Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 419-22
419
Davíð O. Arnar, Ragnar Danielsen
GÁTTATIF OG BLÓÐÞYNNING
INNGANGUR
Sjúklingar með gáttatif (atrial fibrillation)
eru í aukinni áhættu á að fá heilablóðfall,
mismikið eftir því hvaða hjartasjúkdómur
er orsakavaldur. Gáttatif er algeng
hjartsláttartruflun og hafa erlendar rannsóknir
sýnt að það sé til staðar hjá 2-4% þeirra sem
eru komnir yfir sextugt (1). Islensk rannsókn
sýndi að tíðni gáttatifs í aldurshópum 32-
64 ára var 0,28% (2). Þeir sem hafa gáttatif
vegna lokusjúkdóms eftir gigtsótt eru í hvað
mestri hættu á að fá segarek frá hjarta. Hjá
þeim er áhættan um það bil sautjánföld
miðað við þá sem eru í reglulegum takti
(3) . Hjá sjúklingum með gáttatif sent ekki
tengist hjartalokusjúkdómi er hins vegar
allt að fimmfalt aukin áhætta á segareki
(4) og árleg hætta á segareki er á bilinu 3-
8% (5-7). Flestir telja að meðhöndla eigi
með blóðþynningarlyfjum þá sjúklinga sem
hafa gáttatif vegna lokusjúkdóms. Hins
vegar hefur talsverð óvissa ríkt um hvort
og hvemig meðhöndla eigi þá sem hafa
gáttatif án lokusjúkdóms. A undanfömum
árum hafa birst niðurstöður úr fjórum stórum
rannsóknum þar sem könnuð hafa verið áhrif
blóðþynningarlyfja til þess að
Frá lyflækningadeild Landspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti:
Ragnar Danielsen.
draga úr tíðni segareks hjá sjúklingum með
gáttatif án hjartalokusjúkdóms (5-8). Þrjár
þessara rannsókna hafa sýnt fram á marktæka
minnkun segareks hjá sjúklingum með gáttatif
(5-7)(sjá töflu), en þeirri fjórðu var hætt fyrr
en ráðgert var er þær niðurstöður urðu kunnar
(8).
NIÐURSTÖÐUR NÝJUSTU RANNSÓKNA
AFASAK (Atrie flimmer aspirin
antikoagulation) rannsóknin var dönsk og
náði til 1007 sjúklinga (5). Borin voru saman
áhrif háskammta- warfaríns, aspiríns (75
mg/dag) og lyfleysu til að hindra segarek hjá
sjúklingum með gáttatif. Sjúklingum var fylgt
eftir í 11 mánuði að meðaltali. Endapunktar
rannsóknarinnar voru heilablóðföll af völdum
segareks, tímabundið blóðþurrðaráfall í heila
(transient ischæmic attack) og segarek utan
miðtaugakerfis. Tíðni segareks reyndist
marktækt minni hjá warfarín hópnum heldur
en hjá þeim sem fengu aspirín eða lyfleysu.
Ekki var marktækur munur á milli aspirín og
lyfleysu hópanna. Lélegur árangur aspiríns
kann að skýrast af því að rúmlega helmingur
sjúklinganna í þessari rannsókn var með
hjartabilun. Þeim sjúklingum myndi gagnast
betur að vera á warfaríni. Of lágur skammtur
af aspiríni er ekki líkleg skýring (9).
Tafla. Rannsóknir á warfarín-blóðþynningu við gáttatif.
AFASAK SPAF BAATAF
Fjöldi sjúklinga 1007 1330 420
Meöalaldur (ár) 74 67 68
Meöaleftirlitstími (mánuöir) 11 16 26
PTT-hlutfall 1,5-2,0 1,3-1,8 1,2-1,5
INR-gildi 2,8-4,2 2,0-3,5 1,5-2,7
Áhættuminnkun á öllu segareki/heilaáföllum 64% 67% 86%
(p=0,046) (P=0,01) (p=0,0022)
Raunáhætta á segareki (lyfleysa/warfarín) 5,5/2,0% 7,4/2,3% 3,0/0,4%
Meiriháttar blæöingar (lyfleysa/warfarín) 0,0/0,3% 1,6/1,5% 0,4/0,9%
INR = International normalized ratio
PTT = Próþrombín tími