Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 26
416 LÆKNABLAÐIÐ þó takmarkast við seinni hluta meðgöngu, þar sem lyfið getur valdið fósturskemmdum á fyrsta þriðjungi hennar (20). Aunnin sýking þarfnast venjulega ekki sértækrar meðferðar. Undantekning eru ónæmisbældir sjúklingar, en um þá gildir að meðhöndla sýkingu brátt. Ný lyf gegn bogfrymlasótt eru í deiglunni, til dæmis lýmfókín, nýir makrólíðar, ný fólínsýrumótlyf og lyf, er hafa áhrif á púrín-efnaskipti og efnaskipti orkukoma (mitochondria) (20). Sum þessara lyfja sýna verkun gegn bogfrymlum í hægfjölgunarforminu. Horfur: Þau 15% bama með veruleg einkenni við fæðingu verða yfirleitt fjölfötluð. Um 1- 2% allra bama með meðfædda bogfrymlasótt deyja (1). Flest böm með meðfædda bogfrymlasótt, sem fæðast einkennalaus, fá engu að síður sjónhimnubólgu eða ör á sjónhimnu síðar, jafnvel á unglingsaldri. Útbreiddar skemmdir geta valdið blindu (21,27). Önnur sjaldgæfari síðkomin einkenni frá miðtaugakerfi eru vangefni, seinkun hreyfiþroska, heymartap, krampar, vatnshöfuð og smátt höfuð (1,15). Forvarnaraðgerðir: Fræðslu á að beina til ófrískra kvenna sem ekki hafa hækkuð mótefni gegn bogfrymlum, svo og til ónæmisbældra sjúklinga sem ekki hafa sýkst áður (sjá töflu III). Þetta er skilvirkasta og ódýrasta leiðin til að hindra bogfrymlasótt. í þróun er bóluefni fyrir ketti. Erfitt getur þó reynst að bólusetja þá ketti, sérlega villiketti, sem helst þyrftu þess með. Lítil smithætta er talin af heimilisköttum sem nærast aðallega á soðnum mat (27,30). Nýleg kanadísk rannsókn sýndi nærri fimmfalt hærri tíðni mótefna hjá bömum úr sveit en í borg og var inótefnamyndun tengd kattareign í sveitinni en ekki í borginni (31). í Frakklandi og Austurríki er skimað fyrir bogfrymlamótefnum í öllum ófrískum konum. Þær sem ekki hafa hækkuð mótefni fá vandlega fræðslu um það, hvemig forðast skal smit, og blóðpmfa er endurtekin á 20. viku meðgöngu. Ef mótefni eru þá hækkuð er boðið upp á frekari rannsóknir til að staðfesta fóstursmit, og í framhaldi af því er ákvörðun tekin um meðferð eða fóstureyðingu (14,24). Tafla III. Fyrirbyggjandi aðgerðir • Kjöt skyldi hita upp fyrir 66° C, reykja, frysta niöur fyrir -20° C í 24 klst eða salta. • Ávexti og grænmeti ætti aö þvo fyrir neyslu. • Foröast skyldi aö snerta slímhimnur í munni eöa augum þegar hrátt kjöt, óþvegnir ávextir eöa grænmeti er meðhöndlaö. • Þvo skyldi hendur og eldhúsborð eftir snertingu viö þessi matvæli. • Foröast ber neyslu hrárra eggja. • Hindra skal aðgang skordýra aö matvælum. • Nota ber hanska viö garðyrkjustörf. • Þekja skal sandkassa þegar börn eru ekki aö leik. • Ófrískar konur skyldu foröast kattaskít og alls ekki þrífa undan köttum. • Halda ber heimilisköttum innan dyra og gefa þeim þurrkaðan, niöursoöinn eöa soðinn mat. Halda skyldi villiköttum frá heimilum og útihúsum (1,6,8,11,16,27-29). Frá síðustu áramótum hafa Norðmenn einnig hafið skimun bogfrymlamótefna í ófrískum konum (23). Mæður beggja stúlknanna, sem hér var rætt um, umgengust ketti á meðgöngu, önnur þeirra hálfvillta sveitaketti sem veiddu fugla og mýs sér til matar. Móðir seinni stúlkunnar borðaði einnig hrátt kjöt. Þetta eru því líklegar smitleiðir hjá stúlkunum tveimur. Mikið af kjöti, sérstaklega svína- og nautakjöt, sem hér er á markaði, er selt ferskt. Ekki er tryggt að allt frosið kjöt hafi verið fryst niður fyrir -20° C. Af þessum sökum ættu ófrískar konur að forðast hrátt eða léttsteikt íslenskt kjöt. Tíðni bogfrymlamótefna er lág hér á landi. Ofrískar konur geta því auðveldlega smitast á ferðalögum erlendis og þar ættu þær sérstaklega að varast ketti, blóðugar steikur og illa þvegið grænmeti. Enda þótt mörgum þyki gaman að umgangast ketti og gott að borða snöggsteikt kjöt, mætti á stundum minnast þess að hvort tveggja felur í sér hættu á bogfrymlasótt. SUMMARY Two girls with congenital toxoplasmosis are described. This is a rare disease in Iceland. The patients both had signs of chorioretinitis and cerebral calcifications and were treated

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.