Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 22
144 LÆKNABLAÐIÐ ættir sínar aftur til tveggja eða þriggja af þessum fjórum forfeðrum og -mæðrum að einum undanskildum (mynd 4). Þrír sjúklingar tengdust svo enn þéttar sanran, eða í þriðja og fjórða lið í gegnum lang- og langalangafa og -ömmu sem áttu rætur á Snæfellsnesi og í Húnavatnssýslu á síðustu öld (mynd 5). Enn sem komið er hefur ekki tekist að tengja þessar tvær stórættir saman né heldur síðustu tvö bræðragengin við aðra sjúklinga. Dr. Amrik Sahota sem starfar við Indiana- háskóla í Indianapolis, rannsakaði APRT genið hjá sjúklingum okkar og fann nákvæmlega samskonar mislestursbreytingu hjá öllum 12. Sömu breytingu var að finna hjá sjúklingi frá Bretlandi, en annarskonar hjá fjórum sjúklingum af meginlandi Evrópu (8). Þess má geta að APRT genið hjá mönnum hefur nýlega verið staðsett á langarmi litnings 16 eða I6q24 (7). Eftir greiningu voru allir sjúklingarnir settir á vökvaríkt, púrínsnautt fæði, en fyrst og fremst á fyrirbyggjandi lyfjagjöf. Þar gagnast vel lyfið allópúrínól og var því beitt í öllum tilvikum, hvoil heldur voru einkennalaus smábörn á fyrsta ári eða fullorðnir með endurtekin steinaköst. Skammtastærð hvers og eins var látin miðast við algert brotthvarf kristalla úr þvagi og hefur lægsti dagsskammtur ungbams verið 50 mg og enginn hinna fullorðnu þurft að fara hærra en í 200 mg á dag. Á meðferð hefur enginn haft einkenni um steina. Einn sjúklinganna var tekinn af lyfinu um nokkurra mánaða skeið vegna mögulegra aukaverkana, en byrjaði á því aftur vegna endurkomu steinakasta. ALMENN ATRIÐI UM SJÚKDÓMINN Efnaskiptatruflunin: Um er að ræða meðfædda truflun í efnaskiptum púríns sem erfist ókynbundið og víkjandi. Þessi efnaskiptatruflun er ýmist kölluð adenín- phosfo-ríbósýl-transferasa (APRT) skortur með skírskotun til eðlis hennar, eða 2,8- díhýdroxýadenínúría ef miðað er við afieiðingu. Hvatann APRT skortir eða vantar alveg í allar líkamsfrumur þannig að um kerfissjúkdóm er að ræða. Best hefur reynst að sýna fram á hvataskortinn í sprengdum rauðkornum (7). Þegar APRT skortir, getur adenín ekki umbreyst yfir í adenósínmónófosfat Fig. 5. The family tree of patients #3, #7 and #8. Ancestors’ year of birth indicated on top. (adenílsýru). Eftir stendur sú leið að oxast af xanþínoxíðasa, yfir í 8-hýdroxý - og þar næst 2,8- díhýdroxýadenín sem skilst síðan út með þvagi (mynd 6). Þrátt fyrir þennan hvataskort verður ekki aukning á þvagsýru, heldur aðeins á adeníni og niðurbrotsefnum þess þannig að ljóst er að APRT er ekki bráðnauðsynlegur fyrir allsherjarstjómun á púrínefnaskiptum. Engar aðrar lífefnafræðilegar truflanir hafa fundist til þessa við APRT skort og framleiðsla og útskilnaður á öðrum púrínum haldast óbreytt (7). Afleiðing hvataskortsins er því útskilnaður á púríninu 2,8-DHA í þvagi. Þetta efni er 50 sinnum torleystara en þvagsýra. Aðeins 1- 3 mg leysast upp í 1 lítra vatns og 2-6 mg í I lítra af þvagi (7). 2,8-DHA sést í smásjá í formi rauðbrúnna, stundum gulbrúnna, hnattlaga kristalla (mynd 7) sem eru undanfari steinamyndana. Þegar svo er komið að steinar sjáist berum augum, missa þeir hinsvegar rauðbrúnan lit sinn við þomun og er þá oftast lýst sem gulbrúnum, jafnvel gráleitum. Þeir eru mjög hrjúfir og molna auðveldlega andstætt þvagsýrusteinum sem yfirleitt eru harðir og gulir með tiltölulega slétt yfirborð (mynd 8). 2,8-DHA steinarnir innihalda 95-98% DHA en afgangurinn er aðallega þvagsýra, adenín og stundum vottur af kalki, sem þó er ekki nægjanlegt til að gera steinana geislaþétta (7). Sögulegt yfirlit: APRT skorti var fyrst lýst árið 1974 af Cartier í París (9). Hann greindi frá dreng sem hafði haft fjölmarga nýrnasteina allt frá tveggja ára aldri. Þetta voru lengi vel taldir þvagsýrusteinar, en litrófsathugun

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.