Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 48
438 LÆKNABLAÐIÐ í heilbrigðisfræðinni eru heilbrigðisskýrslur eins og áður segir nokkurs konar »journal«, sem tekinn er af tilteknu byggðarlagi og íbúum þess. Ekki er að efa, að á meðan 50- 60 héraðslæknar höfðu þær skyldur að gera slíkan »journal« árlega, þá voru þeir í mun nánari tengslum við heilbrigðisfræðina og sjónarmið hennar heldur en nú er. Eftir að héraðslæknisembættin og þar með gerð árlegra heilbrigðisskýrslna þeirra lagðist af með heilbrigðisþjónustulögum árið 1974, virðast heilbrigðisfræðileg sjónarmið því miður hafa farið dvínandi. Það er vissulega til skaða fyrir heilbrigðismálin í landinu. Vilmundur Jónsson landlæknir var sama sinnis og prófessor Guðmundur Hannesson. í grein, sem birtist í Alþýðublaðinu 18. mars 1933 og er endurprentuð í bókinni Með hug og orði, segir hann: »Lceknarnir eru á kafi í sjúkdómum, trúa á sjúkdóma, spekulera í sjúkdómum, rœkta jafnvel sjúkdóma og lifa á sjúkdómum. Læknar framtíðarinnar munu aftur á móti skipa sér undir merki heilbrigðinnar. Þá verður heilbrigði talin jafn sjálfsögð og sjúkdómarnir nú, og lœknarnir verða fyrst og fremst verðir heilbrigðinnar. Onnur störf þeirra verða aukastörf. Þá lœra lœknarnir fyrst og fremst um heilbrigði, kenna um heilbrigði, rœkta heilbrigði, trúa á heilbrigði og lifa á heilbrigði« (9). Eftir því sem mér er kunnugt mun þörfin fyrir sérnám lækna í heilbrigðisfræði fyrst hafa verið nefnd í greinargerð frumvarps er landlæknir samdi til breytingar á læknaskipunarlögum og lagt var fyrir Alþingi árið 1936 (10). Þá samþykkti þingið, að næst þegar Reykjavrkur- og Akureyrarhéruð yrðu veitt skyldi aðeins veita þessi héruð þeim læknum sem væru sérmenntaðir í heilbrigðisfræði. í framhaldi af þessu fóru að minnsta kosti tveir íslenskir læknar til náms í heilbrigðisfræði í Englandi. Annar þeirra lauk prófi og fékk hann viðurkenningu sem sérfræðingur í greininni. KRAFA UM SÉRMENNTUN Þessi lagaákvæði um kröfu til sérmenntunar í heilbrigðisfræði við tvö héraðslæknisembætti voru því miður afnumin 12 árum eftir að þau tóku gildi vegna deilna sem komu upp milli ríkis og borgar í sambandi við stofnsetningu borgarlæknisembættisins (11). Var þá ekki lengur fyrir hendi sú hvatning sem hefur verið drýgst til viðhalds og eflingar öðrum sérgreinum læknisfræðinnar, það er að segja að greinin fengi að þróast í tengslum við það að sérþekkingar væri krafist til ákveðinna starfa eða embætta. Við setningu laga um heilbrigðisþjónustu árið 1973 voru þessar kröfur endumýjaðar og gert ráð fyrir alls fimm héraðslæknum í landinu er allir hefðu þau störf að aðalstarfi. Gildistöku þessara ákvæða var þó frestað en hafa nú loks komist til framkvæmda, að hluta til, eftir 16 ár með lögum nr. 95/1990 til breytinga á lögum um heilbrigðisþjónustu. Þrír af átta héraðslæknum eiga að hafa sérmenntun f embættislækningum eða jafngilda menntun. Frá 1973 hefur verið krafa um að landlæknir væri sérmenntaður embættislæknir, en það felur í sér kröfu um háskólanám í heilbrigðisfræði. Sérþekkingar í heilbrigðisfræði hefur verið krafist víðar í lögum. Samkvæmt lögum um heilbrigðiseftirlit og hollustuhætti frá árinu 1969 átti forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits ríkisins að hafa sérmenntun í heilbrigðisfræði, og í lögum um eiturefni frá árinu 1968 var gert ráð fyrir að f eiturefnanefnd sæti læknir með sérþekkingu á því sviði. Hinar ýmsu tillögur sem bomar hafa verið fram um heilbrigðisfræði hér á landi gefa til kynna að vegur hennar hafi aldrei orðið sá sem verðugt hefði verið og nauðsynlegt. Fyrir 15 til 20 árurn fóru fimm læknar til framhaldsnáms í heilbrigðisfræði í Bretlandi. Allmargir hafa lagt stund á greinina við Heilbrigðisfræðiháskólann í Gautaborg og sækja íslenskir læknar og aðrar heilbrigðisstéttir nám sitt í greininni nú fyrst og fremst þangað. Einn lögfræðingur hefur lokið meistaraprófi í greininni (MPH) og starfar nú í heilbrigðisráðuneytinu. NIÐURLAG Nokkrar greinar sem tengjast heilbrigðisfræði hafa verið viðurkenndar hér á landi á undanfömum árum. Hér er meðal annars um að ræða atvinnulækningar, embættislækningar og félagslækningar. Það er skoðun greinarhöfundar, að tvennt hið síðarnefnda sé

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.