosis (scleroderma) (18). Major criteria: 1. Proximal scleroderma (proximal to the MCP or MTP) Minor criteria: 1. Sclerodactyly 2. Digital pitting scars of fingertips or loss of substance of the finger pad 3. Bilateral basilar pulmonary fibrosis Diagnosis: One major or two or more minor criteria. sjúkdómsgreiningar. Lifun var reiknuð með þekktum aðferðum (life table methods) frá greiningarári til 1. desember 1988. Tölfrœðilegar aðferðir: Áhættuhlutfall (relative risk) var í fyrsta lagi notað til að bera saman dánartíðni í sjúklingahópum og sambærilegum viðiniðunarhópum á Islandi og í öðru lagi til að bera saman nýgengi rauðra úlfa á tveimur tímabilum. 95% vikmörk (confidence intervals) fyrir nýgengi og algengi var reiknað nákvæmlega út frá töflugildum yfir 95% vikmörk í Poisson dreifingu (23). NIÐURSTÖÐUR Á 10 ára tímabili, 1975-1984, reyndust 100 einstaklingar uppfylla skilmerki fyrir framangreinda bandvefssjúkdóma. Þar af höfðu 76 rauða úlfa, 13 fjölkerfaherslismein, sex fjölvöðvabólgu/húð-vöðvabólgu og fimm blandaðan bandvefssjúkdóm. Fjórðungur þeirra (19 sjúklingar), sem uppfylltu skilmerki fyrir rauða úlfa voru ekki skráðir í skýrslur sjúkrahúsa með þá greiningu, allir hinir, utan einn með fjölkerfa- herslismein, fundust við leit í skýrslum sjúkrahúsanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.