Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 31
L/EKNABLAÐIÐ 421 með tvívíddarómun og stækkun á vinstri gátt yfir 2,5 cm/m2 Iíkamsyfirborðs. Ef niðurstöður úr ómskoðuninni eru metnar með hliðsjón af klínísku upplýsingunum minnkar hópurinn sem var í lítilli áhættu á segareki. Alls reyndist rúmlega þriðjungur þeirra sem hafði engan klínískan áhættuþátt hafa áhættuþátt við hjartaómun. Eftir stendur þá hópur, 62% af fyrri lágáhættuhópnum, með mjög litla áhættu (1% á ári) á segareki. Þeir sem reyndust hafa einn eða tvo áhættuþætti, annað hvort klínískan eða við ómskoðun, höfðu 6% áhættu á ári á segareki, en við fleiri en þrjá áhættuþætti var hún 18,6%. Klínísk skoðun og hjartaómun er því nauðsynleg hjá öllum sjúklingum með langvinnt eða tímabundið gáttatif til að meta hverjir eru í mestri hættu á að fá segarek. í SPAF og BAATAF rannsóknunum voru bæði teknir með sjúklingar með langvinnt og tímabundið gáttatif, enda hefur ekki verið sýnt fram á, svo óyggjandi sé, að tímabundið gáttatif valdi minni hættu á segareki en langvinnt. I mörgum tilvikum getur hjartaómun um vélinda gefið enn betri upplýsingar um hvaða sjúklingar séu líklegastir til að fá segarek (16). RÁÐLEGGINGAR UM MEÐFERÐ Mælt er með að allir sjúklingar með gáttatif og hjartasjúkdóm en án lokusjúkdóms séu settir á lágskammta-warfarín blóðþynningu (PTT-hlutfall 1,3-1,5), ef ekki eru ákveðnar frábendingar gegn blóðþynningu til staðar (meltingarvegsblæðingar, lifrarsjúkdómur, blæðingasjúkdómur, dettni og fleira). Sjúklingar eldri en 60 ára með raunverulegt einstætt (lone) gáttatif ættu að vera á lágskammta-warfaríni en ekki þeir sem eru yngri. Almennt er minni blæðingarhætta við lág- en háskammta-warfarínmeðferð. Þó er mælt með háskammta-warfarín gjöf (PTT-hlutfall 1,5-2,0) hjá sjúklingum með marktækan míturlokusjúkdóm, vélrænar gervilokur og fyrri sögu um segarek (19,20). Ef ekki er fyrir hendi ákveðin ábending fyrir warfaríni eða frábending fyrir langtíma blóðþynningu er mælt með aspirínmeðferð (75-325 mg/dag) hjá sjúklingum yngri en 75 ára. Ef áhættuþættir fyrir æðakölkun eru einnig fyrir hendi styrkir það þó enn frekar ábendingu fyrir gjöf aspiríns. Lokaniðurstöður SPAF II rannsóknarinnar á samanburði warfarín- og aspirínmeðferðar hjá sjúklingum með gáttatif án lokusjúkdóms liggja ekki fyrir. Þar til þær birtast er ekki réttlætanlegt að nota einvörðungu aspirín ef ábending fyrir warfarínmeðferð er fyrir hendi (20). HEIMILDiR 1. Kannel WB, Abbott RD, Savage DD, McNamara PM. Epidemiologic features of chronic atrial fibrillation: the Framingham study. N Engl J Med 1982; 306: (018-22. 2. Önundarson PT, Thorgeirsson G, Jónmundsson E, Sigfússon N, Hardarson Th. Chronic atrial fibrillation - epidemiologic features and 14 year follow-up: A case control study. Eur Heart J 1987; 8: 521-7. 3. Petersen P. Thromboembolic complications of atrial fibrillation and their prevention: a review. Am J Cardiol 1990; 65: 24C-28C. 4. Wolf PA. Drawber TR, Thomas HE Jr, Kannel WB. Epidemiologic assessment of chronic atrial fibrillation and risk of stroke: the Framingham study. Neurology 1978; 28: 973-7. 5. Petersen P, Boysen G, Godtfredsen J, Andersen ED, Andersen B. Placebo-controlled, randomized trial of warfarin and aspirin for prevention of thromboembolic complications in chronic atrial fibrillation: the Copenhagen AFASAK study. Lancet 1989; 1; 175-9. 6. Stroke Prevention in Atrial Fibrillation Investigators. Stroke Prevention in Atrial Fibrillation Study. Final results. Circulation 1991; 84: 527-39. 7. The Boston Area Anticoagulation Trial for Atrial Fibrillation investigators. The effect of low-dose warfarin on the risk of stroke in patients with nonrheumatic atrial fibrillation. N Engl J Med 1990; 323: 1505-11. 8. Connolly SJ, Laupcis A, Gent M, et al. Canadian atrial fibrillation anticoagulation (CAFA) study. J Am Coll Cardiol 1991; 18: 349-55. 9. The Dutch TIA trial study group. A comparison of two doses of aspirin (30 mg vs 283 mg a day) in patients after a transient ischemic attack or minor ischemic stroke. New Eng J Med 1991; 325: 1261-6. 10. Aronow WS, Gulstein H, Hsieh FY. Risk factors for thromboembolic stroke in elderly patients with chronic atrial fibrillation. Am J Cardiol 1989; 63: 366-7. 11. Petersen P, Kastrup J, Helweg-Larscn S, Boysen G, Godtfredsen J. Risk factors for thromboembolic complications in chronic atrial fibrillation. Arch Intem Med 1990; 150: 819-21. 12. Flegel KM. Hanley J. Risk factors for stroke and other embolic events in patients with nonrheumatic atrial fibrillation. Stroke 1989; 20: 1000-4. 13. Cabin HS, Clubb KS, Hall C, Perimutter RA, Feinstein AR. Risk for systemic embolization of atrial fibrillation without mitral stenosis. Am J Cardiol 1990; 65: 1112-6. 14. Flegel KM, Shipley MJ, Rose G. Risk of stroke in non-rheumatic atrial fibrillation. Lancet 1987; 1: 526- 9. 15. Wiener I. Clinical and echocardiographic correlates

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.