Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 401 æxla á samsettum svæðum lækkaði marktækt á rannsóknartímabilinu (P<0,001). Mynd 5 sýnir aldursstaðlað nýgengi fyrir konur úr töflu III. Nýgengi æxla í fjærhluta magans var hæst meðal svæðanna eins og hjá körlum og lækkaði á rannsóknartímabilinu (P=0,07). Breytingar nýgengis á öðrum svæðum voru ekki eins greinilegar og hjá körlum en þó má sjá svipaðar tilhneigingar, það er lækkun á samsettum svæðum og hækkun í nærhluta magans. Töflur IV og V sýna dreifingu meingerða eftir svæðum á þremur tíu ára tímabilum fyrir karla annars vegar og konur hins vegar. Samsett og óþekkt svæði voru tekin saman í einn hóp. Mesta athygli vekur að meðal karla voru aðeins fjögur af 58 æxlum (7%) í nærhluta magans dreifkrabbamein og að meðal kvenna voru engin slík æxli í nærhluta. Einnig er athyglisvert að aukningin sem varð á æxlum í nærhluta er öll tilkomin vegna gamafrumukrabbameina. Hjá konum (tafla V) er mest áberandi lækkandi tíðni gamafmmukrabbameina í fjærhluta magans og virðist hún aðallega valda þeirri heildarlækkun gamafrumukrabbameina sem sást án tillits til svæðaskiptingar (mynd 3). Tafla VI sýnir þær skýribreytur sem forspárgildi höfðu um afdrif sjúklinga. Ekki reyndist marktækur munur á dánartíðni karla og kvenna. Ekki var heldur munur á dánartíðni eftir staðsetningu æxla í fjærhluta magans, magabol eða með óþekkta staðsetningu en of fá æxli voru í magabotni til að afgerandi niðurstaða gæti fengist. Þessir flokkar voru því settir saman í viðmiðunarhóp og æxli í nærhluta annars vegar og æxli sein náðu yfir tvö eða fleiri svæði hins vegar borin saman við viðiniðunarhópinn. Ekki var marktækur munur á dánartíðni hvað varðaði meingerðimar gamafrumukrabbamein og krabbamein af óvissri meingerð og voru þær því settar saman í viðmiðunarhóp. Viðmiðunarhópar fá síðan dánartíðnihlutfall 1,00 og sýnir tafla VI hlutföll annarra hópa ásamt 95% vikmörkum þeirra. Hækkun dánartíðni með aldri reyndist 2,5% fyrir hvert aldursár sem er liðlega tvöföldun við 30 ára aldursmun, til dæmis frá fertugu til sjötugs. A sama hátt hefur dánartíðni lækkað um 1,6% á ári á rannsóknartímabilinu, eða um rúmlega þnðjung (37%) frá 1955 til 1984. Lifun (%) ---O---1975-84 Mynd 6. Lifun sjúklinga, karla og h’enna samtals, eftir skurðaðgerð vegna magakrabbameins árin 1955-1984. Hlutföll miðuð við árfrá greiningu. Æxli í nærhluta magans og æxli á samsettum svæðum voru banvænni en önnur (56% og 45% hvort um sig). Dreifkrabbamein vom lítillega hættulegri en önnur (20%). Mynd 6 sýnir lifun eftir skurðaðgerðir á þremur 10 ára tfmabilum. I samræmi við niðurstöður í töflu VI sýnir myndin að lífshorfur hafa batnað. Ennfremur sést að þessi bati er að mestu bundinn við tímabilið 1975-1984. Þannig var fimm ára lifun á fyrsta tímabilinu 18,3%, á öðru 18,9% og á þriðja 26,1%. Æxli á byrjunarstigi, það er bundin við slímhúð og slímhúðarbeð (submucosa), »early cancer«, voru tvö á fyrsta, sjö á öðm og 35 á þriðja tímabilinu. UMRÆÐA Lítið hefur verið vitað um meingerð magakrabbameins í íslendinguin þó að margir hafi fengist við rannsóknir á þessu æxli hérlendis. Athyglin hefur fram til þessa aðallega beinst annars vegar að orsökum æxlisins og þá fyrst og fremst fæðuþáttum og hins vegar að faraldsfræði þess. Níels Dungal stundaði auk þess dýratilraunir um nokkurt skeið. Tókst honum að framkalla illkynja æxli í rottum með því að ala þær á hangikjöti og reyktum silungi. Fæst æxlanna mynduðust þó í maga dýranna (15). Hátt nýgengi magakrabbameins á Norðurlöndum hefur verið talið standa

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.