Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 34
424 LÆKNABLAÐIÐ tveimur deildum, sem hafa sjúklinga til afeitrunar, og einni deild þar sem lengri meðferð fer fram. Fyrir valinu urðu deild 33A, sem er afeitrunardeild geðdeildar Landspítalans með 15 rúm, deild 16 á Vífilsstöðum, sem er eftirmeðferðardeild geðdeildar'Landspítalans fyrir áfengis- og aðra vímuefnasjúklinga með 15 rúm og Sjúkrastöð SAA að Vogi, sem er afeitrunardeild og tekur sjúklinga til skemmri meðferðar, með 60 rúm. Allir sjúklingar sem komu á deild 33A og voru lengur en í fjóra daga á deildinni og allir sjúklingar sem komu á deild 16 og voru að minnsta kosti í eina viku voru valdir til þátttöku í rannsókninni. Ennfremur var talað við sjúklinga, sem komu á Sjúkrastöð SAA, valda eftir slembitölu, þannig að allir þeir sem þangað komu höfðu jafnar líkur til að lenda í úrtakinu. Reyndist það vera um sjötti hver sjúklingur sem þar lagðist inn. I upphafi viðtala við sjúklingana voru þeim kynnt áform rannsóknarinnar, þeir látnir svara almennum spumingum urn áfengisneyslu sína og jafnframt beðnir um leyfi til að skrá þá í áframhaldandi rannsóknir til þess að meta árangur af meðferð. Að þessu loknu var íslensk þýðing (9) DlS-geðgreiningarviðtals (10) lögð fyrir með hjálp tölvu (11), þannig að sérhver spurning birtist á tölvuskjá og er henni svarað þar. Upphaf þessa viðtals er þó ekki tölvutækt en það er íslensk þýðing svokallaðs MMSE-prófs sem er einfalt staðlað próf til mats á glöpum (12). Ef sjúklingamir fengu færri en 18 stig var ekki talið rétt að leggja fyrir þá aðra hluta geðgreiningarviðtalsins og var viðtalinu þar með lokið. Ef sjúklingurinn var stirðlæs, voru spumingamar lesnar fyrir hann, annars sá hann um að svara tölvunni sjálfur. Með þessu viðtali er greint hvort fólk hafi eða hafi haft geðtruflun samkvæmt skilmerkjum bandaríska greiningarkerfisins DSM-III (13). Hægt er að greina hvort truflun hafi verið síðustu vikur eða mánuði eða einhvem tíma fyrr á ævinni, lífsalgengi (lifetime prevalence) (11). í þessari grein verður eingöngu fjallað um lífsalgengi. Viðtölin voru tekin undir urnsjón tveggja sálfræðinga með BA-próf í sálarfræði að fengnu samþykki lækna viðkomandi sjúklinga, sem mátu hvort sjúklingurinn gæti tekið viðtalið þann daginn. Ef ekki, var því frestað þangað til hann var talinn í betra jafnvægi og ekki eins bráðveikur. Ekki var rætt við sjúklinga meðan þeir vom undir áhrifum og reynt var að miða við að sjúklingar hefðu fótaferð og fráhvarfsmeðferð væri að mestu lokið. Viðtölin fóru fram á tímabilinu frá desember 1991 til september 1992. I upphafi var stefnt að 120 viðölum á hverri deild. I úrvinnslu var litið á flokka geðgreininga en síðar verður greint frá einstökum greiningum. Fjallað er um misnotkun og fíkn sem eina greiningu. Við samanburð á meðaltölum var byggt á Anova og við samburð á tíðnitölum var byggt á kí-kvaðrati. Við útreikning á fylgni var beitt línulegri aðfallsgreiningu. NIÐURSTÖÐUR Af 368 sjúklingum, sem leitað var til, luku 121 viðtölum á Vogi, 119 á deild 16 og 112 sjúklingar á deild 33A. Það voru því alls 16 einstaklingar eða rúm 4% sem vildu ekki taka þátt í geðgreiningarviðtalinu og verður ekki frekar fjallað um þá einstaklinga. Eins og kemur fram í töflu I eru sjúklingar áberandi elstir á deild 33A en yngstir á Sjúkrastöð SAA að Vogi. Hlutfallslega fiestar konur eru í hópnum á deild 16, en færri á deild 33A og Vogi. Meðalaldur er 46 ár á 33A, 42 ár á Vífilsstöðum og 37 ár á Vogi (p=0,0001). Á töflu II kemur fram að nær allir sjúklingamir greinast með áfengismisnotkun eða fíkn, en rétt um þriðjungur hefur einnig sögu um misnotkun annarra ávana- og fíkniefna. Tveir þriðju hafa einvörðungu notað áfengi en aldrei önnur ávana- eða fíkniefni. Mjög fáir sjúklinganna, innan við 2%, hafa misnotað önnur ávana- og fíkniefni án þess að hafa sögu um áfengismisnotkun. Fjórtán sjúklingar fá ekki vímuefnagreiningu. Af þessum 14 eru fimni sjúklingar með það alvarleg glöp, að þeir voru ófærir um að svara frekari spumingum í viðtalinu, allir á deild 33A á Landspítalanum. Athugun á sjúkraskrám þeirra leiddi í ljós mjög langa og mikla áfengissögu. Til viðbótar við þessa fimm sjúklinga var einn sjúklingur með veðmálafíkn eingöngu. Þannig voru aðeins átta sjúklingar, eða 2,3%, í hópnum þar sem ekki fékkst fram greining um misnotkun eða fíkn með DlS-viðtölum. Aðeins fjórðungur sjúklinganna hefur einvörðungu áfengis- og/eða fíkniefnagreiningu en ekki aðra geðgreiningu (tafla III). Þrátt fyrir að tvær af þessum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.