Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 8
398 LÆKNABLAÐIÐ Tafla II. Magakrabbamein íIslendingum tekin með skurðaðgerð 1955-1984. Vefjaflokkar samkvœmt Laurén, fjöldi œ.xla og aidursstöðluð tíðni. 1955-1964 Fjöldi Tíöni 1965-1974 Fjöldi Tíöni 1975-1984 Fjöldi Tíöni 1955-1984 Fjöldi Tíöni Karlar Garnafrumukrabbamein 198 23,3 182 17,0 185 14,0 565 17,6 Dreifkrabbamein 42 5,0 41 3,9 38 3,1 121 3,9 Óviss meingerð 7 0,9 8 0,7 9 0,7 24 0,7 Konur Garnafrumukrabbamein 63 6,4 91 7,1 73 4,2 227 5,8 Dreifkrabbamein 22 2,4 18 1,4 30 2,3 70 2,0 Óviss meingerð 1 0,1 4 0,3 6 0,5 11 0,3 allra skráðra æxla varð aukning á þeim úr 38,0% í 55,7%. Hlutfall milli vefjafræðilegra staðfestinga og skurðaðgerða hélst tiltölulega stöðugt á tímabilunum þremur (1955- 1964=57,3%; 1965-1974=61,4%; 1975- 1984=59,2%). Tafla II sýnir niðurstöður úr Laurén vefjaflokkuninni, fjölda skurðaðgerða og aldursstaðlaða tíðni eftir vefjaflokkum, tímabilum og kyni. A rannsóknartímabilinu voru gamafrumukrabbamein 79,6% af heildarfjölda hjá körlum og 73,7% hjá konum. Dreifkrabbamein voru 17,0% hjá körlunt og 22,7% hjá konum og æxli af óvissri meingerð 3,4% hjá körlum og 3,6% hjá konum. Miðað við aldursstaðlaðar tölur var hlutfall milli tíðni garnafrumukrabbameina og dreifkrabbameina á tímabilinu í heild 4,5 fyrir karla og 2,9 fyrir konur. Garnafrumukrabbameinum fækkaði meira hjá körlum og lækkaði hlutfall tíðni þeirra milli karla og kvenna úr 3,6 á fyrsta tímabilinu í 3,3 á þriðja tímabilinu. Dreifkrabbameinum fækkaði ekki hjá konum og því lækkaði hlutfall milli karla og kvenna úr 2,1 á fyrsta tímabilinu í 1,3 á þriðja tímabilinu. Mynd 2 sýnir aldursstaðlaða tíðni fyrir karla úr töflu II. Marktæk lækkun varð á tíðni bæði garnafrumukrabbameina (P=0,003) og dreifkrabbameina (P=0,03). Hlutfallsleg lækkun meingerðanna var svo til hin sama á rannsóknartímabilinu því tíðni gamafrumukrabbameina lækkaði aðeins 4% meira en tíðni dreifkrabbameina og var ekki marktækur munur þar á. Mynd 3 sýnir aldursstaðlaða tíðni fyrir konur úr töflu II. Marktæk lækkun varð á tíðni garnafrumukrabbameina (P=0,015) Aldursstööluð tíöni/100 þúsund S Dreifkrabbamein Eði Óviss meingerö Mynd 2. Magakrabhamein í íslenskum körlum tekin með skurðaðgerð árin 1955-1984. Vefjaflokkun Lauréns eftir aldursstaðlaðri tíðni á 100.000 íbúa (World Standard). Aldursstöðluð tíðni/100 þúsund S Dreifkrabbamein SÓviss meingerð Mynd 3. Magakrabbamein í íslenskum konum tekin með skurðaðgerð árin 1955-1984. Vefjaflokkun Lauréns eftir aldursstaðlaðri tíðni á 100.000 íbúa (World Standard).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.