Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ
413
spiramýsíni, eins og í fyrra sjúkratilfelli, til
fjórtán mánaða aldurs. Vöxtur og þroski hafa
verið eðlilegir, höfuðummál hefur haldist í
fimmta hundraðshluta. Hún hefur ekki fengið
krampa.
UMRÆÐA
Faraldsfrœði: Tíðni bogfrymlasmits er
mjög ntisjöfn eftir löndum. I Mið-Ameríku
og Frakklandi eru allt að 90% fólks með
mótefni gegn bogfrymlum í blóði (1). A
íslandi er tíðnin talin á bilinu 4-17% (3).
Af blóðsýnum, sem safnað var úr íslenskum
konum á aldrinum 17-32 ára til mælinga á
mótefnum gegn rauðum hundum á árunum
1979-80, reyndust 4,7% hafa mótefni gegn
bogfrymlum (3). Blóðsýni úr ófrískum konum
frá kvennadeild og blóðsýni frá bamadeildum
hafa einnig verið mæld, og var fjöldi jákvæðra
sýna 7,1% og 6,8% (3). Erlendis er tíðni
mótefna í blóði ófrískra kvenna mun hærri,
71% í Frakklandi og 75% í El Salvador. í
Bandaríkjunum er tíðnin á bilinu 3-30%,
mismunandi eftir fylkjum (1).
Tíðni bogfrymlasmits á meðgöngu er
breytilegt eftir löndum, frá 0-15 af hverjum
þúsund fæðingum (0,6/1000 í Alabama,
Bandaríkjunum; 14,3/1000 í Melbourne,
Ástralíu) (1).
Tíðni meðfæddrar bogfrymlasóttar á íslandi
hefur hingað til verið talin lág. Einungis
eitt barn hefur greinst með vissu, fætt 1979.
Grunur vaknaði unt fóstursýkingu vegna
útbrota, sem komu í ljós við fæðingu.
Bamið hafði hækkað IgG og IgM í blóði.
Það var einkennalaust á fyrsta aldursári
(3). Sömu aðilar fundu upplýsingar um eitt
fósturlát vegna slíkrar sýkingar. Erlendar
tölur eru taldar á bilinu 0-10 af hverjum
þúsund fæðingum (0,12/1000 í Alabama,
Bandaríkjunum; 8,6/1000 í Austurríki) (1).
Um 3500 nýburar greinast ár hvert með
meðfædda bogfrymlasótt í Bandaríkjunum (1).
Lífsferill bogfrymla: Bogfrymillinn er gródýr
(sporozoan), náskylt malaríu-sýklinum.
Hann er til á þrenns konar þróunarstigum,
frjóvgunarformi, hraðfjölgunarformi og
hægfjölgunarformi (1,2,4). Hann kýs sér
bólfestu inni í frumum og fjölgar sér þar
kynlausri skiptingu, að undanskildum
meltingarvegi katta, en þar fjölgar lífveran
sér með kynskiptingu.
Frjóvgunarformið: Þegar köttur étur
sýkta fæðu, kemur frumdýrið sér fyrir
í þekjufrumum meltingarvegarins, og
kynjuð skipting á sér stað (myndun
kynfrumna (gametocyta)). Samruni kven-
og karlkynfrumna leiðir síðan til myndunar
frjóhylkis (oöcyst). Frjóhylkin ganga niður af
kettinum daglega í eina til þrjár vikur og hafa
fundist í 0-2% saursýna, oftar hjá villiköttum
en heimilisköttum (1). Frjóhylkin geta lifað í
jarðvegi allt að einu ári, sérstaklega þar sem
jarðkuldi er ekki mikill. Við hagstæð skilyrði,
í hlýju og raka, þroskast þau svo enn frekar
(sporulation, myndun gróblaðra) og verða
smithæf.
Hraðfjölgunaiformið: Þegar frjóhylki
(eða vefjablaðra, sjá síðar) kemst lifandi
gegnum meltingarsafann, hefst hröð skipting
bogfrymla. Bogfrymlamir (tachyzoit) smeygja
sér svo inn í átfrumur og dreifa sér með
þeim víða um lífveruna. Þeir komast inn í
frumur nær allra líffæra, þó að sækni í frumur
þverrákóttra vöðva, heila og augna sé mest.
Hœgfjölgunaiformið: Inni í frumum
ntynda bogfrymlar vefjablöðrur (tissue
cysts), sem geta haft í sér þúsundir lífvera.
Vefjablöðrurnar geta lifað alla ævi hýsilsins
og virkjast síðar á æviskeiði hans, þegar um
ónæmisbælingu er að ræða, og valdið sýkingu.
I Bandaríkjunum og víðar hafa að meðaltali
20% katta mótefni gegn bogfrymlum í blóði,
heimiliskettir hafa lága tíðni (niður í 0%)
en villikettir háa (upp í 65%) (1). Ekki
eru til neinar tölur frá Islandi. Um það bil
30% íslensks sauðfénaðar hafa mótefni (5),
og er það svipað og í nágrannalöndum. I
Bandaríkjunum hafa 25% nautgripa og 29%
svína mótefni (meðaltalstölur) og vefjablöðrur
hafa fundist í 20-30% svína, 10-25% kinda og
1% nautgripa (1), en engar íslenskar athuganir
eru til um þetta né heldur um útbreiðslu
gróblaðra í jarðvegi hér á landi.
Smitleiðir: Bogfrymlasótt finnst nær eingöngu
þar sem kettir eru. Allar bogfrymlasýkingar
koma beint eða óbeint frá gróblöðrum í
jarðvegi, sem berast þangað með kattaskít
(6). Kettir smitast auðveldlega með hráum
kattamat, músum og fuglum.
Helsta smitleið bogfrymla í ntenn er um
meltingarveg. Það eru vefjablöðru- og
frjóvgunarforntin, sem sýkja á þennan hátt,
því að þau lifa af meltingarsafa magans.