Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ
397
Laurén flokkunin einskorðast við
krabbamein af þekjuuppruna (carcinoma)
og skiptir þeim í tvær aðalmeingerðir,
garnafrumukrabbamein (carcinoma intestinale)
og dreifkrabbamein (carcinoma diffusum).
Gamafrumukrabbamein einkennist af
frekar vel afmörkuðum æxlisvexti með
illkynja, kirtilmyndandi þekjuvef sem
meginuppistöðu. Dreifkrabbamein einkennist
af illa afmörkuðum æxlisvef sem vex dreift
með ífarandi hætti. í flestum tilvikum eru
frumumar annað hvort slímfylltar (signet-ring)
eða frekar litlar, hnöttóttar og loða lítt saman.
Meginhluta af illkynja þekjufrumuæxlum
í maga má flokka á ofangreindan hátt en
þau sem ekki er hægt að flokka þannig
tilheyra þriðja flokkinum, óvissri meingerð
(indeterminate type), sem er aðeins lítill hluti
æxlanna. Þau æxli eru annaðhvort blanda af
gamafrumukrabbameini og dreifkrabbameini
eða eru algjörlega ósérgreind (carcinoma
indifferentiatum) samkvæmt myndgerð.
Upplýsingar um staðsetningu æxlanna
og sjúkrahús sem skurðaðgerð var
gerð á fengust úr lýsingum í svörum
meinafræðinga og/eða úr lýsingum skurðlækna
í vefjarannsóknarbeiðnum. Fyrirfram var
ákveðið að Teyna að heimfæra staðsetningu
æxlanna á líffærafræðileg svæði, það
er fjærhluta magans (antrum), magabol
(corpus), magabotn (fundus) og nærhluta
magans (cardia). Það svæði sem meginhluti
æxlisins var á var síðan látið ráða sem
staðsetning. Annars varð að skrá æxlið á tvö
samliggjandi svæði eða á allan magann. Ef
engar upplýsingar voru gefnar eða ef vafi lék
á var staðsetning skráð sem óþekkt.
Allar tíðnitölur eru fjöldi aðgerða á 100.000
íbúa á ári og eru þær aldursstaðlaðar miðað
við »World Population«.
P-gildi fyrir frávik hlutfalls tveggja tíðnitalna
frá tölunni 1 er fundið þannig að gengið
er út frá því að lógaritmi hlutfallsins fylgi
normaldreifingu með staðalfráviki jöfnu
kvaðratrót af surnmu af einum á móti hvorri
fjöldatölu er liggur til grundvallar (sum of
inverses).
Lifun er reiknuð samkvæmt Kaplan-Meier
aðferð og flokkuð eftir 10 ára tímabilum
greiningar án leiðréttinga vegna annarra
breytistærða. Aðhvarfsgreining Cox er notuð
til þess að finna skýribreytur sem forspárgildi
hafa um dánartíðni ásamt styrkleika þeirra.
Reiknuð eru dánartíðnihlutföll og vikmörk
þeirra sem tengjast mismunandi gildum
skýribreytanna. Notaður er forritapakkinn
BMDP (14).
NIÐURSTÖÐUR
A 30 ára tímabili, 1955-1984, voru samkvæmt
gögnum okkar gerðar 1018 skurðaðgerðir
á Islandi nreð brottnámi alls eða hluta
magans vegna magakrabbameins. Flestar
skurðaðgerðir fóru fram á Landspítala
eða 479, á Landakotsspítala 169,
Borgarspítala 156, Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri 111, Sjúkrahúsi Akraness 43,
Sjúkrahúsi Hvítabandsins 27, Sjúkrahúsi
Keflavíkurlæknishéraðs 11 og öðrum
sjúkrahúsum 22.
Á mynd 1 er kynjunum slegið saman og
sýndar fjöldatölur á þremur tíu ára tímabilum.
Fækkun skráðra æxla á rannsóknartímabilinu
sést vel. Á sama hátt sést hlutfallsleg aukning
vefjafræðilegra staðfestinga, það er úr 66,4%
á fyrsta tíu ára tímabilinu í 94,2% á þriðja
tíu ára tímabilinu, en fjöldi þeirra hélst
tiltölulega stöðugur á rannsóknartímabilinu.
Fjöldi skurðaðgerða breyttist einnig lítið
á rannsóknartímabilinu, en með tilliti til
Fjöldi æxla
0 Krabbameinsskrá Tímabil
S Vefjararmsóknir
03 Skurðaögeröir
Mynd 1. Fjöldi magakrabbameina í Isiendingum árin
1955-1984 samkvœmt Krabbameinsskrá, fjöidi œ.xla
staðfestur með vefjarannsókn og fjöldi a-.xla sem numin
voru á brott með skurðaðgerð.