Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1992, Qupperneq 58

Læknablaðið - 15.08.1992, Qupperneq 58
266 LÆKNABLAÐIÐ í heilbrigðiskerfinu sinnir slíkum stuðningi án þess að fá greitt fyrir hann, bara af því að það finnur þörfina. Hvað segir það um stefnumótun á æðstu stöðurn, um skilning og umhyggju? Hvað mætti bæta þar? LOKAORÐ Ég hef í þessum orðum mfnum farið nokkuð vítt um völl. Ég ítreka, að mér er ætlaður staður við hlið þeirra, sem búa við afleiðingar áfalla og óhappa, hvort sem um er að ræða sjúklinga, aðstandendur þeirra eða starfsfólk. En ég stend líka stundum frammi fyrir tveimur slæmum kostum og verð að velja þann skárri. Þetta er eðli málsins samkvæmt og ef ég setti mig í þá stöðu að velja ekki, þá yrði það versti kosturinn. En löggjafinn verður líka að gera sitt. Ekki með því að setja lög í sltkum smáatriðum, að miskunnsemi og líkn geti ekki mótað störf heilbrigðisstétta. Heldur á þann hátt, að fólk báðum megin við borðið fái að njóta sannmælis. Að lokum vil ég tjá þá von mína, að umræða um þau óhöpp, sem átt hafa sér stað innan heilbrigðiskerfisins, verði til að bæta heilbrigðisþjónustuna. Fortíðinni er ekki hægt að breyta þar er einungis hægt að leitast við að græða sárin. En okkar tœkifœri til stefnumótunar er núna. Erindi flutt á fundi Félags um heilbrigðislöggjöf um óvænt tilvik í heilbrigðisþjónustunni í Odda, húsi heimspekideildar Háskóla íslands, 30. mars 1992.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.