Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 423-7 423 —<5? Kristinn Tómasson GEÐGREININGAR Á VÍMUEFNADEILDUM ÁGRIP Til þess að rannsaka hve margir sjúklingar, sem leita meðferðar vegna vímuefnamisnotkunar eða fíknar, eru haldnir öðrum geðtruflunum, var haft staðlað greiningarviðtal við 352 sjúklinga. Þeir skiptast jafnt á milli þriggja deilda, sjúkrastöðvar SÁÁ að Vögi og tveggja deilda Landspítalans. Rúmlega þrír fjórðu hlutar sjúklinganna höfðu eða höfðu haft aðrar geðgreiningar, svipaður fjöldi á öllum deildum. Innan við tvö prósent sjúklinganna höfðu eingöngu notað önnur vímuefni en áfengi. Aðeins átta sjúklingar uppfylltu ekki greiningarskilmerki um fíkn eða misnotkun. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar komu eingöngu til meðferðar mikið veikir áfengissjúklingar og/eða þeir sem jafnframt hafa eða hafa haft aðrar geðtruflanir. Gera má ráð fyrir að áfengissjúklingar, sem ekki eru svo illa haldnir, komist ekki inn eða leiti ekki nauðsynlegrar afeitrunar og meðferðar á þessum sérhæfðu deildum. INNGANGUR Það hefur verið þekkt um langan aldur að meðal áfengissjúklinga sé algengi annarra geðsjúkdóma verulega aukið. Rannsóknir hafa beinst að geðsjúkdóntum eins og þunglyndi, kvíða og geðklofa (1). Einkenni áfengissýki skarast að hluta við einkenni kvíða og þunglyndis, en það er talið mikilvægt að lækna þessa geðsjúkdóma, þó að slík lækning sé ekki meðferð við áfengissýkinni sem slíkri (2). Einnig er vitað að aðrar geðgreiningar hjá áfengissjúklingum eru til muna algengari inni á áfengisdeildum en meðal áfengissjúklinga sem ekki leita sér slíkrar meðferðar (3). Það er og athyglisvert að hjá áfengissjúklingum, sem eru til meðferðar hjá meltingarsérfræðingum Frá geðdeild Landspítalans og Sjúkrahúsinu Vogi. vegna skorpulifrar og hafa væntanlega sögu um mikla áfengismisnotkun, er algengi annarra geðsjúkdóma ntinna en á sérhæfðum áfengis- og vímuefnadeildum (4). Á slíkum deildum hafa allt að 80% sjúklinganna fengið aðra geðgreiningu jafnframt (5,6). Algengastar hafa verið andfélagslegur persónuleiki, þunglyndi og kvíðasjúkdómar. Mikilvægi þess að slíkar greiningar séu gerðar sést á því, að áfengissjúklingum með þunglyndisgreiningu er miklu hættara við sjálfsvígi (7). Mikið hefur verið rætt hvað komi fyrst: áfengissýkin, fíknin eða aðrar geðtruflanir. Leiddar hafa verið líkur að því, að til dæmis meðal sjúklinga með víðáttu- og félagsfælni, virðist áfengissýkin vera afleiðing sjálfsmeðferðar sjúklingsins til að draga úr kvíðaeinkennunum (8). Kvíðaköst og almenn kvíðatruflun áfengissjúklinga virðast frekar vera fylgikvillar áfengissýki. Einföld fælni virðist ekki tengjast áfengismisnotkun á neinn sérstakan veg. Þótt ugglaust megi deila um niðurstöður sem þessar, undirstrika þær þá staðreynd að meðal áfengissjúklinga eru aðrar geðgreiningar en áfengissýki og önnur vímuefnamisnotkun algengar. Hér á landi hefur meðferðarframboð verið talið mikið, bæði hjá sjúkrastofnunum SÁÁ og geðdeild Landspítalans, auk annarra minni stofnana, sem veita áfengis- og öðrum vímuefnasjúklingum meðferð. Hvernig geðgreiningum er háttað meðal þessara sjúklinga hefur ekki verið rannsakað áður hérlendis. Er staðan svipuð og erlendis eða hefur meðferðarframboðið leitt til þess, að mun fleiri áfengissjúklingar hér greinast með áfengissýki einvörðungu? Hér er ætlunin að reyna að svara þessari spumingu og jafnframt hvort munur sé á greiningum milli meðferðarstofnana. AÐFERÐ OG EFNIVIÐUR Ákveðið var að rannsóknin færi fram á

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.