Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 12
402 LÆKNABLAÐIÐ í sambandi við skort á fersku grænmeti og ávöxtum, en hvort tveggja er talið til vemdandi þátta gegn æxlismyndun (16). Lækkun nýgengis í söinu löndum á síðari árum er því talin geta verið tengd vaxandi neyslu þessara fæðutegunda. Breytingar á daglegri fæðu Islendinga hafa auk ofangreinds einnig komið fram í minnkandi neyslu á söltuðum og reyktum mat sem flestum öðrum fæðutegundum fremur hafa verið bendlaðar við aukna hættu á magakrabbameini (17). Lækkandi nýgengi magakrabbameina hjá þjóðum með hátt nýgengi hefur aðallega verið talið vera vegna lækkunar nýgengis gamafrumukrabbameina (7-9). Orsakir þeirrar gerðar æxla hafa verið settar í samband við umhverfisþætti og þá helst sérstakar fæðutegundir (17). Nýgengi dreifkrabbameina hefur minnkað minna en nýgengi gamafrumukrabbameina og orsakir þeirra hafa frekar verið tengdar fastbundnari þáttum, til dæmis erfðum og/eða enn óþekktum þáttum (3). Niðurstöður okkar af þessari rannsókn á mögum sem teknir hafa verið með skurðaðgerð verður að túlka með nokkurri varúð þar sem við gefum okkur að sama hlutfall sé milli meingerða hjá þeim sjúklingum og hjá hinum sem líka voru skráðir með magakrabbamein en lakari upplýsingar liggja fyrir um vefjagerð eða engin vefjarannsókn fór fram á. Við höfum nokkurn stuðning til að álíta að þetta megi þar sem niðurstöður rannsóknar á öllum fyrirliggjandi vefjasýnum úr magakrabbameinssjúklingum á tímabilinu (tafla I) benda til svipaðrar niðurstöðu (11). Ekki er sannað að orsakir garnafrumukrabbameina séu aðrar en dreifkrabbameina þótt gamafrumukrabbamein hafi verið yfirgnæfandi hjá þjóðum með hátt nýgengi. Hugsanlega er um að ræða mismunandi viðbrögð slímhúðar magans við sama áreiti. Athyglisvert er að hjá körlum á íslandi hefur dregið jafnt úr báðum æxlistegundum (mynd 2) og liggur því beinast við að telja að annaðhvort hafi dregið jafnt úr orsökum beggja æxlistegunda eða að um sömu orsök sé að ræða. Niðurstöður meðal kvenna sem sýna að eingöngu hefur dregið úr tíðni gamafrumukrabbameina má heimfæra upp á báða þessa möguleika. Annars vegar má túlka þær niðurstöður á þann hátt að orsakir séu mismunandi og að aðeins dragi úr þeim sem valda gamafrumukrabbameinum. Hins vegar má túlka niðurstöður á þann hátt að viðbrögð slfmhúðar við sama áreiti hjá konum séu að einhverju leyti önnur en hjá körlum. I því sambandi má benda á dæmi um verulegan mun milli kynja á tíðni krabbameina í öðrum líffærum meðal Islendinga, til dæmis í efri öndunarvegum og lungum (18,19). Sú skoðun að orsakir beggja meingerða gætu verið þær sömu kom nýlega fram í grein um rannsókn á Italíu þar sem áhætta vegna fæðuvals virtist ekki hafa haft áhrif á hvor tegund magakrabbameins myndaðist (20). Tíðni krabbameina í nærhluta magans (cardia) jókst hjá báðum kynjum og sérstaklega í körlum á síðasta rannsóknartímabili okkar (tafla III, myndir 4 og 5). Aukningin varð eingöngu vegna gamafrumukrabbameina (töflur IV og V). Æxli í nærhluta magans í konum á rannsóknartímabilinu voru eingöngu gamafrumukrabbamein og í körlum voru 58 af 62 æxlum gamafrumukrabbamein eða 93%. í niðurstöðum tveggja nýlegra erlendra faraldsfræðilegra rannsókna, í Bandaríkjunum annars vegar og Bretlandi hins vegar, var rætt um, að líklegt væri að krabbamein neðst í vélinda, í nærhluta magans og á mótum þessara líffæra ættu sér aðrar orsakir en krabbamein annars staðar í þessum tveimur líffærum, því aukning varð á þessu samsetta svæði á meðan lækkun varð á öðrum svæðum (21,22). Okkar niðurstöður benda til hins sama, að minnsta kosti hvað snertir nærhluta og fjærhluta magans. Virðist því sem áhrifaþættir til myndunar garnafrumukrabbameina í nærhluta vaxi á meðan þeir minnka á öðrum svæðum magans. Þrír helstu áhættuþættir sem tengjast magakrabbameini eru í dag taldir vera slímhúðarsýking og bólga vegna Helicobacter pylori, mikil saltneysla og of lítil neysla ferskra ávaxta og grænmetis (23-25). Helicobacter pylori er talin vera algeng orsök slímhúðarbólgu í maga og skeifugöm með eða án sármyndunar (26). Ekki er vitað hversu virk í myndun krabbameina sýking með þessari bakteríu er í Islendingum en útbreiðsla er mikil eins og komið hefur fram í rannsókn á fólki sem kom til magaspeglunar á

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.