Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 135 Við síðustu augnskoðun fjórum mánuðum síðar var sjón 6/6 á báðum augum en aukin virkni í glærusýkingunni. Sjúklingur fékk á ný acyclovir smyrsli. Hann kom ekki aftur í augnskoðun en þegar síðast var vitað var glærusárið nokkuð vel gróið. Sjúklingur 6: Sjúklingur greindist HIV- jákvæður og með alnæmi samtímis. Fór í augnskoðun sjö mánuðum eftir greiningu vegna móðu fyrir augum. Sjón var þá 6/9 á báðum augum og sjóntaugarrýrnun beggja vegna. Visual Evoked Potential (VEP) rannsókn á Landspítala sýndi lengdan leiðslutíma í báðum sjóntaugum og mislangan milli hægri og vinstri. Rúmum mánuði síðar hafði sjón hrakað í 6/36 á hægra auga og 6/60 á vinstra auga samfara aukinni sjóntaugarrýrnun. Sjúklingur var settur á ganciclovir og síðan foscarnet meðferð án mælanlegs gagns. Við síðustu skoðun, rúmu ári eftir að hann fékk alnæmi, var sjón 1/60 á hægra auga og fingurtalning á vinstra auga. Sjúklingurinn var búinn að vera blindur í átta mánuði þann 30. september 1993. Aldrei sáust nein merki um æðasjúkdóma né sýkingar í augnbotni. Sjúklingur 7: Sjúklingur greindist HIV- jákvæður og með alnæmi samtímis. Kom til augnskoðunar rúmum tveimur árum eftir að hann greindist með alnæmi, vegna ljósblossa frá vinstra auga. Sjón var 6/5 á báðum augum. Skoðunin sýndi fífubletti og CMV sjónubólgu í báðum augum og var hafin meðferð með ganciclovir. Augnskoðanir tveimur og þremur vikum síðar sýndu batnandi sjónubólgu og óbreytta sjón. Sjúklingur lést tveimur mánuðum eftir að hann greindist með CMV sjónubólgu. Sjúklingur 8: Sjúklingur fékk alnæmi tveimur árum eftir að hann greindist HlV-jákvæður. Fjóru og hálfu ári eftir að hann fékk alnæmi kom hann til augnskoðunar eftir að hafa haft ljósblossa og ský fyrir hægra auga í fjóra daga. Við skoðun sást CMV sjónubólga í hægra auga og fífublettir í báðum augum. Sjón var 6/6 á báðum augum. Sjúklingur var þá þegar kominn á meðferð með ganciclovir. Einum og hálfum mánuði eftir að sjónubólgan greindist var hún enn virk og hafði sjón hrakað í 6/9 á hægra auga en óbreytt á því vinstra. Þremur vikum síðar hafði sjónubólgan hjaðnað, sjón var þá 6/9 á hægra og 6/6 á vinstra auga. Sjúklingur 9: Sjúklingur var greindur HIV- jákvæður og með alnæmi á sama tíma. Við augnskoðun tæpum tveimur árum eftir greiningu alnæmis sást CMV sjónubólga í vinstra auga. Sjón var 6/5 á vinstra auga en 6/6 á hægra auga. Sjúklingur var settur á foscarnet og síðan á ganciclovir meðferð. Við augnskoðun mánuði síðar var sýkingin í rénun og sjón óbreytt. UMRÆÐA Þann 30. september 1993 hafði 81 einstaklingur greinst HlV-jákvæður á íslandi. Af þeim höfðu 29 fengið alnæmi. Rannsókn okkar byggðist á gögnum um 12 HlV-smitaða sjúklinga. Níu þeirra höfðu greinst með augnfylgikvilla sjúkdómsins 30. september 1993, þar af voru átta með alnæmi en sá níundi með forstigseinkenni sjúkdómsins. Æðabreytingar: Algengustu augnfylgikvillar alnæmis eru æðabreytingar í augnbotni (mynd 1), en þær eru fífublettir, blæðingar í sjónu, háræðagúlar (microaneurysm), háræðavíkkanir (telangiectasia) og æðabólgur. Fífublettir eru langalgengastir en þeir sjást í augnbotnum rúmlega 60% alnæmissjúklinga (1). Fífublettir eru skemmd í taugaþráðalagi sjónu, sem myndast vegna blóðþurrðar. Orsök þeirra er óþekkt en hugsanlegar skýringar eru HIV- sýking æðaþelsfrumna, útfelling ónæmisflétta eða truflun á blóðflæði (3). Sex af þeim 12 íslensku HlV-jákvæðu sjúklingum sem skoðaðir voru höfðu fífubletti í augnbotni. Cytomegaloveiru sjónubólga: Fjölmargar tækifærissýkingar hafa greinst í augum # Fig. 1. Retinal cotton-wool spots. Riglit eye, patient 4.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.