Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 403 Landspítalann síðustu þrjá mánuði ársins 1987 (27). Ræktaðist bakterían frá magaslímhúð 29 sjúklinga af 47 eða 61,7%. Þessi niðurstaða er innan þeirra marka útbreiðslu sem aðrir hafa fundið, til dæmis hefur H. pylori fundist í fjærhluta magans í 90-100% fólks með skeifugamarsár og magabólgu, í 60-80% fólks með magasár og í 40-70% fólks með einkenni frá maga en án sára (26). Um hina tvo áhættuþættina, mikla saltneyslu Islendinga og litla neyslu ferskra ávaxta og grænmetis, hefur lengi verið kunnugt. Vafalítið má telja að nýgengi magakrabbameins meðal Islendinga sé háð þessum þremur áhættuþáttum á sama hátt og meðal annarra þjóða með hátt nýgengi. Það kemur nokkuð undarlega fyrir sjónir að krabbameinum í maga fækkar á öllum svæðum nema í nærhluta þar sem þeim fjölgar eins og niðurstöður okkar bera með sér og við bendum á að fundist hafi víðar. Enn hafa ekki verið staðfestir sérstakir áhættuþættir krabbameina neðst í vélinda og í nærhluta maga. Niðurstöður nýlegrar könnunar á 1347 sjúklingum sem skornir voru vegna magakrabbameins í Japan sýndu að meðal karla sem höfðu krabbameinið í nærhluta voru hlutfallslega fleiri reykingamenn en meðal þeirra sem höfðu krabbameinið á öðrum svæðum magans (28). Hætta á magakrabbameini án tillits til svæðaskiptingar virtist vera aukin meðal reykingamanna í hópi japanskra karla þótt hún væri mest í nærhluta. Reykingar virtust ekki auka hættu á magakrabbameini meðal japanskra kvenna. Upplýsingar um reykingavenjur Islendinga sem hafa fengið ntagakrabbamein liggja ekki fyrir en í ljósi þessarar japönsku rannsóknar virðist vera ástæða til að afla nákvæmrar reykingasögu hjá þessum hópi fólks. Dánarlíkur Islendinga með magakrabbamein hækkuðu með vaxandi aldri eins og búast mátti við (tafla VI). Lækkun dánartíðni varð um 1,6% milli ára á rannsóknartímabilinu. Þannig urðu lífslíkur 37% betri hjá þeim sem skomir voru árið 1984 miðað við árið 1955 (mynd 6) jafnvel þótt inn í tölur síðustu ára komi vaxandi fjöldi æxla í nærhluta, en þeiin fylgdu talsvert lakari lífshorfur en krabbameinum á öðrum svæðum magans (tafla VI). Almennt mun vera viðurkennt að af magakrabbameinum valdi krabbamein í nærhluta lökustum lífshorfum. Líklegasta skýring þess er talin sú að nærhluta æxli eru að jafnaði lengra gengin á þróunarferli sínum en æxli á öðrum svæðum magans þegar sjúklingar koma til meðferðar og TNM stigun því há (12,29). Athugun á þessum þáttum fellur ekki innan ramma rannsóknar okkar en ætti að geta orðið þýðingarmikið sjálfstætt rannsóknarefni. SUMMARY During the last decades the frequency of stomach cancer has declined among populations both at high-risk and at low-risk. The decline has been greater among populations at high-risk, including the Icelanders. Results of foreign investigations have shown that the decline has mostly been in one (the intestinal) of the two principal histological types of tumour (intestinal, diffuse) but that type has been considered to be mainly influenced by environmental factors. The purpose of our investigation was to determine the histological types and anatomical locations of carcinomas in resected stomachs during the period 1955-1984. The material derived from the Icelandic Cancer Registry and from the Department of Pathology at the University of Iceland. The final number of tumours under investigation was 1018. The histological slides were reviewed and the tumours classified according to the Laurén classificalion. The anatomical location was determined from the histological request forms and/or from the pathological reports. The decline in frequency of stomach cancers resected was mainly due to intestinal tumours. Among males the decrease in frequency of diffuse tumours, much fewer by number, was proportional to that of intestinal tumours but among females the decrease was only in intestinal tumours and diffuse tumours remained relatively unchanged. The frequency of tumours in the cardia region among males increased during the period while it decreased in the other gastric regions. The increase in the cardia region was all due to intestinal tumours among males. Tumours in the cardia region among females were few and all were of the intestinal type. Geographical variations in frequency and relative distribution of intestinal and diffuse types of stomach cancer has been considered to be due to differences in causal factors. Some of our findings do not conform to that theory. Variations in mucosal response to the same agents may explain these discrepancies. Mucosal inflammation and sex of the patient may lead to different responses and thus to different types of tumours.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.