Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ
161
Table IX. Distribution of outcome in 1971 among probands alive in 1957 in lceland at tlie age of 60-62 years
according to principal diagnosis at tliat time (28).
Principal Not Mental Other Number of
diagnosis disabled (%) disability (%) disability (%) Dead (%) Total (%) probands
Functional psychoses ................ 25.5 31.0 6.2 37.2 99.9 145
Neuroses ............................ 49.4 12.2 10.1 28.3 100.0 526
Alcohol and drug abuse .............. 31.5 12.1 4.0 52.3 99.9 149
Organic mental disorder ............. 18.3 20.7 9.8 51.2 100.0 82
Intellectual subnormality ........... 34.0 22.7 12.4 30.9 100.0 97
Personality disorder ................ 34.9 20.5 6.0 38.6 100.0 83
Unspecified mental disorder.......... 58.4 5.2 11.7 24.7 100.0 77
All mental disorders ................ 40.2 16.1 8.8 34.9 100.0 1,159
Without mental disorders ............ 60.5 3.5 10.5 25.5 100.0 2,543
Total 54.2 7.4 10.0 28.4 100.0 3,702
og konum. Hins vegar eru sjúkdómsmyndimar
nokkuð mismunandi sérstaklega eru
kvíðatruflanir og þunglyndi mun algengari
meðal kvenna, en misnotkun áfengis mun
algengari meðal karla. Séu taugaveiklun
og áfengismisnotkun skoðaðar saman, vom
líkurnar á þessum truflunum svipaðar hjá
körlum og konum eða tæplega 20%. Líkur
karla á taugaveiklun og áfengismisnotkun
voru nokkurn veginn jafnar. Hins vegar
voru líkur kvenna á misnotkun um 1%
en 19% fyrir taugaveiklun (26). Svipuð
niðurstaða fékkst að því er varðar algengi
við skimleit meðal rúmlega 2400 manns
á aldrinum 20-49 ára. I þessari skimleit
svaraði fólk spurningum úr Cornell Medical
Index Health Questionnaire (CMI) (27)
og spurningum um einkenni sem bentu til
áfengismisnotkunar. Þeir sem höfðu 10 eða
fleiri einkenni samkvæmt M-R hluta CMI og
þrjú eða fleiri einkenni um áfengismisnotkun,
voru taldir líklegir til þess að vera annað
hvort taugaveiklaðir eða áfengismisnotendur
(mynd4) (10). Samanlagt algengi þessara
truflana var svipað hjá körlum og konum,
en eins og sjúkdómslíkurnar var algengi
taugaveiklunar miklu meira hjá konum en
körlum og algengi áfengismisnotkunar meira
hjá körlum.
Gangur: Til þess að fylla sjúkdómsmyndina
er nauðsynlegt að rannsaka gang þeirra
og afdrif sjúklinganna og bera saman við
heilbrigða.
Tafla IX sýnir niðurstöður rannsóknar frá 1971
á afdrifum Islendinga sem voru á aldrinum
60-62 ára árið 1957, eftir sjúkdómsgreiningum
þá (28). Rúmur þriðjungur þeirra sem fengu
geðgreiningu 1957 voru látnir fyrir 1971, en
ekki nema fjórðungur þeirra sem enga slíka
greiningu fengu. Sérstaklega er áberandi að
helmingur áfengissjúklinganna hefur látist
á þessum tíma. Meiri hluti þeirra hafði ekki
fengið neina meðferð. Þetta er í samræmi við
niðurstöður íslenskrar rannsóknar á dánartíðni
áfengissjúklinga sem komið höfðu í meðferð
á árunum 1951-1974 (29). Um 40% þeirra
sem greindir voru með geðtruflanir og um
60% annarra, voru ekki það hamlaðir að
starfsorka þeirra væri skert um meira en
50% þegar þeir voru að jafnaði 75 ára. Hins
vegar var þriðjungur þeirra, sem voru svo
hamlaðir vegna geðtruflana árið 1971, án
geðgreiningar 1957. Af þeim sem voru á lífi
1971 höfðu 24% einhvers konar hömlun sem
skerti starfsorku þeirra um meira en 50%, þar
af 10% vegna geðtruflana.
Orsakaleit og forvarnir: í sfðustu skimleitinni
var einnig spurt um einkunn á barnaprófi og
á hvaða aldri menn hefðu byrjað að neyta
áfengis. Tafla X sýnir að körluni sem áttu
við áfengisvandamál að stríða gekk verr á
barnaprófi en öðrum. I sömu rannsókn kom
í ljós, að stórdrykkjumenn höfðu að jafnaði
byrjað mun fyrr að neyta áfengis en þeir sem
drekka lítið (30).
í tilfellaviðmiðaðri rannsókn á
áfengismisnotkun var samanburðarhópurinn
valinn þannig, að á móti hverjum misnotanda
var fundinn einstaklingur sem var jafn gamall
og hafði hlotið sömu einkunn á barnaprófi
og misnotandinn. I rannsókninni kom í Ijós
að meðal inisnotendanna voru miklu fleiri
sem höfðu sýnt alls kyns andfélagslega
hegðun í æsku (tafla XI) (31). Þó að orsakir
vímuefnamisnotkunar hafi ekki verið leiddar
í ljós með þessum rannsóknum, benda