Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1992, Síða 57

Læknablaðið - 15.08.1992, Síða 57
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 263-6 265 læknum sjúkdóma í dag, sem voru ólæknandi fyrir nokkrum árum síðan og fyrir vikið hefur almenningur mikla trú á »lausnum« heilbrigðiskerfisins. En við höfum fjarlægst dauðann, sem er þó óhjákvæmilegur hluti af lífi hverrar manneskju og verður ekki umflúinn. Dauðinn getur ekki flokkast undir mistök, en ótímabær dauði getur hins vegar verið það. Hvað er þá liœgt að gera fyrir fólk, sem stendur frammi fyrir ótímabœrum skyndidauða? Heilbrigðisstarfsfólki getur fundist, að það hafi gert allt fyrir sjúklinginn, sem í þeirra valdi stóð, en það ekki verið nóg því eitt vantar oft: Það er að gefa sér tíma til að votta hluttekningu sína í faglegri nánd; að gefa sér tíma til að hlusta á spumingar aðstandenda, þótt engin svör liggi á borðinu; að halda í hönd þeirra á meðan tárin renna; að meðtaka reiði þeirra án þess að flýja af hólmi. Þetta er eins mikilvægt og að starfsfólk komi saman eftir á til að ræða það, sem gerðist og ef matið er að þama hefði þurft að gera meira, þá að kalla til rétta aðila. SIÐAREGLUR Ég hefi þurft að hindra lögreglumann í því að yfirheyra aðstandendur, sem voru í losti vegna skyndiáfalls. Ég taldi ekki ástæðu til að hann færi inn til aðstandendanna með grunsemdir, sem augljóslega var ekki hægt að staðfesta nema með niðurstöðum krufningar. Og niðurstaða krufningar gaf ekki tilefni til frekari rannsóknar. En þær aðstæður hafa komið upp að mat og rannsókn á tilteknum aðstæðum innan stofnunar haíi borist til fjölmiðla og haft í för með sér mikla angist allra hlutaðeigandi. Þar virðist mér að gildi reglan: Að sekt sé sönnuð við það að rannsókn fari fram á meintu misferli. Hvernig er þá hœgt að vinna gegn slíku? Mér virðist, að nákvæm vinna með siðareglur sé þar mikilvægust og vissulega virðast þau mál í nokkuð góðum farvegi, alla vega formlega. Hitt er aftur annað mál og sérstaklega umhugsunarvert, hvort stuðlað sé að uppeldi samkvæmt siðareglum í námi og síðan með virkri umræðu innan starfsstétta. Mér virðist sérstaklega mikilvægt, að starfsstéttir í heilbrigðiskerfinu skilgreini gagnkvæm réttindi og skyldur að því er veit að samstarfsfólki og skjólstæðingum. Ég er ekki eins upptekinn af setningu laga, sem kveði á um þungar refsingar, þvf mér vitanlega hafa refsingar í sjálfum sér ekki komið í veg fyrir »glœpi«, þótt einhverjir kunni að hugsa sinn gang andspænis refsivendi laganna. ÞAÐ BESTA - ÞAÐ VERSTA Ég nefndi að heilbrigðisstarfsfólk geti staðið frammi fyrir tveimur slæmum kostum og þurfi þá að velja þann skárri. Vissulega eru skyndiáföll í eðli sínu það versta, sem manneskjan getur ímyndað sér að komi fyrir og því má ekki gleyma, að boðberar slæmra tíðinda fyrr á öldum voru líflátnir. Það segir dálítið um þau viðbrögð sem við getum búist við frá aðstandendum við þessar aðstæður. Ég tek þannig oft við reiðinni út í Guð, enda er ég af sumum talinn fulltrúi Guðs við þessar aðstæður. En ég finn þá hins vegar enga knýjandi þörf fyrir að verja Guð. Ég hugsa oft um kerlinguna, sem er hluti af okkar þjóðararfi, sem steytti hnefann til himins og sagði: »Þú nýtur þess, Guð, að ég nœ ekki til þín« og trúarlega finnst mér ekkert athugavert við slík viðbrögð. Sagði ekki Kristur á krossinum: »Guð minn, Guð minn, hví hefurðu yfirgefið mig?« En fleira kemur til. Þegar andlát er tilkynnt eftir óhapp, þá þarf að meta hvaða upplýsingar eigi að koma fram í þeirri tilkynningu og hver eigi að koma þeim upplýsingum til skila. Þetta er ekki alltaf augljóst mál. Og ég held, að það sé orðið tímabært, að um þetta fari fram umræða á sjúkradeildum af hálfu allra stétta. Hvað á að gera til dæmis ef aðstandandi, sem kennir lækni um dauða ástvinar síns, vill ganga í skrokk á honum? Getum við þurft að tryggja öryggi eins eða fleiri hlutaðeigandi? Vissulega er það mögulegt. Hvem á þá að kalla til og hvers vegna? En fyrir utan allt þetta er líka spumingin um þá fylgd, sem aðstandendur fá, eftir að heim er komið. Oft er ntín fylgd sú eina sem heilbrigðiskerfið býður upp á. Og ég get einungis fylgt fáum. Hvað segir þessi staðreynd syrgjendunum um umhyggju okkar og stuðning. En ég veit líka, að margt fólk

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.