Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 405-9 405 Hans Erlandsson", Karl G. Kristinsson21 MORAXELLA (BRANHAMELLA) CATARRHALIS OG ÖNDUNARFÆRASÝKINGAR í SJÚKLINGUM MEÐ LANGVINNA ÖNDUNARFÆRASJÚKDÓMA ÁGRIP MovaxeUa (Branhamella) catarrhalis er hluti eðlilegrar örverufióru efri loftvega mannsins. Komið hefur í ljós að hún getur valdið ýmsum sýkingum, einkum lungnabólgum hjá sjúklingum með langvinna lungnasjúkdóma, skúta- og eyrnabólgum. Ákveðið var að kanna tíðni bakteríunnar í hrákasýnunt frá sjúklingum með langvinna lungnasjúkdóma og hve oft hún teldist orsök neðri loftvegasýkinga hjá þeim. Rannsóknin var bæði afturvirk og framvirk og var farið yfir ræktanir og sjúkraskrár 179 sjúklinga á lungnadeild Vífilsstaðaspítala. Frá þessum sjúklingum voru tekin 335 hrákasýni til ræktunar og voru 149 þeirra jákvæð, þar af 37 (25%) nteð M. catarrhalis. M. catarrhalis var önnur algengasta orsök lungnabólgu hjá þessum sjúklingum, auk þess sem hún var algengari hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu en astmasjúklingum. Næstum 90% stofnanna mynduðu /3-laktamasa. M. catarrhalis er mikilvæg orsök lungnasýkinga hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu og flestir stofnanna mynda /3-laktamasa. INNGANGUR Moraxella (Branhamella) catarrhalis er Gram- neikvæður diplókokkur sem ekki er hægt að greina frá Neisseriaceae í smásjá, enda hét hún áður Neisseria catarrhalis. Þrátt fyrir að ekki sé langt síðan að bakterían var flutt í ættkvíslina Branhamella (1,2), hefur með betri rannsóknaraðferðum verið sýnt að bakterían er náskyld Moraxellum og hefur því verið flutt í aðra ættkvísl enn á ný og heitir nú Moraxella catarrhalis (3). Þessi baktería er Frá lungnadeild Vífilsstaöaspítala*' og sýklafræöideild Landspitalans-*. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Karl G. Kristinsson sýklafræöideild Landspitalans, 101 Reykjavík. hluti eðlilegrar örveruflóru efri loftveganna á sama hátt og flestar Neisseriaceae og var ekki talin til mögulegra sýkingarvalda fyrr en nýlega. Komið hefur í ljós, að þessi baktería getur valdið lungnabólgu hjá sjúklingum með langvinna lungnasjúkdóma (4-6) og er einnig algeng orsök skúta- og eymabólgu (7,8-10). Sennilega er ekki um að ræða nýjan sýkil og nýjan sjúkdóm, heldur greiningu og viðurkenningu á sjúkdómi sem hefur alltaf verið fyrir hendi. Jafnframt ofangreindum sýkingum hefur M. catarrhalis verið tengd fjölmörgum öðrum sýkingum, svo sem heilahimnubólgu (11), hjartaþelsbólgu (11,12), þvagrásarbólgu (13), augnslímubólgu (14), blóðeitrun hjá hvítblæðisjúklingum (11), liðasýkingum (15) og fleiri. Þessar sýkingar eru þó frekar sjaldgæfar, gagnstætt til dæmis efri loftvegasýkingum, en M. catarrhalis fannst í 2% skútabólgna í nýlegri rannsókn á Borgarspítalanum (8). Algengi M. catarrhalis í hrákasýnum sjúklinga er mjög mismunandi, 1,3-26% (5,16) og er hlutfall /3- laktamasamyndandi stofna, 40-91% (7,10). Oft er erfitt að ákvarða hvort baktería sent finnst í hráka er sýkingarvaldur eða ekki. Gæði sýnisins skipta þar mjög miklu máli, einkum þar sem algengustu sýkingarvaldar í lungnabólgu geta verið hluti eðlilegu efri loftvegaflórunnar (17-19). Þegar erfitt er að ákvarða sýkingarvaldinn vegna munnvatnsmengunar hrákasýna getur þurft að ná í betra sýni, til dæmis með barkaástungu (20). I flestum tilvikum byggist greining á sýkingarvaldi lungnabólgu þó á ræktunum á hrákasýnum, þar sem auðveldast er að taka slík sýni. M. catarrhalis var orsök 4,2% lungnabólgu utan sjúkrahúsa í nýlegri rannsókn sem gerð var á orsökum lungnabólgu á íslandi (21),

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.