Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 437 háskólagráða á þessu sviði skilyrði til ýmissa starfa lækna (6). I Bandaríkjunum eru nú 24 háskólar þar sem heilbrigðisfræði er kennd til meistara- og doktorsgráðu. Margar stéttir aðrar en læknar leggja stund á þessa grein í Bandaríkjunum og er löng hefð fyrir því, gagnstætt því sem gerðist í Bretlandi. Til að byrja með var ekki útséð um hvort heilbrigðisfræðin hafnaði sem vísindagrein innan læknisfræðinnar í Bandaríkjunum. Einnig efaðist Chadwick um að óhætt væri að fá Iæknum þetta hlutverk í hendur vegna áhugaleysis þeirra á heilsuvernd og þróun heilsufarsmála (7). Fyrstu forvígismenn heilbrigðisfræðinnar í Bandaríkjunum voru ekki læknar. Þeirri þróun var nýlega lýst í grein í Journal of Public Health Medicine (6). A meginlandi Evrópu var heilbrigðisfræðin jafnvel enn fyrr á ferðinni en í engilsaxnesku löndunum og þá undir heitinu heilsufræði (hygiene). Þar átti læknisfræðin ótvírætt ríkastan þátt í þróun greinarinnar frá byrjun. Heilsufræðin var kennd læknisefnum í flestum læknaskólum fyrir aldamót. Fyrsta sérstaka prófessorsembættið í greininni var stofnað við læknaskólann í Miinchen árið 1865 (7). Heilsufræði var kennd við Oslóarháskóla allt frá árinu 1824, fyrst í tengslum við lyfjafræði og eiturefnafræði og síðar (1891) í tengslum við bakteríufræði. Sérstök kennslustaða komst á fót árið 1931. HEILBRIGÐISFRÆÐIN HÉR Á LANDI Hér á landi hófst kennsla í almennri heilbrigðisfræði eftir að gefin voru fyrirmæli um læknakennslu árið 1862 (1). Hún var því kennd læknaefnum áður en Læknaskólinn var stofnaður árið 1876. Prófessorsembætti í heilbrigðisfræði, líffæra- og lífeðlisfræði var stofnað við læknadeild Háskóla Islands við stofnun hans árið 1911. Sérstök kennslustaða í heilbrigðisfræði var stofnuð með lögum nr. 9, 24. janúar 1945. Fyrsti prófessorinn, Guðmundur Hannesson, var um áratuga skeið einn ötulasti hvatamaður um þær framfarir, sem væru til þess fallnar að bæta heilsufarið. Skrif Guðmundar um heilbrigðismál voru mikil að vöxtum og hann skrifaði um hvaðeina sem sneri að lífsháttum og lífemi manna og um framfarir til almenningsheilla í þjóðfélaginu. Guðmundur hafði mikil áhrif á nemendur sína og til hans má rekja ýmsar framfarir í heilsuvemdarmálum (8). Hann skipulagði það form heilbrigðisskýrslna héraðslækna sem var við lýði frá árinu 1927. Ekki er mér kunnugt um margt, sem Guðmundur ritaði af kennsluefni fyrir læknaefni. Ef til vill leit hann fremur á sig sem »practicus« í greininni heldur en fræðimann eða háskólakennara. Árið 1924 kom út rit sem nefndist Heilbrigðisstörf og Heilbrigqjsskýrslur - Nokkrar leiðheiningar (5). I ritinu, sem ætlað er læknum, er meðal annars kafli um læknisstörf í þágu heilbrigði. Varla er hægt að mæla skýrara máli um tilgang heilbrigðisfræðinnar og grundvöll hennar, heldur en þar er gert. Þar segir meðal annars uin heilbrigðiseftirlit lækna: »Allur almenningur mun líta svo á, að lœknum beri aðallega að starfa að því, að »lœkna« sjúka, og að það sé ekki til þess takandi, þó lœknir sé aðgerðalaus, þegar enginn »vitjar« lians til sjúklinga. Jafnvel lœknum hcettir til að líta eins á þetta. Pessi skoðun er röng og úrelt. E.t.v. eru lœkningar ennþá taldar aðalstaif lceknisins, en á hitt er þó lögð engu minni áltersla, að Itann efli heilbrigði almennings og verji hann öllum veikindum, að svo miklu leyti, sem unnt er. Allt bendir til þess, að smám saman verði þetta talin aðalskylda lœknis og aðalstaif, þó hitt verði eftir sem áður nauðsynlegt, þ.e. að lcekna sjúka eða lina þjáningar þeirra«. I bókinni Faraldsfrceði og heilsuvernd, sem kom út árið 1989, er vitnað til þessara orða og um þau segir höfundurinn, prófessor Hrafn Tulinius.: »Þessi tilvitnun sýnir, að sú hugsun er ekki ný, að heilsuvernd sé e.t.v. það þýðingarmesta í heilbrigðismálum. Heilbrigðisfrceði fjallar um heilsuvernd. Faraldsfrœði fjallar um orsakir sjúkdóma« (1). Þá segir meðal annars í riti prófessors Guðmundar um gerð heilbrigðisskýrslna: »Lœknum er trúað fyrir því, flestum framar, að vaka yfir heilbrigðishögum þjóðarinnar og starfa að því, að hver kynslóð fæðist og lifi svo hraust og heilbrigð á sál og líkama, sem frekast er unnt.«

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.