Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 14
136 LÆKNABLAÐIÐ alnæmissjiíklinga (1,2) (tafla I). CMV sjónubólga er langalgengust (mynd 2). Tuttugu af hundraði alnæmissjúklinga (2) fá CMV sjónubólgu og getur hún verið fyrsta merki um alnæmi. Einkenni um CMV sjónubólgu eru (4): a) Óskýr sjón, b) flyksur fyrir augum, c) skuggar í sjónsviði og d) blindir blettir. Við skoðun getur CMV sjónusýking verið tvenns konar. Annars vegar gulhvítar íferðir umhverfis æðar með blæðingum og æðabólgum, hins vegar hnútakennd (granular) bólga, oft án blæðinga (mynd 3). Jaðar sýkingarsvæðis er bjúgkenndur og drep í sjónu. Þar sem sýkingin hefur farið um er sjónan þunn og rýrnuð, æðar grannar og sömuleiðis getur sjóntaugardoppa fölnað. Sjónubólgu vegna CMV getur svipað til sjónubólgu af völdum bogfrymils (Toxoplasma gondii) og sjaldgæfari sjónubólgu vegna sárasóttai', herpes zoster veiru og sveppa (2,4). Meðferð við CMV sýkingu byggist á lyfjunum ganciclovir og foscamet (5) en þau þarf að gefa í æð meðan sjúklingur lifir. Lífshorfur sjúklinga sem fengið hafa CMV sjónubólgu eru samkvæmt nýlegri rannsókn (5) átta og háfur mánuður á ganciclovir meðferð en 12,6 mánuðir á foscarnet. íslenskir sjúklingar hafa yfirleitt fengið ganciclovir, sem fyrstu meðferð, en foscarnet ef það dugar ekki (myndir 4 og 5). Lífshorfur alnæmissjúklinga með sjónubólgu hérlendis (tafla 11) eru sambærilegar við erlendar rannsóknir (5). Hér á landi hafa sex alnæmissjúklingar greinst með CMV sjónubólgu eða 20% þeirra sem hafa greinst með alnæmi (6/29). í þessum sex sjúklingum var CMV sjónubólga síðkomið Fig. 2. Cytomegalovirus retinitis, with hemorrliages ancl vasculitis. Left eye, patienl I. Fig. 3. Granular CMV retinitis. Right eye, patient 8. einkenni alnæmis. Einn sjúklinganna (númer 2) fékk aðeins sýkingu í hægra augað og hélt sjón sinni til dauðadags. Ef til vill má þakka það því að honum var gefið ganciclovir áður en augnsýkingin greindist. Þremur vikurn fyrr greindist sár í skeifugörn vegna CMV sýkingar, sem staðfest var með vefjasýni, og var honum þá veitt meðferð. Table I. Opportunistic eye infections in AIDS patients.*) Pathogen Incidence Infection Cytomegalovirus 20% retinitis Herpes zoster 4% acute retinal necrosis retinitis keratitis Toxoplasma Gondii 1% retinochoroiditis Herpes simplex rare keratitis Treponema pallidum rare retinitis Microsporidia rare keratitis Gram-positive bacteria rare retinitis Mycobacteria rare choroiditis Fungi rare retinitis Fungal infections include pneumocystosis, cryptococcosis and candidiasis. *) Based on references 1,2 and 10.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.