Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 411-7 411 Ólafur Thorarensen, Pétur Benedikt Júlíusson, Ólafur Gísli Jónsson, Þröstur Laxdal MEÐFÆDD BOGFRYMLASÓTT: Tvö nýgreind sjúkratilfelli ÁGRIP Greint er frá tveimur stúlkum með meðfædda bogfrymlasótt. Fjallað er urn lífsferil og smitleiðir bogfrymla, tíðni, einkenni, greiningu og nteðferð sjúkdómsins svo og fyrirbyggjandi aðgerðir. Tilgangurinn með skrifum þessum er að vekja athygli á, að meðfædd bogfrymlasótt (toxoplasmosis congenita) er til á Islandi. Forvamir, einkum fræðsla fyrir ófrískar konur, eru einfaldasta og hagkvæmasta leiðin til að stemma stigu við þessum sjúkdómi. INNGANGUR Toxoplasma er dregið af gríska orðinu toxon, sem þýðir bogi og vísar til lögunar bogfrymilsins. Ctenodactylus gondi er norður-afrískt eyðimerkumagdýr, en bogfrymill fannst fyrst í því árið 1908 (1,2). Bogfrymill (toxoplasma gondii) er frumdýr, sem fjölgar sér inni í frumum og sýkir bæði dýr og menn. Sníkillinn finnst um allan heim og veldur bogfrymlasótt (toxoplasmosis). Tíðnin er mismunandi og fer aðallega eftir loftslagi. Dýr af kattaætt eru aðalhýslar bogfrymla. Bogfrymlasótt er venjulega einkenna- og hættulaus sjúkdómur í heilbrigðum einstaklingum. Hins vegar er hann hættulegur og hefur alvarlegar afleiðingar í ónæmisbældum sjúklingum, svo og fóstrum sem sýkjast, en árið 1939 varð fyrst Ijóst að bogfrymill getur orsakað meðfædda sýkingu (2). Til eru fjórar sjúkdómsmyndir: 1. Aunnin bogfrymlasótt (toxoplasmosis acquisita): Áttatíu af hundraði sýktra eru einkennalausir, en hinir fá helst stækkaða, eitla á hálsi. Áunnin bogfrymlasótt getur líkst einkymingssótt. Einkennin geta staðið Frá barnadeild Landakotsspítala. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Pétur Benedikt Júlíusson barnadeild Landakotsspítala, v/Túngötu, 101 Reykjavik. vikum og jafnvel mánuðum saman, en þetta er hættulaus sjúkdómur í heilbrigðu fólki og gengur að jafnaði yfir af sjálfu sér. 2. Bogfrymlasótt í ónæmisbœldum sjúklingum: Hún getur í slíkum tilvikum verið banvænn sjúkdómur. Um 40% sjúklinga með alnæmi hafa klíníska bogfrymlasótt, oftast með einkennum frá miðtaugakerfi. Hér er yfirleitt um endurvirkjun á fyrri sýkingu að ræða. 3. Bogfrymlasýking í augum: Bogfrymill er algengasti sýkillinn, sem veldur sjónhimnubólgu í heilbrigðum bömum. Bólgan getur sést strax eftir fæðingu, en oft ekki fyrr en löngu síðar. Talið er, að hér sé um endurvirkjun á meðfæddri sýkingu að ræða. 4. Meðfœdd bogfrymlasótt: Hún verður umfjöllunarefni greinar þessarar. FYRRA SJÚKRATILELLI Tíu vikna stúlka var lögð inn á bamadeild Landakotsspítala í júní 1991 vegna lítilla augna (microphthalmia) og gruns um æxli í sjónhimnum. Móðir fékk hlaupabólu tveimur vikum fyrir fæðingu en var annars hraust á meðgöngu. Stúlkan var fædd eftir fulla meðgöngu en vó aðeins 2800 g. Móðir var í snertingu við hálfvillta sveitaketti eftir miðja meðgöngu. Við skoðun rifaði tæpast í augu, og þau voru lítil. Hvítt endurskin (reflex) sást í báðum sjáöldrum. Augnskoðun í svæfingu sýndi fyrirferðir í báðum augnbotnum. Líkamleg skoðun, þar á meðal á höfuðstærð, var annars eðlileg. Tölvusneiðmynd af heila sýndi dreifðar kalkanir en ekki merki um vatnshöfuð. Tölvusneiðmynd af augntóftum staðfesti fyrirferðir aftarlega í báðum augum, meira í hægra auga (mynd 1). Mótefni gegn bogfrymlum af IgG-gerð voru hækkuð í

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.