Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 46
168 LÆKNABLAÐIÐ Ólafur misskilur einnig ályktun okkar (ekki fullyrðingu eins og Ólafur heldur fram), að að minnsta kosti 10-12 börn hafi verið rannsökuð að nauðsynjalausu á Barnaspítala Hringsins á árinu 1991. Óbirtar niðurstöður höfunda voru þær, að þvagfæri 23 bama voru rannsökuð á Barnaspítala Hringsins það ár vegna meintra þvagfærasýkinga sem greindar voru með pokaþvagi. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknar okkar í Læknablaðinu má ætla, að að minnsta kosti helmingur þeirra hafi ekki verið með raunverulega þvagfærasýkingu og því ekki þurft á þvagfærarannsókn að halda. Það er ánægjulegt að Ólafur skuli vera sammála meginboðskap greinarinnar að pokaþvag sé lélegt til að greina þvagfærasýkingar og þær verði því að greina nteð betri sýnatöku. Við erum þess fullviss að með því að staðfesta jákvæða ræktun pokaþvags með ástungu- eða þvagleggsþvagi megi forða mörgum börnum frá ónauðsynlegri sýklalyfjameðferð og rannsóknum. Fyrir hönd höfunda Þórólfur Guðnason barnalœknir Barnaspítala Hringsins Frá ritstjóra Vegna athugasemdar Ólafs Steingrímssónar Með efni sem sent er til birtingar í Læknablaðið er reynt að fara eftir þeim reglum sem Alþjóðleg nefnd ritstjóra læknablaða (International Committee of Medical Journal Editors) hefur sett sér unt þessi mál. Þessi nefnd er einnig þekkt undir nafninu Vancouver-hópurinn en fyrir nokkrum árum hittust um tíu ritstjórar stórra, almennra læknablaða í Vancouver í Kanada til að ráða ráðum sínum um vinnubrögð ritstjóra. í þessum hópi er enn óleyst hver á gögn sem notuð eru til rannsókna og greinaskrifa. Ritstjórnin taldi að Læknablaðinu og lesendum þess væri fengur í grein Þórólfs og meðhöfunda um notkun og mat á þvagræktunum í klínískri vinnu. Það útilokar ekki að önnur sjónarmið eigi rétt á sér og geti hugsanlega birst í Læknablaðinu. Villijálmur Rafnsson

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.