Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 415 Tafla I. Blóðvatnspróf - Sabin Feldman litarpróf: Greinir ekki milli IgG og IgM. - Glitmótefnapróf: Indirect fluorescent antibody test (IFAT); til er IgG-IFAT og IgM-IFAT. - Hvatatengd mótefnapróf: Enzyme-linked immunosorbent assay (ELISA); IgG-ELISA og IgM-ELISA eru geröar hér á landi. IgA-ELISA er næmari aöferð til greiningar á bráöri og meöfæddri bogfrymlasótt en IgM-ELISA (19). - Kekkjunarpróf: Agglutination test; IgM ISAGA (IgM immunosorbent agglutination assay), LAT (latex agglutination test) er gert hér á landi. - Önnur blóövatnspróf: Hjástoöarbindingarpróf (complement fixation test). Tafla H. Aðrar greiningaraðferðir - Mótefnavakagreiningar: ELISA-tækni greinir bogfrymlamótefnavaka I sermi, þvagi, mænu- og legvökva. Tilvist þeirra bendir til nýlegrar sýkingar. Genamögnun byggist á því að finna og magna upp B1-gen bogfrymla. Þessar aðferðir gagnast vel viö greiningu bogfrymlasóttar í nýburum og í ónæmisbældum, þar sem mótefnasvar getur brugðist (1,18). - Húöprój: Toxoplasmin cutaneus test (TcT); góöur mælikvaröi á frumubundið ónæmi og notaö sem skimpróf. - Ræktun: Bogfrymlar eru ræktaöir I músum, vefjagróöri eöa eggjum. - Vefjaskoöun: Hægt er aö lita sérstaklega fyrir hraö- og hægfjölgunarformum. Dæmigeröar smásæjar breytingar sjást I eitlum. eru algengasta greiningaraðferðin. í heilbrigðum einstaklingum bendir nýkomin mótefnamyndun (seroconversion) eða fjórföld hækkun á milli sýna, sem tekin eru með þriggja til sex vikna millibili, til nýlegrar sýkingar. Stöðugt hátt eða hækkandi IgG og tilvist IgM gegn bogfrymlum bendir til nýlegrar sýkingar í ófrískum konum, en meðfæddrar bogfrymlasóttar í ungbömum (1,6,16). Mótefnamælingar geta þó brugðist. Næmustu IgM-mælingar, til dæmis IgM immunosorbent agglutination assay (ISAGA), greina ekki tilvist þess í unt 25% tilfella (17). Auk þess virðist framleiðsla IgG í ungbömum, sem eru á lyfjameðferð gegn bogfrymlasótt, og í fyrirburum hefjast síðar. Þess vegna er farið að grípa til annarra og næmari aðferða, til dæmis genamögnunar (polymerase chain reaction: PCR) til greiningar (1,18). Itarlegri umfjöllum um greiningaraðferðir er að finna í grein Kristínar Jónsdóttur í Læknablaðinu 1988 (2). Skýrt er frá helstu greiningaraðferðum í töflum I og II. Meðferð: Hefðbundnu lyfin við bogfrymlasótt eru súlfonamíð og pyrimeþamín. Þau eru bæði fólínsýrumótlyf (antagonistar), en hafa áhrif á mismunandi stöðum í fólínsýruefnaskiptum og eru því sameflandi (synergistic). Þau verka umfram allt gegn bogfrymlum í skiptingu og hafa líklega enga eða takmarkaða verkun gegn vefjablöðrum eða frjóvgunarforminu. Þar sem þau hemja myndun fólínsýru, geta þau valdið fækkun á blóðflögum og hvítum blóðkomum. Er því gefin með fólíniksýra (leukovorin), en hún upphefur virkni lyfjanna í hýsilfrumum en kemst lítt inn í bogfrymilinn og spillir því ekki verkun lyfjanna þar. Spiramýsín (makrólíði) er einnig notað við meðhöndlun meðfæddrar bogfrymlasóttar, en lyfið hindrar prótínframleiðslu í bogfrymlum (20). Enn vantar góðar upplýsingar um gagnsemi meðhöndlunar á meðfæddri bogfrymlasótt. Þó má fullyrða að meðhöndlun, hafin snemma eftir fæðingu, fækkar einkennum sjúkdómsins. Þannig hefur komið í Ijós, að sjónhimnubólga kemur nær alltaf fram síðar á ævinni í einstaklingi sem fæðist með einkennalausa bogfrymlasótt, en við meðhöndlun strax eftir fæðingu dregur úr tilkomu þessa til muna (14). Ef einkenni eru við fæðingu, virðist meðhöndlun draga úr þeim og hindra tilkomu nýrra (21,22). Hins vegar er óljóst hversu lengi skal meðhöndla, en venja er að beita lyfjameðferð að eins árs aldri. Ekki hafa áhrif mismunandi lyfjagjafa verið borin saman, en stúlkumar voru báðar meðhöndlaðar samkvæmt danskri meðferðaráætlun (23). Þegar sýking á meðgöngu er staðfest, hefur verið sýnt fram á að spiramýsín getur minnkað hættuna á fóstursýkingu (14,24,25). Hjá ófrískum konum með staðfesta fóstursýkingu, sem meðhöndlaðar eru með pýrimeþamíni og súlfonamíði, fækkar tilkomu nýrra sjúkdómseinkenna (25,26). Notkun pýrimeþamíns hjá ófrískum konum skyldi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.