Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 165-166
165
Bréf til ritstjóra Læknablaðsins
Athugasemdir við grein Þórólfs Guðnasonar, Ólafar
Jónsdóttur og Margrétar Hreinsdóttur: Þvagfærasýkingar
hjá börnum - gildi pokaþvags
Rannsóknir tengdar lækningaaðferðum og
læknisfræði hafa aukist stöðugt á íslandi á
undanförnum árum. Eins og vænta mátti hefur
Læknablaðið notið góðs af og vaxið að magni
og gæðum. Ritstjórar síðustu ára hafa oftast
kappkostað að gera miklar og vaxandi kröfur
til greinarhöfunda. Því miður hefur tíðkast
of lítið að lesendur blaðsins veiti þvf aðhald
með gagnrýni á greinar þess eða með því að
setja fram andstæð sjónarmið í lesendabréfum.
Ef til vill veldur smæð og persónuleg tengsl
innan þess litla hóps manna sem lesa og skrifa
um læknisfræði á Islandi einhverju hér um.
En fámennið gerir gagnrýna og málefnalega
untræðu án persónulegra skírskotana enn
þýðingarmeiri en ella.
Ofannefnd grein birtist í febrúarhefti
Læknablaðsins 1994 og er um margt
gagnrýniverð. Undirrituðum rennur blóðið
nokkuð til skyldunnar því hún byggir einkum
á rannsóknum sem framkvæmdar voru á þeirri
deild sem hann veitir forstöðu. Deildin heitir
formlega sýklarannsóknadeild Landspítalans,
en hún er stundum nefnd sýklafræðideild
Landspítalans og stundum einfaldlega
sýkladeild eða rannsóknastofa Háskólans í
sýklafræði eins og gert var í títtnefndri grein.
í grein þeirra Þórólfs og félaga er sagt
orðrétt í ágripi: ”A sjö máiiaða tímabili
voru þvagsýni frá 100 börnum yngri en
tveggja ára rannsökuð á framvirkan hátt
á Barnaspítala Hringsins án tillits til
innlagnarástœðu eða sjúkdómsgreiningar. ”
Síðar í greininni kemur þó frarn að þetta
orðalag er ónákvæmt og voru þær ræktanir,
sem niðurstöður rannsóknarinnar byggjast á,
gerðar á sýklarannsóknadeild Landspítalans.
Nú er ekki verið að gera því skóna að
höfundar séu að skreyta sig með lánsfjöðrum,
því þeir gerðu grein fyrir því hvernig að verki
var staðið. Ritstjórn Læknablaðsins hefði
hins vegar mátt vera ljóst að höfundar voru
að birta niðurstöður. sent byggðu að mestu
á vinnu, sem þeir höfðu ekki unnið sjálfir
og ekki hafði verið unnin undir þeirra stjórn
eða sérstaklega í samráði við þá. Þetta vekur
upp spurningar um það hvort slík vinnubrögð
samrýmist ritstjórnarstefnu blaðsins eða
hvort hér hafi verið um mistök að ræða.
Undiiritaður væntir svars frá ritstjórum um
þetta atriði.
Tekið skal fram, að hér er ekki verið að bera
brigður á rétt lækna til að birta niðurstöður
rannsókna, sem fengnar eru með því að
senda sýni á opinberar rannsóknastofur.
Slíkar niðurstöður eru að sjálfsögðu opinber
gögn. En niðurstöðum, sem fengnar eru
í "venjulegum” (routine) rannsóknum,
fylgir oft óvissa, sem gerir þær ónothæfar
til vísindarannsókna, þó svo að slík
óvissa sé ásættanleg í daglegu starfi, af
hagkvæmniástæðum. I grein þeirri, sem hér
er til umfjöllunar, hagar einmitt svo til. Hér
er átt við óvissu um flutning og geymslu sýna
fyrir sáningu eins og nú skal vikið að.
I kafla um sýnatöku er þess getið
að sýni hafi verið send "samstundis
á rannsóknastofu Landspítalans í
smásjárskoðun, eggjahvítumœlingu og
bakteríurœktun”. Hvergi í greininni eru tekin
af öll tvímæli um það hvar smásjárskoðun
og eggjahvítumæling fór fram. Ætla mætti
að höfundar hefðu gert þessar rannsóknir
sjálfir á barnadeildinni en setningin hér að
ofan bendir til þess að þær hafi verið gerðar af
starfsfólki rannsóknadeildanna og í kaflanum
um ræktanir er þess getið að þær fari fram á
”rannsóknastofu Háskólans í sýklafrœði” eins
og áður sagði. Spurningar um hvar, hvenær og
af hverjum eru þýðingarmiklar því allir, sem
unnið hafa á sjúkrahúsi, vita að "samstundis"
sending sýna á rannsóknastofu getur tekið
allt að nokkrum klukkustundum ef ekki eru
gerðar sérsakar ráðstafanir. Til þess að meta
hvort tímalengd í flutningi hafi haft áhrif á
talningu baktería með ræktun er venja að skrá