Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1992, Page 43

Læknablaðið - 15.08.1992, Page 43
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 251-5 251 Lárus Helgason RANNSÓKN Á ÍSLENSKUM FÖNGUM. I. Afdrif og afbrotaferill INNGANGUR Hérlendis starfar enginn skipulagður faghópur við að kanna ástand fanga og vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum. Þó eru afbrot eitt af megin vandamálum sérhvers samfélags. Vegna mikils skorts á upplýsingum um fanga hérlendis var í desember árið 1964 hafin rannsókn á föngum í ríkisfangelsunum Litla- Hrauni og Kvíabryggju. Margþætt endurskoðun fór fram árið 1984 eða um 20 árum eftir að fyrri athugun var gerð. Tilgangur með rannsókninni var að afla frekari vitneskju um íslenska fanga. Slík vitneskja ætti að skapa grundvöll fyrir markvissari nýtingu erlendra úrlausna jafjit sem íslenskra. Hér á eftir verður greint frá aldri, fæðingarstað, búsetu og afbrotaferli fanga. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin nær til allra fanga er þann 1. desember 1964 voru taldir eiga eftir minnst tveggja mánaða afplánun í ríkisfangelsunum Litla-Hrauni og Kvíabryggju, og til þeirra fanga er komu í áðumefnd fangelsi frá þeim degi til 31.10.1965. Hér var um að ræða 56 fanga. Fullnaðarupplýsingar fengust um 52 fanga. Fjórir féllu úr rannsókninni, einn þeirra neitaði þátttöku og þrír vegna þess að náðun var flýtt áður en rannsókn var lokið. Upplýsingar um aldur, búsetu og fæðingarstað voru fengnar úr þjóðskrá. Frá Hagstofu Islands fengust upplýsingar um andlát og orsakir andláta fram til ársloka 1984. Dómsmálaráðuneytið veitti margvíslega aðstoð svo sem upplýsingar um fjölda fanga í fangelsum árið 1982, aldursdreilingu þeirra og tilefni fangavistunar. Einnig lagði það til sakavottorð hvers fanga, er nær frá fyrsta dómi eða dómsátt til síðasta dómsmáls fram til september árið 1982. Dómsmálaráðuneytið upplýsti þá einnig að nokkrir fanganna hefðu verið ákærðir en úrvinnslu dómstóla var ekki lokið. Rétt er að ítreka að vegna endurskoðunar, er fór fram árið 1984, ná dánarskýrslur fram til ársloka þess árs en upplýsingar frá Dómsmálaráðuneytinu ná aðeins til september árið 1982. Við könnun á afbrotaferli og tegundum afbrota var farið eftir sakaskrá hvers fanga en í sakaskrá ríkisins eru bókaðar niðurstöður dóma hérlendis og nú síðustu árin einnig dóma er Islendingar hljóta á hinum Norðurlöndunum. Við fiokkun afbrota var stuðst við viðurkennda fiokkun dómsmála hérlendis, samanber dómsmálaskýrslur (1). Flokkunin réðst af alvarlegasta dómsmáli er hver fangi hlaut dóm fyrir á afbrotaferli sínum. Afbrotunum var skipt í fjóra meginflokka, sá fyrsti talinn alvarlegastur en fjórði flokkur minnst alvarlegur. 1. Manndráp: Þar er átt við manndráp af ásetningi og manndráp af vítaverðu gáleysi. 2. Kynferðisafbrot: Þar er átt við nauðgun eða kynmök við böm. 3. Líkamsárás: Þar er átt við aðrar líkamsmeiðingar en manndráp eða kynferðisafbrot. 4. Auðgunarbrot: Þar er átt við peningafals, skjalafals, þjófnað, gripdeildir, fjárdrátt, fjársvik, umboðssvik, fjárkúgun og tékkamisnotkun. Við tölfræðilega úrvinnslu var beitt kí-kvaðrat prófi. NIÐURSTÖÐUR Aldur: Meðalaldur fanganna við fyrsta rannsóknarviðtal var 28 ár, sá yngsti var 18 ára og elsti 55 ára.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.