Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 42
432 LÆKNABLAÐIÐ notuð til að hafa áhrif á hegðun og tilfinningatruflanir, sérstaklega hjá bömum sem fá reiðisprengingar og missa stjóm á skapi sínu af minnsta tilefni. Rannsóknir frá árunum 1976, 1978 og 1979 hafa bent til að bæði skemmri og lengri notkun þessara lyfja getur haft áhrif á námsárangur og dregið úr vitsmunagetu bama, þannig að eindregið er mælt með að nota þessi lyf eingöngu þegar um krampaveiki er að ræða (1). Carbamazepinum (Tegretol) hefur þó meiri nýtingu, en það hefur verið notað jafnframt við tíðum skapgerðarsveiflum og þunglyndi og mígreni. Varðandi þennan lyfjahóp er mikilvægt að fylgjast með magni lyfsins í blóði og meta lyfjaskammt út frá því. Þrátt fyrir að heilalínurit sé óeðlilegt er það eitt ekki talin nægjanleg ástæða fyrir lyfjagjöf gegn krömpum. Kvíðastillandi og róandi lyf: Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum þessara lyfja á böm. Róandi lyfjum má aðallega skipta í þrjá hópa: 1) Lyf sem hafa róandi áhrif á miðtaugakerfi. 2) Lyf sem hafa róandi áhrif á sérstök svæði miðtaugakerfis. 3) Lyf sem hafa anti-kolinergísk áhrif. 1) í fyrsta hópnum eru lyf sem hafa yfirleitt sljóvgandi áhrif á miðtaugakerfið eins og til dæmis barbítúröt. Allar líkur eru á að þessi lyf/efni stuðli að því að böm og unglingar sem nota þau verði meira trufluð og rugluð en þau voru fyrir (15). 2) Ekki er fyllilega ljóst hvemig þau lyf sem hafa letjandi áhrif á miðtaugakerfið verka, en álitið er að til séu sérstakir móttökuhvatar (reseptorar) í miðtaugakerfi sem þessi lyf hafi áhrif á. Aðalverkun þessara lyfja eru kvíðastillandi áhrif hjá fullorðnum. Þau hafa vanalega lítil eituráhrif en eru sjaldan áhrifarík til að draga úr kvíða hjá bömum. Auk þess geta þau valdið ýmsum hliðarverkunum eins og til dæmis truflað einbeitingu og skapað óróleika. 3) Svokölluð anti-kolinergísk lyf eru vanalega notuð fyrir börn yngri en fimm ára til að róa þau. Vanalega er um að ræða litla skammta, oft vegna svefnerfiðleika barna og eitt af algengustu lyfjunum í þessum hópi er Promethazinum (Phenergan) sem er einna oftast í notkun hjá bama- og heimilislæknum. Lithium Citras, sem er náttúrulegt salt, hefur verið notað í vaxandi mæli undanfarin ár, sérstaklega fyrir unglinga sem hafa persónuleikavandamál og eru sveifiukenndir í skapi og fá tíð reiðiköst (17-20). Lithium hefur verið notað við þunglyndissveiflusjúkdómi hjá fullorðnum og unglingum og hefur sérstakelga verið notað til að fyrirbyggja geðsveiflur þar sem depurð skiptist á við ofvirkni. Lyfjaskammtur er aukinn smátt og smátt og reglulega er mælt Lithiummagn í blóði til að stilla skammta eftir niðurstöðum mælinga. Meðallyfjaskammtur er 1000 mg/dag (900-1200 mg/dag) í tveimur til þremur skömmtum. Æskileg meðferðaráhrif í lækningaskyni fást ef Lithiumþéttni í blóði er 0,6-0,1 meq/L (19). Við ákvörðun geðlyfjagjafar fyrir böm og unglinga er mikilvægt að geðlyfjagjöf tengist réttri sjúkdómsgreiningu og að lyfjameðferð sé metin samhliða öðrum meðferðaraðferðum sem koma til greina, eins og til dæmis sállækningameðferð, hópmeðferð, atferlismeðferð, fjölskyldumeðferð eða sjúkrahúsinnlögn. Gagnlegt er jafnframt meðan á lyfjagjöf stendur að nota svokallaða matsskala fyrir og eftir lyfjagjöf til að meta nánar árangur lyfjagjafar (1,15). Þegar þessir skalar eru notaðir er nauðsynlegt að þeir séu notaðir af kennara, foreldrum og lækni eða þeim sem annast bamið og á sem flestum stöðum þar sem bamið er, því böm og unglingar geta haft mismunandi einkenni eftir mismunandi kringumstæðum og aðstæðum. Vanalega er gagnlegt að nota þessa skala í stuttan tíma, til dæmis tvisvar sinnum á dag í viku eða þrjá daga og endurmeta síðan ástandið aftur eftir einn eða þrjá mánuði og síðan þegar lyfjagjöf lýkur. HEIMILDIR 1. Magda Campbell, Spencer EK. Psychopharmacology in Child and Adolescent Psychiatry: A Review of the past five years. J Am Acad Child Psychiatry 1988; 27(3); 269-79. 2. Rapoport JL, Buchsbaum MS, Zahn TP, et al. Dextroamphetamine: Cognitive and behavioral effects in normal prepubertal boys. Science 1978; 199; 560- 3. 3. Mattes J, Gittelman R. Growth of hyperactive children on maintenance methylphenidate. Arch Gen Psychiatry 1983; 40: 317-21. 4. Sprague RL, Sleator EK. Methylphenidate in hyperkinetic children: Diferences in dose effects on leaming and social behavior. Science 1977; 198: 1274-6. 5. Sprague RL, Christensen DE, Werry JS. Experimental psychology and stimulant drugs. In: Conners CK,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.