Læknablaðið - 15.08.1992, Qupperneq 49
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 257-62
257
Brjánn Á. Bjarnason, Lárus Helgason
INNLAGNIR Á GEÐDEILDIR RÍKISSPÍTALA Á
TÍMABILINU 1909-1984
ÁGRIP
Gerð hefur verið rannsókn er varðar bæði
innlagnir og sjúklinga sem lögðust inn á
geðdeildir Ríksspítala ákveðin ár á tímabilinu
1909-1984.
í niðurstöðum kemur fram, að innlögnum
fjölgar mikið eftir 1959. Þessi mikla fjölgun
verður nánast eingöngu í endurinnlögnum, en
fjöldi fyrstu innlagna helst nánast óbreyttur
þennan tíma. Innlagnir karla eru mun fleiri
en kvenna, en saman dregur með hópunum
undir lok rannsóknartímabilisins. Meðalaldur
beggja kynja helst svo til óbreyttur eftir árið
1944. Verulegar breytingar urðu á samsetningu
sjúklingahópsins eftir sjúkdómsgreiningum.
Sjúklingar með ákveðna geðsjúkdóma þurfa
fremur á endurinnlögn að halda en aðrir.
INNGANGUR
Segja má, að fagleg meðferð geðsjúkra
hérlendis hafi hafist með opnun
Kleppsspítalans árið 1907. Síðan hafa
miklar breytingar orðið á meðferð og
aðbúnaði. Nýjar og bættar rannsóknir
gera greiningu og meðferð geðsjúkdóma
markvissari. Má þar nefna tölvusneiðmyndir,
segulómun, fullkomnari heilarit, bættar
rannsóknir í lífeðlis- og lífefnafræði, stöðluð
greiningarpróf, persónuleikarannsóknir,
hæfileikamat og fleira. Með réttri notkun
nútíma geðlyfja, meðal annars við geðrofi
(psychosis) og þunglyndi, er unnt að draga
úr eða eyða einkennum. Nútíma meðferð
hefur meðal annars leitt til breytinga á
tilefnum til innlagna og stytt dvöl þeirra,
sem þurftu á innlögn að halda (1). í kjölfar
bættrar lyfjameðferðar hafa aðrir þættir
meðferðar eflst. Má þar nefna ýmsar tegundir
samtalsmeðferðar, félagslega meðferð
og markvissari endurhæfingu. Viðbrögð
Frá geödeild Landspítala. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Brjánn A.
Bjarnason.
í þjóðfélaginu gagnvart geðsjúkum eru
almennt jákvæðari og því hafa skapast betri
möguleikar á að ná góðum árangri.
í rannsókninni er með geðdeildum Ríkisspítala
átt við Kleppsspítalann og geðdeild
Landspítalans.
»Gamli-Kleppur« tók til starfa árið 1907,
»Nýi-Kleppur« árið 1929 og viðbygging
(norðurálma) á Kleppsspítalalóð árið
1951. Árið 1979 hófst rekstur geðdeildar
Landspítalans í nýju húsi á Landspítalalóð
og var hún ásamt Kleppsspítala sameinuð
Landspítalanum (2). Skipulögð starfsemi
göngudeilda hófst árið 1964. Um líkt
leyti var farið að huga að aðstöðu á
höfuðborgarsvæðinu fyrir sjúklinga, er
þurftu á framhaldsmeðferð að halda.
Alls eru nú átta slíkar deildir á vegum
geðdeildarinnar. Auk geðdeildar Landspítala
eru nú starfræktar geðdeildir á Borgarspítala
og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Efniviður var sóttur í spjaldskrá geðdeilda
Ríkisspítala og upplýsin^ar fengnar frá
tölvudeild Rfkisspítala. I spjaldskrána hafa
verið færðar allar innlagnir á geðdeildimar frá
upphafi, eða frá árinu 1907, nema innlagnir
á áfengisdeildina að Gunnarsholti og deild
fyrir langdvalarsjúklinga er dvöldu um tíma á
Stykkishólmsspítala.
* Rannsóknin náði til allra innlagna fimmta
hvert ár frá árinu 1909 til 1984.
* Með fyrstu innlögn er átt við fyrstu innlögn
sjúklings á geðdeildir Ríkisspítala, jafnt á
skráðum árum sem öðrum.
* Með endurinnlögn er átt við innlögn
sjúklings, sem hefur einhvem tíma áður legið
á geðdeildunum, hvort sem var á skráðu ári
eða ekki.