Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1994, Side 48

Læknablaðið - 15.04.1994, Side 48
LOKSINS ÖFLUGT VERKJALYF MEÐ LÍTILLIÁVANAHÆTTU NOBLIGAN (TRAMADOL) NOBLIGAN er nýtt mjög öruggt verkjalyf, með frábrigðilega (atypisk) verkun á miðtaugakerfið. NOBLIGAN er gegn miklum eða meðalsvæsnum verkjum t.d. af völdum slitgigtar, þursabits eða uppskurðar. í stórum dráttum hefur NOBLIGAN ekki þær alvarlegu aukaverkanir sem venjulega tengjast verkjalyfjum sem verka á miðtaugakerfið. NOBLIGAN er frábrigðilegt vegna hins tvíþætta verkunarmáta. NOBLIGAN er veikur opíóíð-viðtaka agonisti (2) en hemur einnig endurupptöku noradrenalíns (2) og eykur losun serótóníns (2). Hverfandi hætta er á öndunar- lömun (1), misnotkun (3) og þolmyndun (4). Aukaverkanir af NOBLIGAN eru frem- ur vægar. Algengastar eru svimi, ógleði, uppköst, munnþurrkur og væg slævandi áhrif. NOBLIGAN notist ekki með MAO hamlandi lyfjum og gæta ber varúðar við stjórnun ökutækja. Lyfið er ekki eftirritunarskylt. NOBLIGAN er því góður valkostur við verkjameðferð. Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá LYF h.f. í sima 656511. Nobligan Grunenthal 910181 Eiginleikar: Sterkt verkialyf, sem verkar á svipaðan hátt og morfín. Lyfiö tengist p, delta og kappa viðtökum í miðtaugakerfi svipað og morfín, en hemur þar að auki endurupptöku noradrenalíns og serótóníns í taugaenda. Lyfið hefur einnig hóstastill- andi verkun, en ahrif á öndun, þarmahreytingar og blóðrásarkerfi eru mjög lítil eftir venjulega skammta. þolmyndun og ávanahætta eru hverfandi. Lyfið frásogast vel eftir inntöku og nær verkun hámarki eftir 1-2 klst. Lyfið skilst út í þvagi, óbreytt og sem umbrotsefni. Helm- ingunartími í blóði er 5-7 klst., nokkru lengri hjá öldruðum og um helmingi lengri hjá siúklingum með verulega skerta lifrar- eða nýrnastarf- semi. Ábendingar: Miklir eða meðalsvæsmr verkir. Frábendingar: Ofnæmi fyrir inmhaldsefnum lyfsins. Eitrun eða ofskömmtun með efnum, sem hafa slævandi áhrif á miðtaugakerfið. Aukaverkanir: Algengustu aukaverkanir eru ógleði, uppköst, þreyta, sljóleiki, svimi, aukin svita- myndun, roði í andliti, munnðurrkur og höfuðverkur. Milliverkamr: Gjöf lyfsins samtímis notkun sterkra geðlyfja getur leitt til krampafloga. Lyífið á ekki að gefa sjúklingum, sem nota MAO-hamlandi lyf eða hafa notað þau á síðustu tveimur vikum. Cimetidín getur seinkað brott- hvarfi lyfsins og~karbamazepín getur stytt verkunartima. Eiturverkanir: Einkenni um ofskömmtun eru uppköst, veikur púls, skert meðvitund eða dásvefn, krampaflog og öndunarlömun. Meðferð: Tafarlaus vistun á gjörgæslu til að meðhöndla öndunarlömun. Naloxón dregur úr öndunarlömun og díazepam dregur úr krömpum. Varúö: Lyfið er ekki nothæft til að draga úr fráhvarfseinkennum morfíns. Hætta á ávana og fíkn er hverfandi við venjulega notkun lyfsins, en ekki er hægt að útiloka slíka hættu við langvarandi meðferð og hjá sjúklingum með til- hneigingu til lyfjamisnotkunar. Lyfið verður að nota með varúð njá sjúklingum með höfuöáverka, hækkaðan þrýsting í miðtaugakerfi, mikið skerta litrar- eoa nýrnastarfsemi, flogaveiki eða lost. Sérstakrar varúoar verður að gæta, ef lyfið er gefið sjúklingum með skerta lungnastarf- semi eða þeim, sem taka lyf með önaunarslævandi verkun. Meöganga og brjóstagjöf: Lyfið á ekki að nota á meöqöngutíma. Lyfið skilst út í mjólk í svo litlu magni að það er væntanlega skaðlaust fyrir barn á brjósti. bkammtastæröir handa fullorðnum: Skammta þarf að stilla eftir eðli verkja og næmi sjúklings. Venjulegir skammtar eru 50-100 mg 3-4 sinnum á sólarhring. Yfirleitt er ekki þörf á stærri sólarhringsskammti en 400 mg, en gefnir hafa verið sólarhringsskammtar allt að 800 mg og hafa sjúklingar þolað þá vel. Skammtastæröir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum innan 15 ára aldurs. Pakkningar: Endaþarmsstílar 100 mg: 20 stk. Hylki 50 mg: 20 stk., 100 stk. Stungulyf 50 mg/ml im, iv, sc: amp. 2 ml x 5. Heimildir: 1. Vickers MD, O'Flatherty D, Szekely SM, Read M, Yoshizumi J. Anaesthesia 1992; 47: 291-6. 2. Raffa RB, Friderichs E, Reimann ð, Shank RP, Codd EE, Vaught JL. J Pharma col Exp Ther 1992; 260: 275-85. 3. Preston KL, Jasinski Dr, Testa M. Drug Alcohol Depend 1991; 27: 7-17. 4. Richter ö, Barth H, Flohe L, Giertz H. Arzneimittelforchung 1985; 35: 1742-4. SEARLE

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.