Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 159 Number/100,000/year Fig. I. Incidence (per 100,000 inhabilants per year) of mental disorders in Iceland according to sex and age (9). starfa sjálfstætt fjölgað mikið. Á göngudeildir geðdeildar Landspítalans voru skráðar 22.253 sjúklingakomur á árinu 1992 (16) og á göngudeild geðdeildar Borgarspítalans voru skráð 3.433 viðtöl (17). Tryggingastofnun ríkisins greiddi fyrir 24.919 viðtöl hjá geðlæknum á því ári. Á árunum 1954-1955 var farið að koma upp sérstökum sjúkrastofnunum og einingum innan geðdeildanna til þess að þjóna áfengis- og öðrum vímuefnasjúklingum, þó að mjög margir þeirra væru jafnframt haldnir öðrum geðsjúkdómum. Sú þróun tók stökk árið 1976 með tilkomu áfengismeðferðardeildar á Vífilsstöðum og 1977 er SÁÁ hóf rekstur sinna stofnana. Á töflu VII sést, að á árunum 1991 og 1992 voru samtals 3145 sjúklingar lagðir inn á geðdeild Landspítalans eða sjúkrahúsið Vog til meðferðar vegna áfengissýki eða annarrar vímuefnamisnotkunar. Tveir þriðju hlutar hópsins komu aðeins einu sinni í meðferð á þessum tveimur árum og aðeins 6% komu oftar en þrisvar (18). Þessi 6% hafa miklast svo í hugum almennings og sumra ráðamanna, að þeir halda að áfengissjúklingar almennt séu hlaupandi út og inn af meðferðarstofnunum nánast að gamni sínu, en gera sér ekki ljóst að ástæða þess að sjúklingarnir koma oft er að sjúkdómur þeirra er alvarlegur og læknast ekki. Þetta er ekki frábrugðið ýmsum öðrum langvinnum sjúkdómum. Mörgum hefur orðið tíðrætt um notkun og meinta ofnotkun geðlyfja, sérstaklega róandi lyfja, svefnlyfja og lyfja gegn þunglyndi. Staðreyndin er hins vegar sú að líklega eru geðlyf vannotuð sérstaklega meðal yngra fólks eins og sést á mynd 2. Sérstaklega á þetta við um lyf gegn þunglyndi, en algengi notkunar slOcra lyfja er langtum minna en algengi þunglyndiskvilla (19). Geðlæknar ávísa aðeins litlum hluta eða til um 12% þeirra sjúklinga sem nota geðlyf á hverjum tíma utan sjúkrahúsa. Heimilislæknar ávísa langmestu af þeini geðlyfjum sem notuð eru (20) en lyfjaávísun er aðalráð þeirra við geðtruflunum (21). Algengi geðtruflana er um 20% hjá þeim, sem eru eldri en fimm ára. Samkvæmt því má gera ráð fyrir að 40-50 þúsund íslendingar þjáist af einhverri geðtruflun á hverjum tíma. Tæp 7% Reykvíkinga sem náð hafa 15 ára aldri fá ávísun á geðlyf, þar með talin svefnlyf, í hverjum mánuði utan sjúkrahúsa (22). Það svarar til um 13.000 landsmanna. Ef gert er ráð fyrir að meðalviðtalafjöldi geðlækna við sjúklinga utan spítala sé svipaður og á göngudeild geðdeildar Landspítalans, má ætla

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.