Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 431 hjá bömum og unglingum, ef um er að ræða svefntruflanir á þriðja og fjórða stigi svefns sem leiða til martraða og svefngöngu (9). Ymis svefnlyf hafa einnig verið notuð hjá bömum tímabilsbundið vegna erfiðleika við að sofna, en atferlismeðferð gefur vanalega mun betri árangur þegar litið er til lengri tíma. Lyfjagjöf varir að jafnaði f þrjá til sex mánuði og ætti einungis að vera notuð samhliða sállækningameðferð og ráðgjöf (1). I tengslum við mat á þunglyndiseinkennum hjá bömum og unglingum hafa verið hannaðir allmargir viðmiðunarskalar á undanfömum árum og eru þeir flestir hver öðrum líkir (10,11). Vanlíðan er aðaleinkenni á þessum skölum en auk þess eru fjögur eða fimm önnur einkenni af átta mögulegum sem eru eftirfarandi: Lystarleysi, svefntruflanir, þreyta, úthaldsleysi, eirðarleysi, skortur á ánægju, mikil sektarkennd, einbeitingarerfiðleikar og sjálfsvígshugsanir eða hugleiðingar. Ef böm hafa haft áðumefnd fimm einkenni í lengri tíma en fjórar vikur er lyfjagjöf talin ráðleg, ásamt sállækningarviðtölum. Sterk geðlyf (neuroleptica): Fá börn sem nota sterk geðlyf em raunverulega geðveik eða psykótísk. Notagildi þessara lyfja í barnaeinhverfu hefur verið takmarkað en þó aðallega við ákveðin einkenni, meðal annars til þess að reyna að framkalla getu hjá bami eins og til dæmis tal sem er ekki til staðar án lyfja, en lyf geta haft áhrif á að örva bam til að tala (12). Sterk geðlyf geta haft áhrif á að gera óeðlilega hegðun eðlilega. Lyfjarannsakendur (1,12,13) álíta að frekari rannsóknir þurfi að framkvæma á sterkum geðlyfjum til þess að öllum spumingum sé svarað um notagildi þeirra og lengri tíma áhrif og aukaverkanir. Lyf úr þessum hópi hafa einkum verið notuð til að róa böm og draga úr kvíðaeinkennum. Stærsti hópur bama á stofnunum, sem eru á sterkum geðlyfjum, eru vangefin (1). Það lyf sem oftast er notað er Thioridazinum (Melleril) og er lyfjaskammtur að jafnaði 10-200 mg/dag. Melleril hefur jafnframt verið notað af bamalæknum til þess að róa komaböm og forskólaböm sem haldin eru almennum óróleika og svefntruflunum allt upp að fimm til sex ára aldri. I slíkum tilfellum er vanalega um skammtímalyfjagjafir að ræða, sem er þó umdeilt vegna hliðarverkana sterkra geðlyfja, það er að segja seinkomin hreyfitruflun (Tardive Dyskinesia). Notagildi sterkra geðlyfja er ótvírætt til dæmis við Tourette-sjúkdómi. Það er alvarlegur tauga- og kækjasjúkdómur hjá bömum, sem Haloperidol (Bútýrófenon-afbrigði) hefur einkum verið gefið við (13,14). Sterk geðlyf hafa sömuleiðis verið notuð í litlum skömmtum við eirðarleysiseinkennum hjá bömum, sérstaklega ef örvandi lyf verka ekki eða æskilegt þykir að hvfla böm á örvandi lyfjum eftir langvarandi notkun þeirra. Það lyf sem sérstaklega hefur verið notað er Haloperidol og er lyfjaskammtur að jafnaði 0,02 mg/kg/dag (13). Aður en böm em sett á sterk geðlyf er nauðsynlegt að framkvæma blóðrannsókn og kanna starfsemi lifrar fyrir lyíj'agjöf (15). Ahrif sterkra geðlyfja á vitsmunagetu bama er óljós, en sumir rannsakendur hafa talið að þau geti sljóvgað börn, sérstaklega í stórum skömmtum og jafnvel stuðlað að minniháttar minnistmflunum, tímabilsbundið meðan á lyfjagjöf stendur (1,12). Notkun sterkra geðlyfja á sjúkradeildum í bráðaatferliserfiðleikum er nokkuð almenn í flestum löndum, þótt böm séu ekki með alvarlegan geðsjúkdóm. Að vísu telja sumir það umdeilanlegt, þar sem æskilegra sé að róa böm með þjálfuðu starfsliði og hjúkrunaraðferðum, en sá mannafli er því miður ekki alltaf fyrir hendi á öllum stofnunum á öllum tímum. Þannig er oft gripið til þessara lyfjagjafa til að róa bömin og aðstoða starfsfólk á sjúkradeildum og eins til að vemda aðra sjúklinga á sjúkradeildum og hjálpa fjölskyldum þeirra til að auðvelda fjölskyldulíf og skólagöngu barnanna. Rannsóknir hafa sýnt, að börn sem koma frá erfiðum heimilisaðstæðum og eiga við alvarleg samskiptavandamál að stríða heima við foreldra og systkini, þurfa vanalega stærri lyfjaskammt en hin sem koma frá heilbrigðari heimilum og fjölskyldulífi þegar þau eru vistuð á stofnunum (13). Krampalyf: Þessi lyf em vanalega notuð til þess að koma í veg fyrir krampa eða flogaveiki og eru nánast eingöngu ráðlögð í slíkum tilfellum. í þessum lyfjahópi eru algengust Carbamazepinum (Tegretol), Phenytoinum (Phenytoin) og Phenobarbitalum (Phenemal). Aður fyrr voru þessi lyf

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.