Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 16
406 LÆKNABLAÐIÐ en fannst ekki í annarri íslenskri rannsókn (22). Þetta er lág tíðni, en ætla má að hún sé hærri hjá sjúklingum með langvinna lungnasjúkdóma. Algengi M. catarrhalis í lungnasýkingum þessara sjúklinga er óþekkt hér á landi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni M. catarrhalis í hrákasýnum frá sjúklingum með langvinna lungnasjúkdóma og hve oft bakterían teldist orsök neðri loftvegasýkinga sömu sjúklinga. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Á tímabilinu 01.07.89-30.06.90 var farið yfir allar hrákaræktanir sjúklinga sem lögðust inn á lungnadeild Vífilsstaðaspítala. Á þeirri deild eru 37 sjúkrarúm sem flest eru notuð fyrir sjúklinga með langvinna lungnasjúkdóma. Sjúklingar sem lögðust inn á deildina vegna svefnrannsókna voru ekki teknir með. Rannsóknin var afturvirk fyrir tímabilið 01.07.89-30.04.90, en framvirk frá þeim tíma til 30.06.90. Niðurstöður allra hrákaræktana, sem fundust í sjúkraskýrslum sjúklinganna, svo og í skýrslum sýklafræðideildar Landspítalans, voru skoðaðar. Hrákasýnin voru rannsökuð á sýklafræðideild Landspítalans á eftirfarandi hátt: Þeim var sáð á blóð-, súkkulaði- og McConkey-agar, sem var komið fyrir í hitaskáp við 37°C í 18-24 klukkustundir og á blóðagarskál fyrir loftfirrðar aðstæður. Magn hverrar bakteríutegundar var metið gróft með tilliti til fjölda þyrpinga á skálunum (enginn vöxtur, lítill, nokkur eða mikill vöxtur) og greining örvera var með hefðbundnum hætti. Streptococcus pneumoniae, /3-hemólýtískir streptókokkar, Haemophilus influenzae og Pseudomons aeruginosa voru alltaf taldir mögulegir sýkingarvaldar, en M. catarrhalis, Staphylococcus aureus og kólílíkir stafir (coliform bacilli), aðeins ef þeir voru í hreingróðri eða hlutfallslega miklu magni miðað við eðlilegu örveruflóruna. Ræktunarsvarið var álitið jákvætt, ef um var að ræða talsverðan eða mikinn vöxt einhverrar þeirra baktería sem nefndar voru áður og það kom frá sjúklingi með hósta og purulent uppgang (með eða án hita, andþrengsla eða aukningu hvítra blóðkoma) og/eða íferð á röntgenmynd af lungum. Litið var á ræktunarsvarið sem neikvætt ef engin ofangreindra baktería ræktaðist eða ef bakteríuflóran var talin upprunnin í munnvatni (17-19) (það er að segja smásjárskoðun á Grams lituðu hrákasýninu sýndi mikið af flöguþekjufrumum). Til þess að fá sem best hrákasýni frá neðri loftvegum aðstoðaði vant starfsfólk sjúklingana við að ná sýnunum. Markmiðið var að taka hrákaprufur áður en meðferð með sýklalyfjum hæfist. Ástæðan fyrir sýnatöku var í langflestum tilfellum versnun á langvinnri lungnateppu (chronic obstructive lung disease) eða astma með auknum hósta og slímmyndun, 274 sýni (82%). Aðrar sjúkdómsgreiningar voru lungnabólga 36 sýni (11%), lungnakrabbamein átta sýni (2,4%), blóðhósti af óþekktum uppruna sjö sýni (2,1%), bronchiectasis tvö sýni, (0,6%), lungnaígerð eitt sýni (0,3%), sarcoidosis eitt sýni (0,3%), berklar eitt sýni (0,3%) og óþekkt fimm sýni (1,5%). Sjúklingur taldist vera nteð lungnabólgu ef klínísk einkenni bentu til þess og hann hafði dæmigerða íferð á röntgenmynd af lungum. Ekki var regla að taka blóðræktanir frá öllum sjúklingum grunuðum um lungnabólgu. NIÐURSTÖÐUR Á þeim 12 mánuðum sem rannsóknin tók til voru athuguð 335 hrákasýni frá 179 sjúklingum á lungnadeild Vífilsstaðaspítala. Þegar hrákasýnin voru tekin var viðkomandi sjúklingur á sýklalyfjameðferð í 66 skipti, ekki á sýklalyfjameðferð í 219 skipti, en upplýsingar voru óljósar í 58 skipti. í 149 tilfellum (44,5%) ræktuðust mögulegir sýkingarvaldar frá viðunandi hrákasýni, en frá 186 var ræktun neikvæð eða sýnið ófullnægjandi. Þeir sem voru á sýklalyfjum höfðu ekki oftar neikvæðar ræktanir en þeir sem voru ekki á sýklalyfjum (35 af 64 á móti 122 af 219, x2=0,16, p>0,5). í 35 tilfellum, þar sem um var að ræða jákvæðar ræktunamiðurstöður, reyndist vera um vöxt af fleiri en einni tegund baktería að ræða. Langalgengasta bakterían í hrákasýnunum reyndist vera Haemophilus influenzae, sem ræktaðist frá 52 af jákvæðu ræktununum 149 (35%). M. catarrhalis ræktaðist frá 37 (25%) og Streptococcus pneumoniae frá 32 (21,5%). Aðrar bakteríur voru mun sjaldgæfari meðal mögulegra sýkingarvalda (tafla I). Tveir stofnar S. pneumoniae reyndust vera penisillín

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.