Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 46
436 LÆKNABLAÐIÐ á landi árið 1848 og nefndist heilbrigðis- og sóttvamarhaldsnefnd. Henni var komið á fót að undirlagi Rosenöm stiftamtmanns (4). Almenn skipan þeirra mála komst þó ekki á fyrr en árið 1902 með lögum um heilbrigðisnefndir og heilbrigðissamþykktir sveitarfélaga. Landlæknisembættið var fyrsta embættið og allir héraðslæknar sem skipaðir voru til ársins 1974 voru embættislæknar að aðalstarfi, þótt lækningar væru tímafrekasta verkefnið hjá öðrum en þeim sem sátu í stærstu kaupstöðunum. Það hefur aftur á móti lengi verið sá munur á íslenskum embættislæknum og breskum, að hinir fyrrnefndu hafa ekki, að fráskildum fáeinum undantekningum, haft »the securíty of special qualifications«, svo notuð séu orð Chadwick (3). Það er einmitt tilefni þessara skrifa. HLUTVERK HEILBRIGÐISFRÆÐINNAR Heilbrigðisfræðin hafði frá upphafi það hlutverk að fást við að bæta heilsufar eftir annarri leið en hinni hefðbundnu persónulegu læknismeðferð í framhaldi af kvörtun sjúklings. Greinin byggir á aðgerðum sem taka til hópa og beinast að því að fjarlægja sjúkdómsorsakir eða breyta lífsháttum og hegðun. Það var einn helsti tilgangur bresku heilbrigðislaganna, að gát yrði höfð á heilsufari íbúanna og ráðstafanir gerðar til að vemda það og efla, eftir því sem þekking og fjárhagur hins opinbera dygði til. Það er fróðlegt sögulegt atriði að þetta komst inn í erindisbréf íslenskra héraðslækna árið 1824, en þar segir: »Héraðslœknum ber að hafa gát á öllu, sem getur eflt og aukið heilbrigði héraðsbúa« (5). Hér á landi fólst gát á heilbrigði íbúanna m.a. í gerð heilbrigðisskýrslna en þær eru heilbrigðisfræðilegur joumal læknishéraðs. 1 sama erindisbréfi var héraðslæknum falin gerð slfkra skýrslna. KENNSLA í BRETLANDI Með starfi því, sem sett var á fót fyrir lækna eftir tillögum Edwin Chadwick, komu ný viðfangsefni læknisfræðinnar sem voru ekki á lækningasviði. Sérnám lækna byggðist á áframhaldandi skólanámi og hófst kennsla í greininni fyrst við Trinity Collage í Dublin árið 1870 (3). Á næstu árum hófst kennsla í greininni við flesta aðra læknaskóla í Bretlandi. Það er talið að sá meðal lækna, sem mestan þáttinn átti í að fá heilbrigðisfræðina viðurkennda sem sérgrein í læknisfræði, hafi verið Henry Wyldebome Rumsky. Þar hafði mest áhrif rit hans »Esseys on State Medicine«, sem kom út árið 1856. Acheson (6) telur, að um 1875 hafi þessi sérgrein verið búin að fá fulla viðurkenningu innan læknisfræðinnar í Bretlandi. Árið 1886 var starf sérfræðinga í heilbrigðisfræði sett undir eftirlit General Medical Council sem hefur með höndum eftirlit með starfi lækna í Bretlandi (6). Tveimur árum síðar hlaut greinin viðurkenningu breska þingsins þegar það mælti svo fyrir, að héraðslæknar í héruðum sem hefðu meira en 50 þúsund íbúa, skyldu vera sérfræðingar í heilbrigðisfræði (3). SÉRFRÆÐIVIÐURKENNING Þar sem heilbrigðisfræðin hefur lengst verið viðurkennd sem sérgrein, í Bretlandi, er sérfræðiviðurkenning byggð á prófum. Lengst af var sérfræðiprófið eingöngu bundið við háskólapróf, Diploma in Public Health, en eftir að sérstök deild var stofnuð við the Royal College of Physicians árið 1974 fólst sérfræðiviðurkenning í aðild að þeirri deild og þar er áfram gerð krafa um háskólapróf. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu deildarinnar er aðild að deildinni skilyrði fyrir sérfræðistöðum í Public Health Medicine í Bretlandi. Sérgreinin ásamt kröfunni um sérþekkingu lækna til áðurgreindra starfa breiddist fljótlega út til margra ríkja í breska samveldinu. Útgáfa fyrsta fræðilega tímaritsins í greininni, Journal of Public Health, hófst í London í október 1847 og þar birtist árið 1849 hin fræga grein Dr. John Snow, þar sem hann sýnir fram á tengsl skolpmengaðs drykkjarvatns og kólerufaraldurs í London. KENNSLA í BANDARÍKJUNUM I Bandaríkjunum var þróun heilbrigðisfræðinnar nokkrum áratugum á eftir því sem gerðist í Bretlandi. Það var ekki fyrr en skömmu fyrir 1920 að tekið var upp sémám lækna í heilbrigðisfræði og varð

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.