Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 6
396
LÆKNABLAÐIÐ
Tafla I. Magakrabbamein í íslendingum 1955-1984. Fjöldatölur eftir kynjum í þremur tíu ára tímabilum.
1955-1964 1965-1974 1975-1984 1955-1984
Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur
Krabbameinsskrá...................... 586 305 456 238 396 223 1437 766
Vefjarannsóknir...................... 409 183 384 186 377 206 1170 575
Skurðaðgeröir........................ 252 87 235 115 233 112 720 314
Flokkun Laurén ...................... 247 86 231 113 232 109 710 308
úr 85,8/100.000 árið 1955 í 27,8/100.000
árið 1984 og samsvarandi tölur hjá konum
voru 32,9 og 12,5 (6). Niðurstöður rannsókna
erlendis hafa sýnt að þessa breytingu á
nýgengi megi helst rekja til fækkunar
annarrar af tveimur meingerðum æxlisins
(7-9). Þær meingerðir eru skilgreindar
samkvæmt þeirri meinafræðilegu flokkun
magakrabbameina sem mest hefur verið notuð
í faraldsfræðilegum rannsóknum og kennd er
við upphafsmann sinn, Finnann Pekka Laurén
(10).
Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands
hefur verið starfrækt frá og með árinu
1954 og er talið að frá 1955 nái skráin yfir
öll þekkt krabbamein meðal íslendinga.
Á rannsóknartímabili okkar, 1955-1984,
voru flestar vefjarannsóknir skurðsýna á
landinu gerðar á Rannsóknastofu Háskólans
í meinafræði. Urvinnsla gagna frá þessum
stofnunum þótti því líkleg til að gefa
verðmætar upplýsingar um faraldsfræði
magakrabbameins og meingerðir þess.
Aðgangur að slíkum efniviði frá heilli þjóð er
tæpast mögulegur annars staðar í heiminum og
ætti hann að geta gefið vísbendingar um þær
breytingar sem hafa verið að gerast hjá öðrum
þjóðum með hátt nýgengi magakrabbameins.
Niðurstöður nýlega birtrar rannsóknar
á vefjasýnum úr magakrabbameinum í
íslendingum á tímabilinu 1955-1984 án tillits
til uppruna sýnanna, það er skurðaðgerða,
magaspeglana og krufninga, benda til
þess að fækkun magakrabbameina á
undanfömum áratugum sé aðallega vegna
fækkunar garnafrumukrabbameina (carcinoma
intestinale) og að litlu leyti vegna fækkunar
dreifkrabbameina (carcinoma diffusum) og því
í samræmi við erlendar niðurstöður (11).
Tilgangur rannsóknar okkar sem hér er birt
var að nýta þann efnivið sem áreiðanlegastar
upplýsingar gefur, þ.e. maga tekna með
skurðaðgerð til þess að kanna meingerð
og staðsetningu magakrabbameina og
hvort samband væri milli meingerða og
staðsetninga, og síðan hvort það samband
hefði breyst á tímabilinu 1955-1984. Einnig
átti að kanna hvort aldur, tímabil, kyn,
staðsetning æxlis í maga og meingerð æxlis
hefðu forspárgildi um afdrif sjúklinga.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Sá efniviður sem gefur áreiðanlegastar
upplýsingar um meinafræði magakrabbameins
eru magar teknir með skurðaðgerð og því
var rannsóknin einskorðuð við þá tegund
vefjasýna. Þar með var komist hjá erfiðleikum
og óvissu með greiningu vegna mögulegra
rotnunarbreytinga í vefjasýnum úr krufningum
og vegna lítilla vefjasýna úr magaslímhúð
sem tekin voru við magaspeglun og gefa
ekki eins áreiðanlega mynd af meingerð (12).
Með skurðaðgerð og brottnámi hluta eða alls
magans er auk þess auðveldara að gera sér
grein fyrir staðsetningu æxlisins.
Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands
geymir upplýsingar um 1437 karla og 766
konur sem greindust með illkynja æxli
í maga á tímabilinu 1955-1984 (tafla I).
Vefjafræðilegar greiningar eru til fyrir 1170
karla og 575 konur. Af þeim gengust 720
karlar (61,6%) og 314 konur (54,6%) undir
skurðaðgerð með brottnámi magans vegna
sjúkdómsins eða 1034 alls (59,3%). Við
gátum flokkað samkvæmt meingerð æxli
hjá 710 körlum (98,6%) og 308 konum
(98,1%) eða 1018 alls (98,5%). Þau sextán
æxli setn felld voru út tilheyrðu annað hvort
illkynja æxlum án þekjuuppruna (lymfoma,
leiomyosarcoma, carcinoid, melanoma) eða
vefjarannsóknarbeiðnir og svör við þeint
fundust ekki.
Tveir höfunda þessarar greinar (LJ, JH)
endurskoðuðu með tvöfaldri smásjá öll
vefjasýni sem féllu undir skilgreiningu á
rannsóknarefniviðnum og flokkuðu þau
samkvæmt flokkun Laurén eins og hún er
skilgreind af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni
(13).