Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 18
408 LÆKNABLAÐIÐ í sjúklingum ineð langvinna lungnateppu, en ekki í sjúklingum með astma. Þetta kemur ekki á óvart því ýmsar alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt aukna tíðni við hækkaðan aldur (23), langvinna lungnateppu (4-6) og sjúkrahúsdvöl (24). 1 vissum tilfellum hefur M. catarrhalis verið talin valda spítalasýkingum samhliða gjöf barkstera um munn eða í æð (24) og reykingum (5). A sama hátt og lýst hefur verið í öðrum rannsóknum (5-7) er árstíðabundinn munur á lungnadeild Víhlsstaðaspítala, þannig að M. catarrhalis sýkingar eru algengastar að vetrarlagi (6). Telja verður, að þegar M. catarrhalis ræktast ein og sér í góðu hrákasýni frá sjúklingi með einkenni um berkjubólgu eða lungnabólgu, verði að líta á bakteríuna sem líklegan orsakavald. Hins vegar ríkir enn óvissa um hvemig túlka eigi niðurstöður þegar M. catarrhalis er í blönduðum gróðri. Athyglisvert er að í nýlegri rannsókn kom í ljós að venjuleg sýklaæti finna ekki M. catarrhalis í litlu magni og að aðeins lítill hluti fullorðinna ber bakteríuna í efri loftvegum. Ályktað var að M. catarrhalis í hráka fullorðinna einstaklinga benti til þess að bakterían kæmi oftast frá neðri loftvegum (25). I einni rannsókn hefur komið fram að þegar pneumókokkar vaxa ásamt M. catarrhalis, þá geta pneumókokkamir jafnvel hamið vöxt M. catarrhalis (26). Raunveruleg tíðni S. pneumoniae sýkinga er áreiðanlega hærri en fram kemur í rannsókninni, þar sem ræktunarsvar er oft neikvætt þegar sjúklingur hefur fengið fyrsta sýklalyfjaskammt áður en hrákasýni er tekið (27). Hefði verið leitað að mótefnavökum S. pneumoniae í hráka eða þvagi hefði mátt búast við raunhæfari tölum, sem kæmu þá heim og saman við það að S. pneumoniae er algengasta orsök lungnasýkinga í flestum rannsóknum (6,16,27) /3-laktamasamyndun hjá M. catarrhalis er yfirleitt tengd litningi bakteríunnar, þótt plasmíðtengdri /3-laktamasamyndun hafi verið lýst (28). Hvort sem /3-laktamasamyndunin er tengd litningi eða plasmíði geta klavúlansýru- og súlbaktam- sameindimar hindrað verkun hans. Hlutfall þessara stofna er mjög breytilegt eftir rannsóknum, frá 40 til 91% (7,10), en virðist þó vera í vexti (16). Þótt ekki sé fullvíst hvað veldur þessari aukningu, þá á sýklalyfjanotkun áreiðanlega stóran þátt í henni. Könnun okkar á Vífilsstaðaspítala sýndi að langflestir M. catarrhalis stofnanna mynduðu /3-laktamasa (89%), enda var mikil notkun sýklalyfja sameiginleg þessum sjúklingum. Hugsanlegt er að /3-laktamasamyndun M. catarrhalis dragi úr verkun penisillínlyfja (sem ekki þola /3-laktamasa) á bakteríur sem eru næmar fyrir þeim lyfjum (29). Þetta gæti skipt máli þegar M. catarrhalis ræktast frá sýkingarstað ásamt öðrum mögulegum sýkingarvöldum. Hin háa tíðni M. catarrhalis hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu og hið háa hlutfall /3-laktamasamyndandi stofna gæti þýtt að oftar verði að grípa til sýklalyfja sem ekki eru brotin niður af /?-laktamasa, hjá þeim sjúklingum (5,30,31). ÞAKKIR Við þökkum meinatæknum sýklafræðideildar Landspítalans vinnu við sýni, riturum Vífilsstaðaspítala aðstoð við öflun gagna svo og Þórami Gíslasyni, sérfræðingi, fyrir aðstoð við vinnslu á handriti. SUMMARY Moraxella (Branhamella) catarrhalis is a member of the normal microbial flora of the upper respiratory tract, and has in recent years emerged as a significant pathogen in patients with chronic lung diseases, otitis media and sinusitis. The purpose was to study the prevalence of the organism in patients with chronic lung diseases. The study was both prospective and retrospective and all sputum cultures and case notes of 179 patients, at the Department of Respiratory Medicine, Vifilsstadahospital, were studied. Out of 335 sputum cultures, 149 were considered positive, thereof 37 (25%) with M. catarrhalis. M. catarrhalis was the second most common cause of pneumonia in these patients, and was significantly more common in patients with chronic obstructive lung disease, than in patients with bronchial asthma. Almost 90% of the strains produced /3-lactamase. M. catarrhalis is a significant cause of lower respiratory tract infections in patients with chronic obstructive lung disease and most of the strains produce /3-lactamase. HEIMILDIR 1. Catlin BW. Transfer of the organism named Neisseria calarrhalis to Branhamella gen. nov. Int J Syst Bacteriol 1970; 20: 155-9.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.