Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 127-131 127 Einar Oddsson'*, Hallgrímur Guöjónsson1), Sigurður Björnsson4), Ólafur Gunnlaugsson5), Ásgeir Theodórs41, Martin Gormsen6), Ólafur Steingrímsson3>, Jóhann Heiðar Jóhannsson2), Bjarni Þjóðleifsson 1> UPPRÆTING Á HELICOBACTER PYLORI SÝKINGU HJÁ SJÚKLINGUM MEÐ MELTINGARÓNOT - Langtímaáhrif á einkenni ÁGRIP Langtímaárangur af meðferð með collóídal bismúth subcítrate (CBS), með lyíleysu (CBS+L) eða með metrónídasól (CBS+M) var rannsakaður hjá 69 sjúklingum með meltingarónot og Helicobacter pylorí sýkingu. Athugað var hve margir losnuðu við sýkinguna, áhrif lyfjameðferðar á einkennin og áhrif upprætingar á H. pylorí á meltingarónotin. Sjúklingarnir höfðu þrálát meltingarónot frá efri hluta kviðarhols sem höfðu varað í að minnsta kosti fjórar vikur, en enga aðra sögu um sjúkdóma í meltingarfærum. H. pylori sýking var staðfest með ureasaprófi, ræktun og vefjaskoðun. Sjúklingarnir fengu af handahófi CBS 240 mg tvisvar á dag í fjórar vikur og lyfleysu þrisvar á dag í 10 daga (34 sjúklingar) eða CBS 240 mg tvisvar á dag í fjórar vikur og metrónídasól 400 mg þrisvar á dag í 10 daga (34 sjúklingar). Þeir skráðu einkennin (engin, betri eða óbreytt) daglega í fjórar vikur meðan meðferðin var gefin og vikulega í 22 vikur. Kannað var hvort H. pylori sýking væri til staðar í 12. og 26. viku. Við 12 vikna skoðun höfðu 6% (2/32) í CBS+L hópnum losnað við H. pylori, en 37% (11/30) í CBS+M hópnuin (p<0,05). Áhrif á meltingarónot í fjórðu og 12. viku voru góð í báðum hópum, en sjö sjúklingar sem fengu CBS+L og fimm sem fengu CBS+M höfðu fengið upphafleg einkenni að nýju eftir 26 vikur (ekki marktækt). Áhrif H. pylori upprætingar á einkenni voru ekki marktæk Frá 1>lyflækningadeild Landspítala, 2)meinafræðideild Rannsóknastofu Háskólans, 3>sýkladeild Rannsóknastofu Háskólans. 4>lyflækningadeild Borgarspítala, 5)|yflækningadeild Landakotsspítala, 6>Brocades Pharma, Kaupmannahöfn. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Bjarni Þjóðleifsson, lyflækningadeild Landspítalans, 101 Reykjavík. eftir 12 vikur, en við 26 vikna skoðun var marktækt (p<0,00005) betri árangur hjá þeim sem höfðu losnað við H. pylori. Niðurstaðan er að uppræting á H. pylori hafði jákvæð áhrif, en þau komu fyrst fram eftir 26 vikur. INNGANGUR Meltingarónot (non-ulcer dyspepsia) er algengur kvilli og orsök hans óþekkt. I yfirlitsgrein um lækningatilraunir er komist að þeirri niðurstöðu að engin meðferð hafi sannað gildi sitt (1). Engu að síður eru lyf oft notuð við þessum kvilla. Nýlega var gerð könnun á notkun magalyfja á íslandi og áætlað að um 40% lyfjaávísana væru vegna meltingarónota, svipað og hjá öðrum þjóðum (2,3). H. pylori orsakar magabólgu af gerð B (antrum gastritis) og finnst mjög oft hjá sjúklingum með skeifugarnarsár (90%) og magasár (70%) (4). Sú skoðun nýtur vaxandi fylgis að H. pylori sé einn meginorsakaþáttur þrálátra skeifugarnarsára (4), en hlutverk sýkilsins í meltingarónotum er óljóst. Algengi sýkingarinnar vex með aldri bæði hjá þeim sem hafa meltingarónot og einnig þeim sem eru einkennalausir, en virðist samt marktækt meira hjá þeim sem hafa meltingarónot (5-7). Fylgni H. pylori sýkingar við meltingarónot er ekki eins náin og við maga- eða skeifugarnarsár. Um 40% sjúklinga með meltingarónot hafa H. pylori sýkingu (5,7) en tengsl sýkingar og einkenna eru óljós (7). Orsakir meltingarónota eru vafalítið margvíslegar, en vel er mögulegt að hjá hluta sjúklinga tengist þær H. pylori sýkingu. Skammtíma lækningatilraunir sem annað hvort bældu (8) eða útrýmdu (9) H. pylori hjá sjúklingum með meltingarónot sýndu hins vegar gagnstæðar niðurstöður. Tilgangur rannsóknar okkar var að athuga

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.