Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 38
160
LÆKNABLAÐIÐ
að sjúklingafjöldinn sé um 8000 á ári. Um
1600 sjúklingar leita meðferðar árlega vegna
misnotkunar áfengis og annarra vímuefna. Af
framansögðu er ljóst að mikið vantar á að allir
fái viðeigandi meðferð vegna geðtruflana.
Sjúkdómslíkur: Líkur íslendinga á að fá
einhverjar geðtruflanir hafa verið áætlaðar
með því að rannsaka alla sem fæddir
voru á árunum 1895-1897 og á lífi á
íslandi I. desember 1910. Samkvæmt
afturskyggnri rannsókn á þessum hópi voru
sjúkdómslíkurnar fram til 61 árs aldur 32,5%
fyrir karla og 35,3% fyrir konur (7). Síðar
hefur þeim sem þá voru á lífi verið fylgt
eftir og rannsakaðir þrisvar til þess að áætla
sjúkdómslíkurnar fram til 75, 81 og 87
ára aldurs (23,24). Þessar rannsóknir eru
sögulega framskyggnar (historical prospective)
eins og allar framskyggnar rannsóknir eru
í sjálfu sér, vegna þess að ekki er hægt að
láta rannsóknarmenn fylgjast með og skrá
heilsufar hvers einstaklings frá degi til dags. A
töflu VIII eru til samanburðar við íslendinga
sýndar sjúkdómslíkur samkvæmt sögulega
framskyggnri rannsókn frá Svíþjóð (25). Líkur
íslendinga á að fá einhverja geðtruflun fyrir
88 ára aldur eru tæplega 88% hjá körlum og
84% hjá konum.
Á mynd 3 eru sýndar líkur íslendinga til
þess að fá geðklofa á 20. öldinni. Eins og
myndin ber með sér hafa sjúkdómslíkurnar
haldist svipaðar yfir 65 ára tímabil. Þær
voru 0,85% fyrir þá sem fæddir voru í
lok síðustu aldar, en 0,7% fyrir þá sem
voru fæddir 1961. Líkurnar á að leggjast á
spítala vegna geðklofa eru heldur minni en
heildarlíkurnar en mismunurinn hefur farið
minnkandi eftir því sem möguleikar á meðferð
og sjúkrahúsvist hafa aukist.
Faraldsfrœðileg samkenni: Geðtruflanir í
heild eru nokkum veginn jafntíðar hjá körlum
Table VIII. Expectancy (per cent) at tlie age of 14
years of developing a mental disorder in lceland (23,24)
before a specific later age according to sex and in
Sweden at the age of 15 years estimated from data
given by Hagnell (25).
Iceland Age M F Sweden Age M F
61 years 32.5 35.3 60 years 36.9 71.6
75 years 48.6 51.3 70 years 48.3 79.2
81 years 66.2 67.6 80 years 77.4 85.8
87 years 87.7 83.6 80 + 90.7 96.1
%
-d- Minor mental disorders
(20-59 years; 16.1%)
~°~ All psychotropic drugs
(20-59 years; 5.3%)
Tranquillizers
(20-59 years; 3.6%)
Antidepressants
(20-59 years; 0.7%)
Fig. 2. Estimated prevalence (per cent) of "Minor Mental
Disorders" and one month prevalence of prescriptions for
psychotropic medications (19).
% □ Schizophrenia
Fig. 3. Expectancy (per cent) of schizophrenia (certain
and uncertain diagnoses) and of being admitted for
schizophrenia (certain 1CD-I0 diagnosis) according to
year of birth.
%
Symptoms of CMI
alcohol abuse YES
□ 3+ 0-9
□ 3+ 10+
□ 0-2 10+
Fig. 4. Prevalence (per cent) of mental disorders in 1974
as represented by 10 or more positive answers to M-
R section of Cornell Medical lndex and three or more
symptoms suggestive of alcohol abuse (10).