Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 36
426 LÆKNABLAÐIÐ þriðjungur sjúklinganna hefur sögu um verulegt þunglyndi og heldur fleiri hafa sögu um kvíðaköst eða fælni. Þetta eru sjúkdómar sem einir sér valda umtalsverðum þjáningum og geta verið hættulegir í sjálfu sér, þótt ekki bætist við áfengissýki. Hvort þeir eru orsök eða afleiðing drykkjusýkinnar verður ekki sagt að sinni. Til samanburðar við þessa rannsókn má nefna sambærilega athugun frá Toronto (5). A meðal 511 áfengis- og fíkniefnasjúklinga voru 33,7% með geðslagstruflanir, mjög svipað og hér. Um 84% höfðu eða höfðu haft sögu um einhverja aðra geðgreiningu en áfengis- eða fíkniefnamisnotkun, það er örlítið fleiri en hér. Þess ber þó að geta að í Kanada voru til muna fleiri sjúklingar taldir með andfélagslegan persónuleika. Við rannsókn á fíkniefnasjúklingum í Hollandi (6) reyndust um 80% hafa sögu um aðra geðgreiningu. Þar vóg þyngst þunglyndi og ýmsir kvíðakvillar jafnframt andfélagslegum persónuleika. Til samanburðar er rétt að benda á að algengi annarra geðkvilla meðal áfengissjúklinga í Bandaríkjunum, sem ekki voru innlagðir og voru athugaðir með sama greiningarviðtali og hér er notað, reyndist 36,6%. En meðal þeirra, sem höfðu sögu unt fíkniefnamisnotkun aðra en áfengi, voru 53,1% með aðrar geðgreiningar. A meðferðarstofnun fyrir áfengissjúklinga í Bandaríkjunum voru 55% með aðrar geðgreiningar og meðal annarra fíkniefnasjúklinga 64,4% (3). Rétt er að geta þess að í skilmerkjum greiningarinnar andfélagslegur persónuleiki samkvæmt DSM- III (13) eru atriði er lúta að misnotkun áfengis. Hátt algengi í þessum hópi getur því skýrst af andfélagslegri hegðun þegar sjúklingamir eru undir áhrifum áfengis og mundi hverfa hjá þorra þessara sjúklinga eftir viðeigandi áfengismeðferð. Því er aðeins talað um andfélagslega hegðun í töflu IV. Til þess að koma í veg fyrir misnotkun, er mikilvægt að undirstrika eina meginniðurstöðu þessarar greinar. Afengi er það vímuefni sem mest er misnotað og veldur fíkn hjá flestum. Sárafáir greinast með aðra misnotkun án sögu um áfengismisnotkun. I rannsókn sem beindist að notkun ólöglegra ávana- og fíkniefna á Islandi reyndust mjög fáir hafa notað þau eingöngu (14). Því ber að leggja höfuðáhersu á að koma í veg fyrir áfengismisnotkun og leggja mikla áherslu á áfengismeðferð. Slíkt mundi væntanlega konta í veg fyrir aðra misnotkun að verulegu leyti. SUMMARY In order to assess the prevalence of other psychiatric disorders among patients seeking treatment for drug and alcohol abuse as well as dependence a structured psychiatric interview (Diagnostic Interview Schedule) was administered to 352 patients seeking such treatment. The patients were drawn from the National University Hospital detoxification and treatment units as well as from a privately operated treatment center (Vogur). Over 75% of the patients had additional psychiatric diagnoses. Less than 2% of the patients had a history of drug abuse or dependence only. Eight patients did not fullfill criteria for dependence or abuse. The results underscore that those seeking treatment are alcoholics who frequently have other serious psychiatric disorders. ÞAKKIR Yfirlæknamir Þórarinn Tyrfingsson, Sjúkrahúsinu Vogi, og Jóhannes Bergsveinsson, á geðdeild Landspítalans, veittu aðstöðu og heimild til að ræða við sjúklinga á deildum sínum. Inga Hrefna Jónsdóttir og Hrafnhildur Reynisdóttir unnu að gagnaöflun. HEIMILDIR 1. Peace K, Mellsop G. Alcoholism and psychiatric disorder. Aust N Z J Psychiatry 1987; 21(1); 94-101. 2. Linnoila MI. Anxiety and alcoholism. J Clin Psychiatry 1989; 50/Suppl. 11: 26-9. 3. Regier DA, Framer ME, Rae DS, et al. Comorbidity of mental disorders with alcohol and other dmg abuse. Results from the epidemiological cathment area (ECA) study. JAMA 1990; 264(19); 2511-8. 4. Mezzich AC, Arria AM, Tarter RE, Moss H, Van Thiel DH. Psychiatric comorbidity in alcoholism: importance of ascertainment source. Alcohol Clin Exp Res 1991; 15(5): 893-8. 5. Ross HE, Glaser FB, Germanson T. The prevalence of psychiatric disorders in patients with alcohol and other dmg problems. Arch Gen Psychiatry 1988; 45(11); 1023-31. 6. Hendriks VM. Psychiatric disorders in a Dutch addict population: Rates and correlates of DSM-III diagnosis. J Consult Clin Psychology 1990; 58(2): 158-65. 7. Murphy GE, Wetzel RD, Robins E, McEvoy L. Multipíe risk factors predict suicide in alcoholism. Arch Gen Psychiatry 1992; 49: 459-63. 8. Kushner MG, Sher KJ, Beitman BD. The relationship between alcohol problems and the anxiety disorders. Am J Psychiatry 1990; 147(6): 685-95. 9. Stefánsson JG, Líndal E. The diagnostic interview schedule (DIS IIIA) (Icelandic version). Reykjavík: University of Iceland Publications, 1990. 10. Robins LN, Helzer JE, Croughan J, Ratcliff KS. The National institute of mental health diagnostic

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.