Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 40
430 LÆKNABLAÐIÐ YFIRLIT YFIR ALGENGUSTU GEÐLYF FYRIR BÖRN OG UNGLINGA Um er að ræða fimm megin lyfjaflokka: 1) Örvandi lyf. 2) Þunglyndislyf. 3) Sterk geðlyf. 4) Krampalyf. 5) Róandi lyf. Hver lyfjaflokkur hefur sérstaklega áhrif á ákveðin sjúkdómseinkenni. Örvandi lyf: Á tæpum 20 síðustu árum hafa ótal greinar og bækur birst með rannsóknarniðurstöðum um notkun örvandi lyfja fyrir börn. Örvandi lyf eru sérstaklega notuð í sambandi við einbeitingarerfiðleika og eirðarleysiseinkenni. Einnig er vitað að þessi lyf hafa verið notuð í miklum mæli fyrir böm sem hafa hegðunarvandamál. Rannsóknir hafa sömuleiðis sýnt fram á að heilbrigð böm sem hafa engin sjúkleg einkenni svara jafnframt vel lyfjagjöf örvandi lyfja (2). Ekki er vitað til þess að þessi lyf hafi nein varanleg áhrif á lengri tíma horfur, ef rétt er staðið að lytjagjöf. Verkun þessara lyfja er fyrst og fremst skammtímaverkun sem varir vanalega ekki lengur en í fjórar klukkustundir. Skammtíma hliðarverkanir geta verið minnkuð matarlyst og svefntruflanir sem er þó einstaklingsbundið, en getur á fyrsta ári lyfjagjafar haft áhrif á hæð og vöxt bama, en ekki ef litið er til lengri tíma (3). Æskilegt er að fylgjast með hæð og þyngd bama sem nota örvandi lyf. Aðrar aukaverkanir, sérstaklega hjá bömum með heilaskaða, geta komið fram sem pirringur og vöðvakippir. Lyfið skyldi ekki gefa bömum með kækjasjúkdóm því vanalega aukast kækimir við lyfjagjöf. Draga má úr hliðarverkunum lyfsins með því að sleppa lyfjagjöf um helgar. Vitað er, að þessi lyf auka á námsgetu bama og vitsmunahæfni þeirra, auk þess sem þau verka róandi á böm og unglinga og minnka þannig hegðunarvandamál þeirra. Hámarkslyfjaskammtur af til dæmis Mythylphenidatum (Ritalín) er 0,5-0,7 mg/kg/dag. Við hærri lyfjaskammta geta komið hliðarverkanir. Þessi lyfjaflokkur hefur greinilegt notagildi og hefur verið mest notaða geðlyfið fyrir börn í Bandaríkjunum (4). Hannaður hefur verið spumingalisti yfir eirðarleysis- og einbeitingarvandamál hjá bömum (5). Þessi listi er ætlaður læknum, sálfræðingum, foreldrum og kennurum til útfyllingar og er reynt að meta 10 vandamál barnsins: Eirðarleysi, óþolinmæði, truflun gagnvart öðrum bömum, ekki er lokið við það sem byrjað er á, óróleiki, eftirtektarleysi, strax þarf að mæta þörfum bamsins, það grætur, breytir fljótt um skap og fær óþægðarköst. Hvert einkenni fær ákveðna einkunn, allt frá því að vera ekki fyrir hendi og yfir í að vera mjög mikið, frá 0 og upp í 3. Ef heildareinkunn er yfir 15 er talið æskilegt að gefa bami örvandi lyf. Mikilvægt er að kennari fylli einnig út þennan matsskala vegna þess að langalgengast er, að böm eigi við eirðarleysiseinkenni að stríða í skóla þegar þau eru innan um önnur böm, þrátt fyrir að eirðarleysiseinkenni séu ekki áberandi heima. Þunglyndislyf: Þunglyndislyf voru áður fyrr einkum gefin bömum í tengslum við þrifaþjálfunarvandamál og mikil eirðarleysiseinkenni. Þunglyndislyf gefin við vandamálum er varða þrif verka einungis tímabundið meðan á lyfjagjöf stendur, þannig að bamið hættir aðeins að bleyta sig á meðan það tekur lyfin. Lengri notkun á þrfliringlaga geðdeyfðarlyfjum vegna undinnigu er talin óæskileg fyrir böm, vegna þess að aðrar meðferðaraðferðir hafa gefist betur og eru síður skaðlegar, til dæmis notkun á bjöllumottu (6). Þunglyndislyf hafa einnig verið notuð í tengslum við eirðarleysiseinkenni hjá bömum en þar sem þau eru vandmeðfarnari eru þau síður notuð en örvandi lyf. Þunglyndislyf hafa verið notuð í vaxandi mæli á síðustu árum við þunglyndi hjá bömum og unglingum eldri en 10-12 ára, við skólakvíða og hvers konar aðskilnaðarvandamálum, áráttu- og þráhyggjueinkennum og jafnframt við alvarlegum atferlistruflunum. Þau hafa einnig verið gefin bömum sem þjást af kraftleysi, úthaldsleysi eða almennu getuleysi. Hámarksskammtur er að meðaltali 5 mg/kg/dag. Áhrif eru komin undir þéttni lyfs í blóði (7). Algengasta lyfið sem notað er fyrir böm og unglinga í þessum lyfjaflokki er Imipramin (Tofranil). Lyfjameðferð vegna áráttu- og þráhyggjueinkenna hefur farið vaxandi á undanfömum árum og hefur Clomipramin (Anafranil) verið mest notað (8). Samtíma lyfjagjöf er mikilvægt að fylgjast vel með hjartalínuriti bama, vegna þess að þessi lyfjahópur getur stuðlað að hjartaóreglu og sum börn virðast ekki þola lyfið af þeirri ástæðu. hnipramin hefur jafnfraint verið notað við svefnörðugleikum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.