Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐID 147 Þrjú einkennalausu börnin eru þau fyrstu og einu sem vitað er unt að hafi greinst fyrir svo að segja tilviljun vegna smásjárskoðunar á þvagi. Allir aðrir einkennalausir einstaklingar með APRT skort sem greinst hafa í heiminum, mega þakka það rannsókn á tjölskyldumeðlimum þekktra steinamyndandi sjúklinga. Hægt er að fyrirbyggja nýrnaskemmdir og draga úr dánarlíkum með réttri og tímanlegri meðferð. Allópúrínól hindrar sem kunnugt er verkun xanþínoxíðasa og þar með útskilnað og útfellingu á 2,8-DHA kristöllum í nýrum. Vissulega er umdeilanlegt hvort setja skuli frísk, einkennalaus ungbörn á ævilanga verndandi lyfjameðferð, en sú ákvörðun var gerð að athuguðu máli og að eindreginni áeggjan dr. Simmonds f Lundúnunt. Með réttri meðferð vegnar þessum einstaklingum vel. Því má með sanni segja að horfurnar eru algerlega háðar þeirri nýrnastarfsemi sem enn er eftir, þegar greining er endanlega staðfest og meðferð hafin. LOKAORÐ Vökulir þvagmeinatæknar hafa til þessa gegnt lykilhlutverki í að finna íslensku sjúklingana með APRT skort, vegna einkennandi kristalla sem sést hafa í öllum þvagsýnum þeirra við venjulega smásjárskoðun. Þeir læknar sem sjálfir smásjárskoða þvagsýni, mættu gjaman vera á varðbergi fyrir rauðbrúnum eða gulbrúnum hnattkristöllum. Einkum er þessu beint til lækna úti á landsbyggðinni því að enn sem komið er hefur enginn fundist utan Reykjavíkursvæðisins. Rauðbrúnir blettir í bleyjum barna og rauðbrúnt botnfall við þvagskiljun í öllum aldursflokkum ætti að vekja grunsentdir um díhýdroxýadenínmigu. Til að aðgreina 2,8- díhýdroxýadenín frá þvagsýru nægir ekki einföld litgreining (colorimetry) eða hitagreining (thermogravimetric analysis), heldur þurfa að koma til sérhæfðari greiningaraðferðir svo sem útfjólublá og innrauð litrófsmæling. SUMMARY Since 1983, total of 12 patients with 2,8- dihydroxyadeninuria have been detected in Iceland. This makes the prevalence of this autosomal recessively inherited disturbance in purine metabolism considerably higher in this country than elsewhere recorded, or 1: 22.000. There were 7 males and 5 females equally divided between children and adults, the age ranging from 6 months to 46 years. Most of the adults had many years’ history of renal colic and stones before diagnosis. None of the 6 children had yet suffered urolithiasis at the time of diagnosis, but 2 had history of intermittent red-brownish spots in their diapers. All of the 12 patients were originally detected by the appearance of characteristic brownish, round crystals on regular light microscopy of their urine. Diagnosis was confirmed by UV and IR spectrophotometry of urine crystals and finally by enzyme analysis in their lyzed red blood cells. All of the patients showed red-brown sediment after urine centrifugation, which therefore might be used as an additional clue to diagnosis, along with the unique 2,8-dihydroxyadenine crystals, even in the absence of symptoms. Three of the asymptomatic children were coincidentally detected by routine urine microscopy, the first ones so reported in the literature. Unexpectedly high proportion, or 9 of the 12 patients, had red hair (vs 4-5% in the general Icelandic population). Identical missense mutation of the APRT gene was found in all the Icelandic patients, suggesting a founder effect. Five of the patients were distantly related through 5th to 7th generations and other three shared common great grandparents and great- great grandparents. All the patients were prescribed on allopurinol along with limitation of purine intake, whether asymptomatic or not. None has had further symptoms while abiding by recommended treatment. The keyrole of competent urine microscopists in the primary detection of this potentially lethal disease is underscored. ÞAKKIR Höfundur þakkar læknunum Tómasi Ama Jónassyni, Guðmundi Vikari Einarssyni, Agli Jakobsen, Guðmundi Geirssyni og Þengli Oddssyni fyrir tilvísun sjúklinga þeirra og leyfi til að annast milligöngu um hvatamælingar og genarannsóknir erlendis. Þökk sé Jóni Bergssyni, gæðaeftirlitsstjóra Delta h.f., fyrir litrófsmælingar á kristallabotnfalli og Jóhönnu Jónasdóttur, yfirmeinatækni á Landakotsspítala, fyrir að gefast ekki upp á að vekja athygli á sérstæðum hnattkristöllum. Ennfremur þakkir til Oddnýjar Vilhjálmsdóttur, Ættfræðistofnun H.Í., sein unnið hefur dyggilega að því að finna ættartengsl milli sjúklinganna.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.