Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 429-33 429 Helga Hannesdóttir GEÐLYFJAMEÐFERÐ BARNA OG UNGLINGA: Yfirlitsgrein SAGA Síðastliðin 30 ár hafa geðlyf verið notuð til að hafa áhrif á atferli og tilfinningalíf, bæði hjá bömum og fullorðnum. Geðlyf fyrir fullorðna hafa verið notuð í mun lengri tíma. I bama- og unglingageðlækningum er hlutverk bamageðlæknis að greina vandamál eftir sögu, skoðun og rannsóknamiðurstöðum. Síðan er reynt að meta hvaða meðferð hentar best eftir einkennum, þroska, greindarfari bams og fjölskylduaðstæðum. Jafnframt þarf að kanna hæfni sjúklings til þess að gangast undir, annað hvort sállækningameðferð eða lyfjameðferð. Við matið er mikilvægt að líta ekki fram hjá meginorsakavaldi að vandamálum eins og til dæmis lífefnafræðilegum eða lífeðlisfræðilegum afbrigðilegheitum. I bamageðlækningum er oft talað meira um óæskilega hegðun eða lélega aðlögunarhæfileika hjá bami vegna áhrifa umhverfis eða foreldra, þannig að rætur sjúkleikans liggja bæði hjá bömum, foreldrum og í umhverfinu. Algengt er því, að bömum og unglingum sé gefið lyf vegna atferliseinkenna þeirra. í flestöllum tilfellum nægir hinsvegar ekki einungis lyfjagjöf heldur verður jafnframt að beita annarri meðferð. Notkun geðlyfja fyrir böm og unglinga hefur takmarkast þó nokkuð við eirðarleysiseinkenni, alvarleg hegðunarvandamál, minni háttar heilaskaða (misþroskaeinkenni), þunglyndi og einhverfu eða geðklofaeinkenni og einnig vangefni (1). Notkun þríhringlaga geðdeyfðarlyfja fyrir böm og unglinga hefur verið talsverð á undanfömum árum í sambandi við rúmmigu (funktional enuresis) og einnig í sambandi við svefnörðugleika. Með meiri áherslu á rétta og nákvæma sjúkdómsgreiningu og nákvæmari flokkun sjúkdómseinkenna á undanfömum árum hafa geðlyf fyrir böm og unglinga hlotið aukna athygli. Aberandi er í læknisfræðitímaritum síðustu ára, að þar birtast í auknum mæli greinar um afbrigðilega lífefnafræði heilans, nákvæmar sjúkdómsgreiningar og geðlyfjagjöf bæði hvað varðar böm og fullorðna. Nýlega hefur auk þess verið lögð vaxandi áhersla á mismunandi hvata- (enzym) viðbrögð í heila sem stjórna efnaskiptum líkamans, sem enn fremur hefur haft áhrif á geðlyfjagjöf vegna afbrigðilegra einkenna. Æskilegt er að gefa bömum og unglingum ekki geðlyf strax í upphafi rannsóknar heldur að lokinni þriggja til fjögurra vikna læknisfræðilegri athugun (1). Jafnframt er æskilegt að geðlyfjagjöf fyrir böm og unglinga vari ekki lengur en í þrjá til sex mánuði, en að þeim tíma liðnum er talið æskilegt að hætta lyfjagjöf og endurmeta ástand sjúklings án lyfjagjafar um nokkurn tíma áður en frekari lyfjagjöf er ákveðin (1). Mikilvægt er að hafa nákvæmar upplýsingar um þyngd og aldur viðkomandi bams/unglings og miða skammtastærð við þyngd og skipta lyfjagjöfum upp í tvo til þrjá lyfjaskammta á dag að jafnaði en þetta getur þó verið mismunandi eftir lyfjaflokkum (1). Hafa ber hugfast að talsverður mismunur er á niðurbrotshraða flestra lyfja milli bama og fullorðinna og svörun getur því verið frábrugðin hjá bömum, þrátt fyrir að tekið sé tillit til skammtastærða. Einnig geta lyfjaáhrif verið öðruvísi hjá bömum en fullorðnum, nefna má sem dæmi áhrif örvandi lyfja, sem verka róandi á börn en örvandi á fullorðna. Við mat á ákvörðun um lyfjagjöf er nauðsynlegt að gera sér vel grein fyrir lengri tíma áhrifum þess sjúkdóms sem sjúklingur þjáist af og þarf að meðhöndla. Einnig hvaða áhætta er tekin með því að gefa bami eða unglingi geðlyf og hvaða áhætta er tekin ef geðlyf eru ekki notuð, sé vitað að geðlyfjagjöf beri árangur.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.