Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 435-9
435
Skúli G. Johnsen
SÉRNÁM OG SÉRFRÆÐIVIÐURKENNING
í HEILBRIGÐISFRÆÐUM
INNGANGUR
Helstu viðfangsefni heilbrigðisfræðinnar
eru sjúkdómavarnir og efling heilsu. íslensk
læknaefni hafa lært þessa grein frá því áður
en Læknaskólinn var stofnaður árið 1876
(1). Þrátt fyrir að heilbrigðisfræðin eigi svo
langa sögu í læknakennslu hér á landi er hún
ekki í tölu þeirra greina sem viðurkenndar
eru til sémáms. Aðeins er eitt dæmi þess að
sérfræðileyfi hafi verið veitt á þessu sviði sem
aðalgrein, þó að sjálfsögðu hafi fleiri læknar
lokið slíku námi. Þeir hafa hins vegar fengið
viðurkenningu í öðrum greinum.
Stór verkefni eru fyrirliggjandi innan
heilbrigðisfræðinnar. Nægir þar að nefna,
að 24 af 37 markmiðum íslenskrar
heilbrigðisáætlunar er ætlað að koma í
framkvæmd með forvömum gegn sjúkdómum
og hverskonar aðgerðum til að efla og bæta
heilsufar (2). Er vandséð hvernig þessum
markmiðum verði náð án þess að sérfræðileg
þekking á sviði heilbrigðisfræði í landinu
verði aukin.
Fátt væri þessari grein læknisfræðinnar
meira til framdráttar en að stofna til
sérfræðiviðurkenningar á sviði hennar. Það
er því mjög æskilegt að læknadeild Háskóla
Islands komi til móts við þarfir þjóðfélagsins
í þessu efni, með því að beita sér fyrir að
heilbrigðisfræði verði viðurkennd sem sérgrein
í læknisfræði hér á landi.
HEILBRIGÐISFRÆÐIN OG ÞRÓUN
HEILBRIGÐISMÁLA
Sémám og sérfræðiviðurkenning í
heilbrigðisfræði (Public Health) á sér
langa sögu, sem venjulega er rakin til
heilbrigðislaganna bresku (Public Health Act)
frá árinu 1848 (3). Setning þessara laga var
tímamót í sögu heilbrigðismála og í þeim fólst
í raun merk þjóðmálabylting. Þar var mælt
fyrir um að hið opinbera stæði fyrir sérstökum
heilbrigðisráðstöfunum. sem væru til þess
fallnar að koma í veg fyrir sjúkdóma og bæta
heilsufar bresku þjóðarinnar. Edwin Chadwick
(1800-1890), sem lögin eru oft kennd við,
átti þá hugmynd að sett yrði á fót starf
héraðslækna, en hann sagði: »for the general
promotion of the means necessary to prevent
disease it would he a good economy to
appoint a district medical officer, independent
of private practice, with the security of special
qualifications, with responsibility to initiate
sanitary measures and reclaim the execution
of the law« (3).
Chadwick, sem var ekki læknir heldur
löglærður, er talinn hafa verið undir áhrifum
heimspekingsins Jeremy Bentham (1747-
1832). Ein af megin kenningum Benthams var
að velferð samfélagsins ætti að hafa forgang
umfram annað. Þannig ætti að meta gagnið af
stofnunum samfélagsins í því einu hve mikið
þær stuðluðu að »the greatest happiness for
tlie greatest number« (3).
Heilbrigðisfræðin, sem auðvitað á sér langan
þróunarferil, var frá upphafi helsta undirstaða
þeirra aðgerða, sem bresku heilbrigðislögin
fjalla um. Hin fræðilega undirstaða hennar
var, auk læknisfræðinnar sjálfrar, heilsufræði,
faraldsfræði, tölfræði, lýðfræði, vamir gegn
smitsjúkdómum svo og Iög og reglur sem
vörðuðu heilbrigðismál. Síðar hefur ýmsum
öðrum vísindum verið bætt við og verður
greint frá þeim síðar.
Segja má að það hafi aðallega verið þrennt
sem markaði upphaf hollustubyltingarinnar í
Bretlandi: Setning heilbrigðislaganna, þróun
nýrrar greinar í læknisfræði, sem hér á landi
var frá upphafi nefnd heilbrigðisfræði, og
skipun embættislæknanna.
ÞRÓUN HÉR Á LANDI
Fróðlegt er í þessu sambandi að minnast
hvernig heilbrigðisfræðin og þá um leið
hollustubyltingin þróaðist hér á landi.
Fyrsta heilbrigðisnefndin var stofnuð hér