Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 24
414 LÆKNABLAÐIÐ Gróblöðrur úr jarðvegi geta borist ofan í menn með menguðu vatni (7) og með illa þvegnum ávöxtum eða grænmeti. Kattaskítur mengar jarðveg, en skordýr og ormar geta borið gróblöðrur (1,8). Börn að leik í mold eða sandi geta einnig smitast á þennan hátt (6). Vefjablöðrusmit verður aðallega með hráu kjöti, en einnig með illa soðnu eða steiktu kjöti (8). Þessi smitleið er algeng í löndum þar sem mikið er borðað af hráu eða léttsteiktu kjöti, til dæmis í Frakklandi. Neysla ógerilsneyddrar mjólkur og hrárra eggja hefur einnig valdið smiti (8,9). Aðrar sjaldgæfari smitleiðir eru blóðgjafir, en bogfrymlar geta auðveldlega lifað í allt að fimmtíu daga í blóðbankablóði (1,10). Einnig getur ígræðsla líffæra valdið smiti. Þessu hefur verið lýst í sambandi við ígræðslu hjarta og nýrna (1,11). Hér er annaðhvort um beint smit að ræða frá sýktum líffærum eða endurvirkjun bogfrymla. Vinna á rannsóknarstofum með sýkt dýr, mengaðar nálar og önnur áhöld getur valdið smiti (12). Að lokum getur smit orðið um fylgju til fósturs. Móðir, sem fær áunna bogfrymlasótt á meðgöngu, smitar fóstur á þennan hátt. í hitabeltislöndum hafa 50-70% barna mótefni þegar dregur að unglingsárum. Þetta smit stendur í sambandi við leik bamanna í mold og sandi, þar sem þau eru í snertingu við kattaskít. Þessi smitleið er líklegast sjaldgæf hér á landi því tíðni mótefni hjá ungum íslenskum konum reyndist lág (3). A Vesturlöndum er fullorðinssmit hinsvegar algengara, það hefst á efri unglingsárum og fjöldi einstaklinga með mótefni gegn bogfrymlum eykst svo jafnt og þétt eftir því sem líður á æviskeiðið. Þetta smit er frekar tengt neyslu matvæla (6). Einkenni: Arið 1942 lýsti Sabin fyrstur fernunni sem einkennir meðfædda bogfrymlasótt, það er sjónhimnubólgu, vatnshöfði, krömpum og kölkunum í heila. Hann benti á að þessi einkenni gætu sést við fæðingu, en einnig vikum og jafnvel mánuðum síðar (13). Fósturskemmdir verða því alvarlegri þeim mun fyrr sem fóstur sýkist á meðgöngu (14). Hlutfall smitaðra fóstra er á hinn bóginn hærra hjá þeim mæðrum, sem sýkjast á síðasta þriðjungi meðgöngu, en hjá þeim sem sýkjast á fyrsta þriðjungi (65% á móti 25%) (1,8). Mótefni, sem myndast við frumsýkingu, veita vörn gegn fóstursýkingum síðar (14). Tíðni meðfæddrar bogfrymlasóttar er því tengd algengi sjúkdómsins meðal þungaðra kvenna (4). í París er fóstursýking algengust meðal innflytjenda, sem hafa fáir bogfrymlamótefni, og taka upp siði innfæddra, að borða kjötið lítt eða ekkert eldað (6). Rannsóknir sýna að aðeins um 40% kvenna, sem sýkjast af bogfrymlasótt á nteðgöngu, fæða sýkt böm (14). Skýringin gæti verið sú, að þær mæður sem fæða ósýkt böm nái að framleiða mótefni það fljótt og í nægu magni til að eyða bogfrymlum úr blóði, áður en þeir sýkja fóstrið (2). Um það bil 70% bama með meðfædda bogfrymlasótt eru einkennalaus við fæðingu (1), 15% hafa svæsin einkenni (15). Algengustu einkenni meðfæddrar bogfrymlasóttar eru sjónhimnubólga, krampar og kalkanir í heila. Önnur einkenni eru gula, vatnshöfuð, hiti, lifrar- og miltisstækkun, stækkaðir eitlar, blóðleysi, uppköst, smátt höfuð (microcephalus), niðurgangur, ský fyrir auga, blæðingar, lækkun líkamshita (hypothermia), útbrot og lungnabólga (15). Bogfrymlasýking getur einnig valdið fyrirburafæðingu, fósturláti eða fæðingu andvana bams (1,2,14). Kalkanir í heila finnast í 10-15% allra bama með meðfædda bogfrymlasótt. Hins vegar sjást þær í 30-65% barna sem fæðast með sjúkdómseinkenni. Kalkanirnar eru óreglulega dreifðar um heilann, og hefur fjöldi þeirra og stærð tilhneigingu til að aukast með aldri. Sjónhimnubólga er að jafnaði báðum megin og oftast í sjónudíl (macula) (1,6). Stúlkurnar, sem kynntar eru, höfðu báðar merki sjónhimnubólgu. Sú fyrri hafði fyrirferðir aftarlega í báðum augum og var blind, en sú síðari hafði ör í öðrum sjónudíl. Báðar höfðu dreifðar kalkanir í heila. Önnur er með smátt höfuð og hin flogaveik. Greining: Greiningu er ekki hægt að byggja eingöngu á klínískum einkennum. því að aðrir sýklar, svo sem syphilis, rubella, cytomegaloveira og herpes (STORCH) geta valdið meðfæddum sýkingum með svipuðum einkennum. Mótefnamælingar

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.