Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ
407
Tafla I. Niðurstöður rœktana eftir helstu sjúkdómaflokkum. Fjöldi sýna með viðkomandi bakteríutegundir miðast við
jákvæðar rœktanir (bæði í hreingróðri og blönduðum gróðri, það er heildarfjöldi).
Baktería Heildar fjöldi (%) Langvinn lungnateppa Astmi Annaö Lungna- bólga*
Fjöldi sýna 335 220 54 61 36
Fjöldi neikvæöra ræktana 186 116 35 35 12
Fjöldi jákvæöra ræktana 149 104 19 26 24
Haemophilus influenzae 52 (35,0) 36 5 11 3
Moraxella catarrhalis 37 (25,0) 30 2 5 6
Streptococcus pneumoniae 32 (21,5) 17 8 7 7
Klebsiella pneumoniae 13 (8,5) 12 0 1 0
E. coli + kólílíkir stafir 19 (12,5) 14 4 1 3
Neisseria sp 10 (6,5) 5 4 1 2
Pseudomonas aeruginosa 10 (6,5) 4 0 6 1
/3-hemólýtískir streptókokkar 6 (4,0) 4 1 1 0
Haemophilus parainfluenzae 4 (2,5) 2 0 2 1
Staphylococcus aureus 3 (2,5) 2 1 0 2
Pasteurella multocida 3 (2,0) 3 0 0 1
Haemophilus haemolyticum 1 (0,5) 1 0 0 0
*) Hér er átt viö allar lungnabólgur, hvort sem þær koma fyrir í sjúklingum meö langvinna lungnateppu, astma eöa aöra sjúkdóma.
Upptalningin á viö líklega sýningarvalda í hrákasýnum 36 sjúklinga. Af þeim 12 sem höföu neikvæöa ræktun voru fimm á
sýklalyfjameöferö.
Tafla II. Bakteriur sem uxu í blönduðum gróðri ásamt M.
catarrhalis.
Baktería Fjöldi (%)
Haemophilus influenzae............. 9 (47,5)
Streptococcus pneumoniae........... 6 (31,5)
Klebsiella pneumoniae.............. 4 (21,0)
Kólílíkir stafir................... 3 (15,5)
Haemophilus parainfluenzae........ 1 (5,0)
Pseudomonas aeruginosa............. 1 (5,0)
Haemophilus haemolyticum........... 1 (5,0)
ónæmir (6%). Hjá sjúklingum með astma var
S. pneumoniae algengasti sýkingarvaldurinn
og M. catarrhalis ræktaðist sjaldnar frá þeim
en hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu
(X2=6,43, p=0,01) (tafla I).
Lungnabólga greindist hjá 36 sjúklinganna
og var S. pneumoniae talin sýkingarvaldur
hjá flestum (19,5%), en M. catarrhalis var
líklegasta orsökin hjá fimm sjúklingum (14%,
í einu tilfelli uxu einnig pneumókokkar) (tafla
I).
M. catarrhalis ræktaðist ein og sér frá
18 hrákasýnum en í blönduðum gróðri
frá 19 sýnum. Oftast var þá um að ræða
samvöxt með Haemophilus influenzae og/eða
pneumókokkum (tafla II). Alls mynduðu
89% M. catarrhalis stofnanna /3-laktamasa,
en aðeins 7,5% H. influenzae stofnanna.
Arstíðarsveifla var ekki augljós, en M.
catarrhalis sýkingar virtust þó algengari
á tímabilinu október-mars heldur en apríl-
Fjöldi hrákasýna meö M. catarrhalis
Mánuður
Mynd. Fjöldi hrákarœktana sem innihalda M. catarrhalis,
eftir árstíma (mánuði).
september, eða 24 samanborið við 13. Þannig
virðast um 65% sýna, sem innihalda M.
catarrhalis, koma fram að vetrarlagi en 35% á
sumrin (sjá mynd).
UMRÆÐA
Þar til fyrir fáum árum var M. catarrhalis
álitin meinlaus hluti af eðlilegri efri
loftvegaflórunni en er nú jafnframt talin
mögulegur sýkingarvaldur í efri og neðri
loftvegum. Samtímis þessari breytingu hafa
möguleikar rannsóknastofa til að greina
þessa bakteríu batnað. Tíðni lungnasýkinga
á Vífilsstöðum sem orsakast af M. catarrhalis
virðist vera mun hærri en lýst hefur verið í
íslenskum rannsóknum á orsökum lungnabólgu
(21,22). Þessi háa tíðni kom einkum fram